Færsluflokkur: Bloggar

Beljur í Flóa og aðrar beljur

Ég finn til með þessum bónda,- þetta er nokkuð snúið mál, og örruglega verið honum mjög erfitt.  Ég á einhvernveginn bágt með að trúa að á landi ekki stærra en okkar, sé ekki hægt að tækla þetta öðruvísi.  Það er varla hægt að fullyrða að þetta muni koma í veg fyrir að sjúkdómar berist milli hreppa sem eru nánast í kallfæri....  

Ég ætla að skjóta inn belju-flutninga-brandara sem ég heyrði í gær:

Egill hafði lent í bílslysi í Dalasýslu, þar sem hann var að flytja uppáhaldsbeljuna sína, Huppu - milli bæja.  Hann hafði verið ekinn niður af stórum vörubíl, og  Huppa hafði drepist á staðnum....

En Egill fékk seinni parts áverka, sem hann sótti mál gegn tryggingarfélagi trukksins, nokkrum mánuðum seinna.  Málið fór fyrir dóm, þar eð Tryggingarfélagið harðneitaði að borga, og bar fyrir sig að Egill hefði sagst vera óslasaður á slysstað.  Egill var nú fyrir dómi, og hákarls lögfræðingur Tryggingarfélagsins settist að honum, eins og vargur í ruslahrúgu

"Er það ekki staðreynd, að þú fullyrtir við lögreglumanninn á staðnum, að þú værir óslasaður"?

"Jú, en sko Huppa mín, hún....."

"Nei, heyrðu, ég var ekki að spyrja um kúna" greip lögfræðingurinn frammí "einfalt já eða nei, sagðir þú, eða sagðir þú ekki, að þú værir óslasaður á slysstað"?

"Sko,- ég sagði eitthvað þvílikt,- en þetta var allt útaf henni Huppu minni, hún var sko......"

"Heyrðu mig nú" hvæsti lögfræðingurinn "ég er ekki að spyrja um beljuna, já eða nei spurning, varstu eða varstu ekki slasaður"??

Það sást að nú var farið að þykkna allverulega í Agli bónda, og hann leit biðjandi á Héraðsdómarann "Bara ef ég fengi að klára eina setningu, þá myndirðu skilja að líðan hennar Huppu minnar er málinu vel viðkomandi, og...."

"Hættu að þvæla um beljuskrattann" æpti lögfræðingurinn "Varstu eða varstu ekki búinn að fullyrða við lögregluna á slysstað að það væri ekkert að þér"?

"Bíddu við" sagði dómarinn sem hafði með vaxandi áhuga fylgst með þessum átökum kúabóndans og lögfræðingsins "Mig langar að heyra hverning Huppa kemur við sögu"

Egill bóndi leit þakklátur á dómarann og svaraði "Já sko, þegar vörubíllinn lenti á okkur, hentist ég útúr jeppanum og endaði í vegkantinum, Huppa rúllaði yfirum með hestakerrunni, en hliðarnar gáfu sig, svo hún lenti á hinum kantinum.  Þegar Jón Dalalögga kom á staðinn var Huppa mjög kvalin, hún stundi og veinaði og virtist vera í andslitrunum.  Jón gekk að henni, Huppu minni, og hún stundi jafnvel meira, þegar hún sá hann koma. Nú Jón Dalalögga fór rakleitt í löggubílinn, sótti þar tvíhleypu, sneri tilbaka og skaut hana Huppu mína einu skoti, til að þagga niður í henni.  Jón kom svo þvert yfir veginn til mín, hélt enn á byssunni og spurði "Hverning hefur þú það, slasaður nokkuð? Hverslags helvítis bjáni haldiði að ég sé, við þessar kringumstæður að segja mannfjandanum hvernig ég hefði það, eftir hana Huppu mína"?  :)

Að Bílbeljum, ég er þakklát að vera í Afríku núna, þar sem ég sé á íslenkum fréttaflutningi, að Íslendingar eru enn að láta hausthálkurnar koma sér á óart, alltaf jafnhissa, og alltaf þessi fáránlega aukning bílslysa á þessum árstíma......Þetta eru nú engin stjörnuvísindi, það ÞARF að hægja á sér og hugsa málið, þegar vetur er að ganga í garð.  Hafa virkilega ekki nógu margir þurft að þjást vegna slysa og ástvinamissis, til að vekja okkur upp,- og hugsa rökrétt; haust=hálka=aukin slyshætta.....Næsti -kumaður dauðans gæti hæglega verið þú......

Eigið yndislega og öruggan dag í umferðinni, eða hvar sem þið eruð kæru landar!!

By the way, ég framkvæmdi 'Kaffi test' sem Viðar Eggertsson hafði minnst á í Blogginu sínu, mjög fyndið, og ég ER Frappucino!!! Hehehehehehe


Gaman gaman

Er ekki alveg daemalaust gaman að lesa allar fréttirnar að heiman?

Einhverra hluta vegna, er Orkuveita Reykjavikur ekki starfandi undir upplýsingalogum.  Eg er ekki alveg klár a hversvegna; en ef thessir aðilar sem hafa um thað bil eina milljón i mandarlaun, eru að thiggja thau; án nokkurra adgerda að hálfu annarra starfmanna, tha eru their vel að theim komnir.... Er thad ekki?

Hinsvegar; Neytendasamtökin eru enn og aftur að reyna að fá stjornvold til að taka i rassgatið a okur kaupmönnum,- með thvi að haekka upphaed a theim vorum sem einstaklingur aetlar til innflutnings.  Halló tharna!!! Vaknidi og komið inn i nutimann, gjoridi svo vel!!!!  Að skreppa erlendis til að versla inn, a ekki að vera tiltökumal a thessari öld,- sér i lagi thegar landar thinir eru að okra a ther að tilefnislausu.  Kannski langar ekki alla að versla i lagvöruverslunum, heldur versla goða voru a eðlilegu verði!!!

Arnaldur Indriðason, mer til mikils léttis, búinn að skjóta út nýju jolabokinni,- eg get tha haldið i jolagjafahefdina sem eg og vinur minn hofum i heiðri. Og Hugleikur búinn að renna einni bók út lika, eg hef gjörsamlega emjað af hlátri, thegar eg sé urdrattinn a forsiðu moggans HAHAHAHAHA Alltaf godur!!!  Get varla bedid eftir að komast yfir thessa bók!!!

hf verid ad kynna bada thessa hofunda fyrir erlendum vinnufelogum, og alltaf fengid jakvaed vidbrogd,- verd natturulega ad velja lesendur Hugleiks, adur en eg lana theim bokina.......hahahahahaha

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband