Trukkalessan rakst um daginn á kvennablaðs-skrif eftir unga, nýbakaða móður.
Minnti óneitanlega á krakkann sem við flest munum eftir úr æsku,- litla frekjukvikindið, sem "mátti" aldrei tapa. Foreldrarnir voru svo uppteknir af að byggja upp sjálfsálit ungans, að þeir skeyttu í engu að önnur börn yrðu að tapa í hinum og þessum leikjum, og borga þar með fyrir krógann sem aldrei tapaði.....
Hann eða hún yrðu "svo sár" ef hann eða hún tapaði í leik....Hvílíka endemis firran....
Svo les maður grein af kvenablad.is eftir eina konu, sem er svo greinilega afsprengi svona uppeldis, og er ljóslega of vitlaus til að skilja það.....
Kona þessi hafði setið með vinkonu sinni (sem skv greininni er tveggja barna móðir VÁÁÁ!!) og þær eru svo slitnar og lúnar, önnur með eitt barn og hin með tvö, þær hafa ekki getað sofið, horft á heilan þátt í sjónvarpi eða annað sem þær gátu áður,- í langan tíma...En þær laga þetta allt með reglulegu rauðvínsþambi og henni finnst það alveg til að hrósa sér af...Örugglega hollt fyrir litlu börnin....
Lítil ábyrgð í svona skrifum, ég vona að tilheyrandi yfirvöld geri sér grein fyrir að fylgja málinu eftir og athuga með öryggi barnanna...
En þarna sitja þær vinkonurnar semsagt og mæra upp sjálfsvorkunnina í hvorri annarri,- og hvað er þá betra en að rakka niður þriðju manneskjuna, sem er ekki einu sinni á staðnum? Samkvæmt skrifum ljóskunnar á kvennablað.is, þá fara þær vinkonur nú stórum við að slúðra um að sú þriðja sé ómerkilegur lygalaupr og ekki sé orði mark á takandi að hún setji á FB myndir eða "statusa" af sínum daglegu verkum. Þær fara stórum í að ásaka viðkomandi um að ljúga upp flestu sem hún hefur sagt frá og ef það er ekki nógu ómerkilegt, þá hefur hún ábyggilega falsað myndir sem hún hefur stolt sett inn á netið af matargerð eða öðru sem hún gerir...
"Berin eru súr" segir á einum stað...Þessi ótrúlega öfundsjúka og illgjarna skribba kvennablad.is, ætti að lesa þá sögu. Það segir í hennar kvittun við skrifin að hún sé rithöfundur af fjórum bókum, sjónvarpþáttarstjórnandi og móðir.... Ég hef aldrei heyrt neinn minnast á bækur hennar, svo ekki getur henni hafa tekist vel upp í bókaskrifunum. Ég hef verið blessunarlega laus við íslenska sjónvarpsþætti í mörg ár, og hef þarmeð aldrei séð þetta þéttsparslaða andlit fyrr en með nefndri grein,- og ég held að móðurhlutverkið gangi ekkert of vel heldur, miðað við klögutóninn í skrifunum. Nema náttúrulega að vesalings barnið sé sárveikt og vaki því 20 tíma á sólarhring, þá á hún samúð mína alla, og það útskýrir líka lítillega öfund og illkvittni í annarra garð.
Trukkalessan á fjögur börn, og sleit aldrei með svefn. Þau sváfu á nóttunni og lögðu sig á daginn....Ekkert mál.
Ég þurfti að stilla drykkju í hóf og snúa mér að því að haga mér eins og móðir og húsmóðir, vegna barnanna minna. Þar með talið var að þrífa, baka, elda og gera alla þá hluti sem formæður okkar hafa gert án þess að kvarta. Nema ég hafði það mikið léttara, ég hafði tæki og tól sem þær dreymdi ekki um að yrðu nokkru sinni til,- móðirin í dag hefur það enn betra,- enn fleiri tæki og tól til að létta lífið og tilveruna og gera helling skemmtilegt á heimilinu, án þess að slíta sér of mikið út.
En svo eru þær sem væla stöðugt, og enginn skilur hversvegna þær eru að eiga börn....Kemst ekki í ræktina, braut nögl, á ekki fyrir strípum, get ekki horft á sjónvarp, hef ekki tíma fyrir "mig"....
Og til að láta sér líða betur, taka þær sér dýrmætan tíma til að rotta sig saman og slúðra um hinar, sem eru að reyna að gera sitt besta, og geta ekki þolað að þær hífi kannski aðeins upp sjálfsvirðinguna á FB með því að segja frá og birta mynd....
Ég er á FB...Í dag erum við bara tvö í heimili, ég og minn elskulegi,- og ég hef óratíma að drepa.
Afhverju?
Afþví að í fyrra gerðist það sem ég óska engum, heilsan gaf sig....Ég hef ekki unnið í meir en hálft ár, og veit ekkert um hvenær ég kemst að vinna aftur.
Þegar svona gerist, þá hrynur til dæmis sjálfsvirðingin...Ég hef byggt upp mína tilveru á því að vera heiðarleg, ærleg og vinna mikið....Þetta finnst mér það mikilvægasta í lífinu....
Svo missi ég eitt, þá held ég áfram að vera heiðarleg,- en ég þarf að hafa mikið fyrir að fá ekki ógeð á mér fyrir að vera ekki á vinnumarkaðinum.
Svo ég hætti að reykja og byrjaði að sauma í.
Ég baka mikið, næstum öll okkar brauð og svo fullt af kökum og kringlum og snúðum o.s.frv...
Ég geng, í síðasta mánuði gekk ég meir en 120km í kraftgöngu. Í þessum mánuði næstum ekkert, vegna heilsunnar, en ég montaði mig helling í síðasta mánuði...
Og það er málið, ég segi frá á FB hvað ég er að gera,- því þeir sem mér þykir vænt um,- þeir senda mér hlý og jákvæð orð, örva mig og hvetja mig áfram,- og ég reyni að gjalda í sömu mynt.....
Ég hef þvegið margar vélar og þurrkað fyrir hádegi, sama dag og ég baka brauð, gref lax og elda mat.... Vinkona mín myndi aldrei samþykkja að ég hefði þvegið og þurrkað fjórar vélar, því hún strjauar ALLT,- hún strjauar líka nærfötin!!!
En hún hefur samt ALDREI kallað mig lygara....
Afþví að hún veit að við metum hlutina ekki eins, við setjum misjafnlega stóra punkta yfir "I-in"....
Sem betur fer erum við ekki öll eins, við skipuleggjum okkur misjafnlega vel eða setjum misjafna hluti í forgang.
Ég t.d. hef ekki áhuga á að setja meik á mig daglega, ég hef ekki lakkað neglurnar í áravís, og þegar sá gállinn er á mér,- rápa ég um á náttfötunum allan daginn. En með að spara þann tíma sem færi í að taka "nýmeikaða-uppdiktaða-selfie",- hef ég skapað tíma til að sauma í, baka brauð, búa til graflaxsósu, útbúa franska lauksúpu fyrir morgundaginn og margt margt fleira....Ég er nefnilega "náttúrulega sæt" og þarf ekki að "meika mig upp í það" :) :) :)
Og ég geri ekki lítið úr dugnaði vina minna, hvorki við aðra vini mína,- eða á bloggi/kvennblad.is... Það finnst mér lýsa ómerkilegheitum og vona að vinkonur viðkomandi viti hvernig hún hugsar og talar niður til þeirra sem eru duglegri eða betur skipulagðar, en hún.
Góðar stundir elsku vinir!!!
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vel skrifað hjá þér Steinunn Helga. Heyr,heyr.
Margret Johannsdottir (IP-tala skráð) 4.5.2015 kl. 17:57
Frábært blogg að vanda mí kæra:)
Anna María (IP-tala skráð) 5.5.2015 kl. 11:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.