"Ekki mér að kenna".....

Trukkalessan sá sorglega frétt á netmiðlunum í dag. 

Í fréttinni var fjallað um fimm hunda sem hafa gengið lausir á sauðfé á Suðurlandi, og drepið á hrottalegan hátt. 

Talað er um í fréttinni, að tveir Labrador hundar hafi verið drepnir, en leitað sé þriggja annarra hunda. 

Labrador hundar sem drepa sauðfé??

Í alvöru?

Mín reynsla af Labradorhundum er að þeir ráðast ekki á neitt dýr eða fólk, ef þeim hefur ekki verið kennt það eða þeir misnotaðir/kvaldir á annan hátt. 

Í kommentakerfi fréttar var kvenmaður sem skyldi ekki í að fólk vildi kenna eigendum um, að hún hefði "misst hundinn sinn" þar eð honum var lógað, eftir drápin. Búhúhú....

Nú,- þá er spurningin, ef eigendum hundanna er ekki um að kenna, hverjum þá?

Kannski að kenna sauðfjárbændum fyrir að vera að þessu sauðfjárbrölti sem allir vita að hefur ekki borgað sig í mörg ár? 

Kenna rollunum um að vera að þessu jarmi og hlaupum, og egna þar með hundana?

Kenna hundunum um, fyrir að slíta sig lausa (ALLIR fimm hundarnir!!??) og þar með koma sér í þessa aðstöðu? 

Fyrirgefið,- fyrir Trukkalessunni er málið nauðaeinfalt. Hundaeigandi ER ÁBYRGUR fyrir hundi sínum, jafnt/(meira en) og foreldrar fyrir börnum sínum. 

Munurinn er að það eru lög um lausagöngu hunda og fyrsta augljósa brotið í þessu máli, er lausaganga. 

En lausaganga hefði kannski ekki verið stórmál ef hundaskarinn hefði ekki verið svo herskár og morðóður sem raun ber vitni. Það bendir til að það sé farið illa með einhverja - ef ekki alla, þessa hunda.

Venjulegir hundar ráðast ekki á fé, þeir elta, stríða og velta fyrir sér,- en fara ekki í flokkum og slíta innyflin útúr hlaupandi kindum......

Ef þessir hundaeigendur hefðu verið í Noregi, væru hundarnir kannski á lífi og reynt yrði að finna útúr hverjir þeirra væru hættulegir og hverjir bara illa vandir af að búa hjá fólki sem ekki nennti að annast þá.

Eigendurnir hinsvegar YRÐU dregnir til ÁBYRGÐAR og myndu aldrei fá að eiga dýra aftur, auk þess að borga sektir og skaðabætur.....

Trukkalessan telur að í þessu máli sé ekki spurning um að nota þann kostinn,- byrja á ábyrgðaraðilunum og láta hundgreyin mæta afgangi, þeirra er ekki sökin nema að mjög litlu leyti. 

Góðar stundir og pössum málleysingjana okkar vel <3 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband