Færsluflokkur: Bækur

Sturla í Vogum....Nú öllum að gagni!

Best bók EVER!! 

Og ef nokkru sinni, landsmönnum til gagns,- þá er tíminn núna.

Vinur minn rétti mér þessa bók fyrir tilviljun, fyrir nokkuð mörgum árum.   Ég var ekkert alltof spennt, meira fyrir almenna reifara, glæpasögur og stríðsbækur, í þá tíð,- en þessi bók opnaði mér nýja veröld (og gamla!!)

Sturla í Vogum, er skapaður af Guðmundi Hagalín,- ég var nú ekki alveg dolfallin yfir Kristrúnu í Hamravík, eins og margir,- en Sturla í Vogum setti allt tilfinningaflæðið af stað.  Ég hló og grét, varð reið og stolt yfir lestri þessarar bókar, og ekki hafa margar bækur náð svo gjörsamlega inn í sálartötrið á mér!

Sturla í Vogum, söguhetjan sjálf,- er eftirminnilegur karakter,- útvegsbóndi af gamla skólanum, sem er fullur af þversku og stolti hins vinnandi manns, og lætur ekki einu sinni segjast, þegar almættið slær hann um koll. Hann og allar aðrar persónur bókarinnar, eiga sér nútímafyrirmynd, í mínum huga. 

Þessi bók fyllti mig þjóðar-drambi, sem ég hef ekki oft fundið fyrir. Fyrst útaf viðskiptum Sturlu og annarra samferðamanna hans, við Dani, en miklu heldur þegar Guðmundur fer frjálslega með söguna af "fyrsta landhelgisgæslu bátnum",- en sá kafli kom einstaklega skemmtilega út, og hefði getað verið dagsannur.

Bókin er gerð um þann tíma, þegar enn var borin virðing fyrir hinni vinnandi alþýðu, þ.e.a.s. af hinni vinnandi alþýðu.  Oft voru réttindi leigubænda, lítil sem engin,- og endurspeglar sagan það vel.

Sagan tekur fyrir svo margt í senn, vináttubönd, svik, hroka, ást, virðingu og virðingarleysi, dugnað, seiglu, þrjósku, einurð, slægni, glæpsamlega framkomu, fjölskyldumat, fátækt, ríkidæmi ofl.ofl.ofl.......

Uppúr stendur, að í því svartnætti sem virðist skera gegnum íslensku þjóðarsálina í dag,- þá er Sturla í Vogum holl lesning, og getur eflaust sýnt mörgum að það gæti verið verra ástand,- og að ef maður heldur fast í sjálfsvirðinguna, þá birtir öll él upp um síðir.

Mæli með henni!

Góðar stundir elskurnar

Steinunn

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband