Hver er sekur?

Einu sinni voru hjón með tvö börn.

Til að engin finni "kynbundnar árásir" í staðinn fyrir kjarna málsins, köllum við þau A & B.

A & B áttu tvö börn, C & D.

A sá um fjármál heimilisins að mestu, og fjölskyldan lifði í sæluvímu. Tveir bílar, sumarbústaður, þrjár utanlandsferðir, C í menntaskóla og D á síðasta ári í leikskóla, bæði klædd merkjafatnaði, og voru í fimleikum, fórbolta og ballett. Fjölskyldan hafði tölvur og sjónvörp í hverju herbergi í fallega húsinu sem þau höfðu keypt í meðaldýru hverfi í einum af stærri bæjarfélögum landsins.

Og alls þessa fengu þau notið á verkamannalaunum A og kennaralaunum B!

Í nokkur ár að minnsta kosti.

Svo fór að draga ský fyrir sólu, B byrjaði að taka eftir bréfum sem bárust heim til litlu hamingjusömu fjölskyldunnar,- og voru haus-merkt hinum ýmsu lögfræðiskrifstofum, Sýslumanni, Bæjarfógeta o.s.frv.

Og svo allt í einu sló sannleikanum niður,- A hafði fjárfest um efni fram, fjölskyldan hafði verið á peningafylleríi í áravís,- og nú var komið að skuldadögum. Nágrannarnir í fína hverfinu vissu skyndilega allir hvernig stóð á, og það sveið auðvitað fjölskyldunni verst. Hér skyldi enginn vita að nokkuð væri að.

A hafði leikið sér aðeins á peningamarkaðinum. A hafði keypt bílana á körfulánum, útborgun í húsið fékkst á erlendum lánum og svo með að leika sér á hlutabréfamarkaðinum, höfðu utanlandsferðir fjölskyldunnar verið farnar fyrir eftirlaunasjóði útlendinga.

Löng saga stutt,- fjölskyldan litla varð öskureið við A,- heimtaði að A segði af sér rekstri fjölskyldunnar og yrði aðeins ábyrgt fyrir að mæta í sína vinnu, ef A héldi henni þá áfram.

B tók við fjármálunum og byrjaði að reyna að koma heimilinu á réttan kjöl. Fjölskyldan missti húsið og B ákvað að þau gætu leigt litla íbúð og selt báða bílana, því að almenningssamgöngur voru alveg ágætar. B seldi sumarbústaðinn og afgangnum af fjölskyldunni til mikillar gremju, borgaði B skuldir með innkomunni. B tilkynnti fjölskyldunni að hér yrði ekki farið í neinar utanlandsferðir, sem ekki væri til peningur fyrir,- en þau gætu hugsanlega farið í tjald-útilegu, ef þau ættu fyrir að taka sér sumarfrí. Ekki þetta árið samt. B sett stólinn fyrir dyrnar hvað varðaði öll merkja-fatakaup, og í stað merkja-leður-skólataskna,- komu einfaldar strigatöskur,- eða börnin skyldu bara erfa notaðar töskur sem voru í góðu standi.

Einasta sem B vildi ekki gera upp,- var að borga erlendum eftirlaunasjóðum tilbaka, og öll fjölskyldan studdi B heilshugar í því,- enda ekki þeirra afar og ömmur, sem myndu líða skort á ævikvöldinu af þessum sökum, bara einhverjir útlendingar. Verst var að öll fjölskyldan miklaði sig af þessar lágkúruákvörðun.

Svo leið smátími, og meðan B hélt að allir væru á einu máli um að verða aftur heiðarlegt, harðduglegt fólk,- sem stæði í skilum, hefði þak yfir höfuðið, rafmagn, hita, fatnað og mat á borðið og misnotaði hvorki eigið fé né annarra,- var afgangurinn af fjölskyldunni með allt önnur plön.

A var öskureitt yfir að hafa verið staðið að verki, og yfir eigin vanmætti að fá ekki að kenna börnum sínum hvernig maður leikur Keisara, þótt engin séu fötin.

Börnin voru öskureið, þar sem þau voru bæði í margviðurkenndu eineltis-umhverfi,- og þau sem höfðu rigsað um með merkjavörur og hlegið að aulunum sem ekki höfðu slíkt,- voru nú alveg mát. Þau höfðu allt í einu ekki efni á keppnisferðum með íþróttafélaginu, sem merkilegt nokk kostuðu alltaf meira en margra stjörnu hótel reisur,- og þau fengu ekki nýjasta Ipadinn, Ipodinn og farsímann....Þau höfðu ekki einu sinni efni á að reka almennilegan farsímareinking með 4G!!!

Og skyndilega gerðist það!

B var tilkynnt að þessi ofurstjórn yrði ekki liðin af öðrum fjölskyldumeðlimum, og að öll vildu þau að A tæki aftur við fjármálum og daglegum rekstri fjölskyldunnar.

Þegar B reyndi að mótmæla og kallaði jafnvel á fund með fjölskylduvinum, sem höfðu séð hvernig A hafði stefnt öllu í voða, í fyrra skiptið,- þá voru þeir fjölskylduvinir kallaðir fasistar og svín og tilkynnt að þeim kæmi þetta bara ekkert við og fjölskyldan þyrfti sko ekki á þeim að halda.

B gaf sig og reyndi bara að hugga sig við að allavega héldi litla fjölskyldan áfram saman.

Tvö ár liðu, A sem hafði náttúrlega þegar sýnt að heiðaleiki í fjármálum var ekki þess sterka hlið,- sukkaði á bakvið tjöldin, en hélt fjölskyldunni í sæluvímu og blindni með 1-2 utanlandsferðum, einbýlishúsi og stórum jeppa. A talaði líka mjög mikið og oft um allt sem skyldi verða keypt aftur, til að sýna öllum að fjölskyldan hefði það sko gott...Alveg SÚPER!!

A, C og D voru öll búin að sannfæra vini og ættingja um að B hefði gert alltof mikið úr hlutunum, og að staðan hefði alls ekki verið svo slæm. Nú væri fjölskyldan komin á græna grein og allur heimurinn skyldi sjá að góðærið væri eina "ærið" sem þessi fjölskylda myndi njóta.

Það sem hvorki C eða D vissu, var að A var á sama tíma að taka alvöru peninga (ekki lánspeninga) af launareikningi A & B og úr menntasjóðum C & D (sem B hafði sett á stofn skömmu áður) og meðan þau nutu lífsins á lánum, að nýju,- stofnaði A reikninga í útlöndum undir nöfnum E & F....

A hafði þegar byrjað að halda framhjá B með F, og E var annar peningafylleríisvinur í fjölskyldunni.

Og skyndilega stóð A með pakkaðar töskur og skyldi halda til útlanda og njóta ávaxtanna af skattpeningum sem A hafði skotið undan, og svo öllum öðrum peningum sem A hafði komist yfir frá ástvinum sínum í þetta skiptið.

C & D urðu æfareið! Og SVO hissa! Þau höfðu aldrei átt von á að A gæti komið svona fram??!!

Þau lokuðu ferðatöskur og vegabréf A inni og  heimtuðu að A hætti að braska með fjármál heimilisins, og skilaði aftur öllum peningunum. Þau heimtuðu líka að A myndi borga ógreidd gjöld og skatta, með peningunum í útlandinu. Þau heimtuðu til og með að B tæki aftur við fjámálunum og rekstri heimilisins. En A þvertók fyrir allt, þrátt fyrir að svikin væru þarna svört á hvítu,- innheimtubréf frá hinum ýmsum lögfræðingum og öðrum, reikningsyfirlit frá erlendu bönkunum þar sem þýfið lá,- þá bara neitaði A fyrir allt.

A neitaði að hafa ekki borgað skuldir, A neitaði að hafa svikið undan skatti, og A neitaði að það væru réttmætir peningar B, C og D,- sem nú lægju í útlöndum. Og mest af öllu, neitaði A að gefa völdin til B,- og benti C & D á að þá yrðu þau að venjast því að lifa eins og "venjulegur almúginn" aftur, og kannski spara í alvöru, kannski jafnvel að borga upp skuldirnar sem A hafði stofnað til, ÁÐUR en þau gætu farið að eyða einhverju.

A benti líka réttilega á að það hefðu nú einu sinni verið C & D sem VILDU að A tæki yfir, svo þau gætu lifað aðeins hærra.....

Þetta var það sem kallað er á vondri íslesnku "Catch 22" ástand, ef A átti að ganga af, og C & D vildu ekki lifa ímynduðu lífi á lánum, spillingu og svikum,- URÐU þau að hjálpa B að borga upp skuldirnar, og lifa af því sem þau áttu,- þau mundu jafnvel mega til með að byrja að vinna með skólanum, til að eiga vasapening...

Hvað gerist næst í þessum fjölskyldudrama?

Hver mun mótmæla hverjum og hversvegna?

Hver mun að lokum taka ábyrgð?

Hver mun benda á að Keisarinn er ekki í fötum, og að til að lifa fyrir 500þúsund á mánuði, þá þurfi maður í raun að þéna a.m.k. 700.úsund á mánuði?

Spennan vex......

Trukkalessan óskar litlu fjölskyldunni alls hins besta, en vonar að umfram allt fjölskyldan finni heiðarleikann og sannleikann að nýju kiss

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband