Steinunn Helga Snæland

Steinunn Helga Snæland er fjögurra barna móðir, tvífráskilin, gift í það þriðja en samt sjálfs sín herra....


Hún hefur gert ýmislegt sér til dundurs á lífsleiðinni,- s.s. unnið í saltfiski og öðru sjófangi, verið aðeins til sjós, keyrt trukka af öllum stærðum og gerðum, unnið sem nætur-öryggisvörður, nætur aðhlynning á spítala, umönnun og starfsþjálfun fatlaðra, kranastjóri , flugbrautareftirlit og snjóhreinsun, flugþjónusta, teppahreinsun, verslunarstjóri, flugturnþjónusta, flugvallarslökkvilið, NATO/UN í Kosovo, UN í Burundi og í DRC Kongó, sem öryggisfulltrúi og lífvörður.  Nú starfandi rútubílstjóri í Noregi.


Steinunn ann lífinu, og vill helst njóta hvers dags, sem hann sé hinn síðasti.  Hún unir sér vel eftir að hafa hleypt heimdraganum,- en er jafnframt þakklát á hverjum degi, fyrir að vera Íslendingur. Sér þó ekki alveg fyrir sér að flytja aftur heim, eins og henni líður í dag; en allt er í heiminum hverfult, og Steinunn hefur aldrei verið hrædd við að skipta um skoðun, jafnvel þó hún hafi afar sterkar skoðanir á hverjum tíma........


Steinunn kemur til næstum Íslands árlega, og á þá venjulega einn glimrandi mánuð með börnum sínum og öðrum fjölskyldumeðlimum, og einstaklega góðum vinum,- þetta fólk er allt hennar líf og yndi.  Og að koma á sumrin og njóta hinna björtu íslensku sumarnátta,- geta skellt sér í veiði á hvaða tíma sólarhringsins sem er,- það sér Steinunn sem forréttindi alheimsins!!

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Steinunn H. Snæland-Bergendal

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband