EINELTI NEI TAKK! Hetja hjólar fyrir aðrar Hetjur!!

Mikið vona ég að allir leggist á eitt, og leggi þessu þarfa málefni lið!!

Nánast allir hafa þekkt einelti, frá einhverri hlið,- verið þolendur, verið vinir eða fjölskylda þolenda,- eða jafnvel verið gerendur.  Gleymið því ekki elskulegu samferðarmenn, að sá sem stendur hjá, og aðhefst ekkert, er gerandi líka.

Einelti er framkvæmt daglega, í skólum, á vinnustöðum og víðar. Einelti er ekki eingöngu framið gegn börnum, heldur fullorðnu fólki líka. Og þegar hópur setur sig í þvílíka stellingar gagnvart fullorðinni manneskju,- ýmist notar hvert tækifæri til að niðurlægja,- eða horfir í hina áttina,- þá er þessari manneskju gert lífið óbærilegt!!

Hvað þá, þegar um minstu samborgara okkar er að ræða,- blessuð börnin. Grimmdin sem einkennir einelti, er langtum meiri,- en við eigum nokkurn tímann von á að okkar börn auðsýni öðrum börnum. En ef við veigrum okkur við umræðuna, heima, á foreldrafundum og allsstaðar þar sem hægt er að koma ákveðnum skilaboðum til barnanna,- skilaboðum sem segja "ALLIR foreldrar og kennarar eru samtaka um að einelti verður ALDREI liðið, í þessum skóla/félagsskap/hóp",- mun ekkert breytast.

Ég þekki einelti af eigin raun. Ég bý enn að því að hluta,- þó ég hafi verið svo ljónheppin að geta unnið mig útúr mesta sársaukanum. Að hafa verið 'Feiti nördinn með gleraugun'.....Situr enn í mér.  Ég veit í dag, að ég var ekkert verri en hinir, en ég sakna þess að eiga ekki fölskvalausar minningar úr skóla, eins og margir mínir vinir.

Ég hef sett biturðina til hliðar, ég hef fyrirgefið grimmdina og aðgerðarleysið í hjarta mínu,- en ég er tilbún að ganga langt, til að standa í vegi fyrir að önnur börn og unglingar, þurfi að ganga gegnum sömu líðan sem fylgir manni langt fram á fullorðinsár.

Ég hef alltof oft séð sömu hluti endurtaka sig síðan,- séð sinnuleysi skólayfirvalda, séð og heyrt foreldra sem neita að gangast við að gerendurnir séu þeirra börn,- að þau verði að stöðva, og þau þurfi aðstoð til að hætta að kvelja önnur börn....Sorglegt!!

Eg barnið þitt er oftast eitt á ferð, fær ekki boð í afmæli, tekur ekki þátt í félagslífi, sínir enga tilhlökkun fyrir umhverfi sínu,- athugaðu þá hvort allt sé í lagi,- og MUNDU að benda barninu þínu á, að það muni fá ótakmarkaðan stuðning þinn!!  Hikaðu svo ekki við, að ganga alla leið, gagnvart hverjum þeim sem draga skal til ábyrgðar.  Fáðu félagsskapinn Jerico; sem Jakob Einar hjólar fyrir, til liðs við þig!! 

Ekki gleyma að gerandinn og fjölskylda hans mun líka þurfa aðstoð og styrk til að breyta sínu munstri, og opna augun fyrir réttu og röngu.

Ég ætla að leggja fé til þessarar söfnunar, og vona að þú gerir það sama!

Með baráttukveðjum til þeirra sem standa saman gegn einelti!!

Góðar stundir

Steinunn Helga Snæland


mbl.is Á hjóli með kokk og fellihýsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Helga

Þú ert yndisleg. 

Ingibjörg Helga , 1.9.2009 kl. 17:45

2 Smámynd: Steinunn Helga Snæland

Takk fyrir hly ord, mitt framtak er litilvaegt midad vid thitt,- Inga min!

Steinunn Helga Snæland, 1.9.2009 kl. 18:13

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

flottur pistill hjá þér Steinunn. hann fór framhjá mér þar sem ég hef ekki sinnt blogginu eftir að ég fór til noregs..

Óskar Þorkelsson, 6.9.2009 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband