Þú skalt ekki stela.....

Fyrir nokkuð mörgum árum var Trukkalessan kynnt fyrir þeirri reynslu að verða einstæð móðir. Þetta var ákvörðun að eigin vali og Trukkalessan var sannfærð um að hún myndi spjara sig með því að vinna mikið og fara vel með. Trukkalessan sá fullt af öðrum mæðrum spjara sig á sama tíma, og ákvað að hún skyldi sko ekki vola sér leið "á bæinn" eins og magar aðrar í sömu sporum. 

Í raunveruleikanum fór Trukkalessan illa með peninga, tók lán fyrir bíl sem hún hafði ekki efni á að reka þrátt fyrir góðar tekjur, var úti á lífinu og með öðrum offjárfestingum, stórreykingum og þreksundi í arma Bakkusar, náði Trukkalessan sínum fjárhagslega botni að lokum. 

Upphaf endurbatans varð þegar Trukkalessan varð að játa sig sigraða og leita á náðir bæjarfélagsins. Þar var henni vel tekið af natni og skiningi og allir gerðu sitt besta til að létta róðurinn, svo Trukkalessan gæti haldið höfðinu fyrir ofan vatnsborð skuldafensins. 

Og Trukkalessan segir héðan í frá - í fyrstu persónu: 

Einu sinni á hnén, létti leiðina til að fara í annað sinn á hnén,- í þetta sinn biðja um hjálp í baráttunni við Bakkus. 

Í meðferð lærði ég aftur það sem langamma kenndi mér á fyrstu árum ævinnar,- ég skyldi ekki ljúga að sjálfri mér eða öðrum og ég skyldi ekki stela, hvorki beint eða óbeint,- það er ekkert sem heitir "hvít lygi" lygi er bara lygi,- það er ekkert sem afsakar þjófnað, ekki heldur þjófnaður á almannafé.....

Komin tilbaka til nýs lífs, varð aðalmarkmiðið að verða aftur fjárhagslega sjálfstæð, borga mínar skuldir og vera ekki á framlögum hins opinbera. Því að málið var, ég vissi að ég hvorki þurfti eða varð að vera á opinberum styrkjum,- ég þurfti bara að læra að lifa af því sem ég hafði, og fara sæmilega með. Að lækka kröfurnar, skilja að lítil íbúð var hugsanlega jafngóð og stór, utanlandsferðir voru fyrir þá sem höfðu meira á milli handanna, bíleign var fyrir þá sem áttu peninga til að ekki bara kaupa heldur reka bíl o.s.frv....Og ég lærði og lærði, og smá sleppti tökunum af opinberri líflínu,- og stóð á eigin fótum á lægri launum en ég hafði nokkru sinni haft. 

Við vorum þó nokkuð margar einstæðar mæður sem kynntumst og umgengust um þetta leyti, og vorum í svipuðum sporum.

Ein af þessum konum kenndi mér lexíu sem varð mér afar dýrmæt,- hún keyrði inn á bílastæðið við félagsmálaskrifstofuna á stóra sex strokka, ameríska bílnum sínum,- sem var nýrri en nokkur bíll sem ég hafði átt,- setti sig niður með okkur hinum,- og stundi "Guð, ég vona að þeir hafi peninga og skeri ekki niður, maður á ekki einu sinni fyrir nææærbuxum"....Það eru eflaust margar konur frá þessum tíma sem muna eftir henni, því þetta var hennar frasi,- að eiga ekki fyrir nærbuxum....En,- hún átti fyrir næturlífi, rekstri á rándýrum bíl, feðralögum erlendis, nýtísku fatnaði og tíðum ferðum á hársnyrtistofum bæjarfélagsins,- bara ekki nærbuxum, víst...... Þessi kona var skráð sem einstæð móðir í fjöldamörg ár, fékk bætur, styrki og endurgreiðslur í samræmi við það, meðan nánast allir vissu að hún var í sambúð með manni sem þénaði ágætlega,- en þau skráðu sig ekki saman afþví að þá myndi hún missa allan opinbera stuðninginn...

Eins og fyrr sagði fékk ég góða hjálp og stuðning hjá hinu opinbera, þann stutta tíma sem ég bað um hjálp,- en margar vinkonur mínar, sem höfðu það mjög erfitt, sögðu ekki sömu sögu. Þær máttu nánast leggjast á hnén til að fá hjálp til að eiga til næstu mánaðarleigu,dagvistunar barna o.s.frv....

Á sama tíma og "nærbuxnadrottningin" gekk með fulla vasa af almannafé, afþví að hún hafði "lært á kerfið".....

Ég lofaði mér þá að ég skyldi aldrei misnota kerfið því að það er þjófnaður. Almenningur greiðir skatta til að halda fríum skólakostnaði, lágu gjaldi á heilbrigðisþjónustu, og eins sæmilegu félagslegu kerfi og þjónustu og möguleiki er til.

Þess fleiri sem misnota þetta kerfi, þess minni peningar eru afgangs fyrir þá sem verulega þurfa á hjálp og stuðningi að halda. Þeir sem ljúga sig einhleypa og einstæða foreldra, stela hundruðum þúsundum króna á ári úr vasa skattgreiðenda og mat frá munni þeirra sem eru undir fátæktarmörkum.

En það eru ennþá nærbuxnadrottningar í hinu opinbera kerfi, sem leika leikritið til fulls og fá samúð frá ótrúlegasta fólki,- sem með litlum vasareikni getur lagt saman innkomu viðkomandi, skoðað ákvarðanatökur í daglegu lífi og og horft á eyðsluna,- og skilið að þarna er ekkert að - nema ofneysla. Viðkomandi fólk þarf kannski andlegan stuðning til að komast undan raunveruleikafirringu, læra að segja satt og hætta að stela frá þeim sem eru fátækir,- en ekki meiri peninga,- og að halelúja yfir kjánaskapinn er bara að styðja við ofneyslu og misnotkun.

Þorðu að benda á þá sem stela og ljúga og nota þínar skattgreislur til að leika sér, meðan aðrir svelta......

Megi allir fara saddir að sofa í kvöld..... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband