Eru jólin að koma?

Ég haf sjaldan verið "jólamanneskja"...

Ég vann með stúlku á Esso Grillinu á Egilsstöðum 1999, og ég finn ennþá fyrir hárunum rísa á handleggjunum á mér,- þegar um miðjan október ómuðu jólalög um allan salinn og eldhúsið, rétt eftir lokun (sem betur fer)....Ég gargaði á þessa vinkonu mína, sem kom ljómandi af hamingju útúr eldhúsinu, og tilkynnti mér að NÚ væri tíminn til að koma sér í "jólagírinn".... Einlægnin og hamingjan í svip hennar og brosi, kom mér bara til að skellihlægja að þessum annars fáránlegu aðstæðum laughing

Ég hef oft hugsað síðan, að ég vildi vera "jólabarn" eins og hún. Hún Ragga mín, þessi elska er fullorðin tveggja barna móðir, núna,- og er enn þetta jólabarn. Það er bara dásamlegt smile

Ég missti mikið af svona gleði, þegar ég vann erlendis í fátækum og stríðshrjáðum löndum, þá áttaði ég mig neysluæðinu í löndum mínum (og mér) og hve lítið við metum í raun, litlu hlutina,- sem ættu að vera dýrmætastir.

Við lifum í landi sem ekki er stríðshrjáð, en kvörtum samt stöðugt útaf "stjórninni"....Sem við kusum yfir okkur.....

Við lifum í landi þar sem ÖLL börn fá menntunartækifæri, ekki bara þau ríku.

Við lifum í landi þar sem allir eiga jafnan rétt á heilsugæslu.

Við lifum í landi málfrelsis og ritfrelsis.

Við lifum í landi þar sem talað er um "fátækt" þegar ennþá er samt matur á borðunum.

Við lifum í landi með hreinu drykkjar/neyslu og baðvatni, heitu og köldu eftir þörfum eða bara löngun hvers og eins.

Við óttumst sjaldan að taka göngutúra ein, á daginn og nóttunni, á fjölförnum eða fámennum gönguleiðum,- afþví að við búum við ótrúlegt persónu öryggi.

Við læsum ekki bílunum á meðan við stoppum á umferðarljósum, eða gatnamótum....

Við felum ekki handtöskuna/veskið eða annað sem við berum með okkur.

Við verðum ekkert ofboðslega hrædd ef börnin skila sér ekki akkúrat á tilteknum tíma heim.

Yfir hverju höfum við að kvarta þá?

Alltaf hægt að finna sér eitthvað til, og gleyma því sem er svo augljóslega hægt að vera þakklátur fyrir.

Áttu fjölskyldu og ástvini, sem búa við sama öryggi og þú? Ertu ekki þakklátur fyrir það?

Það er ég, þegar börnin mín eru í öryggi,- þá er ég þakklát....

Þegar foreldrar mínir eru í öryggi, þá er ég þakklát...

Ég hef séð alltaf mörg börn og alltof marga foreldra, sem búa ekki við það öryggi sem mín gera....

Og jólin, jú þau koma....Og fara á ný....En í ár koma jólin til mín þegar yngsti sonurinn kemur í heimsókn til okkar,- það verður stóra jólagjöfin í ár smile

Ég er jólalegri í ár en oft áður, sauma jóladúka í mínu nýfundna reykleysi,- til að hafa eitthvað að gera við hendurnar, sem annars þekkja það bara að bera sígarettuna mína uppað vörunum, og slá svo af öskuna og drepa loks í smile

Ég þarf bráðum að fara að ráði Röggu vinkonu minnar, og spila jólalög með handavinnunni, það verður ábyggilega upplifun!

Ég óska ykkur öryggis, ég óska ykkur gleðilegs jólaundirbúnings,- í hófi.....

Gangið um gleðinnar dyr, kæru vinir og munið hvað þíð eruð rík, þrátt fyrir allt......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

<3 hahaha já LOKSSINS eftir 15 ár TÓKST mér það ÓMÖGLEGA :)  JESS !! flott lesning og falleg elsku hjartans vínkona <3   Takk fyrir falleg orð til mín elsku gull, LOVJÚ <3  Gleðileg Nóvember jól hóhóhó og til hamingju með að vera tilbúin að lengja þennan dásamlega tíma :)

Ragga Sveina (IP-tala skráð) 14.11.2014 kl. 09:48

2 identicon

Þetta eru sko orð sem hægt er að taka til sín flotta stelpa. Hugsa stundum að það væri sniðugt að hafa svona mánuð á ári sem allir þyrftu að prófa að fara til landa sem hafa það ekki svona gott eins og við hér í hinum vestræna heimi. Þá myndum við kannski sjá betur hvað við höfum það alltof gott hérna megin. Gaman hjá þér að sitja og sauma jóladúkinn þinn fallega og hugsa til Röggu vinkonu þinnar. Sendi knús til þín með þessum orðum. Og hrósa þér endalaust fyrir reykleysið. ;-)

Arna Ósk Arnbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 14.11.2014 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband