Jæja, þá er bara einn dagur eftir til jóla...... Get nú ekki almennilega "hrokkið" í jólagírinn hér úti, það er hvorki kalt eða snjór, þó svo nú sé búið að hrúga yfirgengilega miklu af jólaseríum um allan bæ, mörgum til mikillar undrunar. Þetta er víst í fyrsta sinn sem þetta sést hér í þessum mæli.
Ég er farin að hlakka til að sjóða íslenska hangikjötið, skelli því upp á morgun, þar eð ég vil bera það fram kalt á jóladag. Svo er bara að vona að ég haldi rafmagni...... Búin að kaupa nokkra forrétti, til að fylla gestina fyrir mat, því nú er ég orðin logandi hrædd um að hangikétið dugi ekki. Stór vandamál, lítil vandamál...... En ég er lánsöm, ég á góða vini, sem munu verða mér til stuðnings og skemmtunar, þegar ég sakna strákanna minna á jólunum.
Um áramótin verðum við systurnar svo í Nairobi, þar sem ég ætla að gera mitt allra besta til að kynna Afríku fyrir stóru systur minni,- þ.e.a.s. túristahliðinni...... Nairobi er yndisleg, eins og heimili að heiman, undanfarin ár, og þar fæ ég þá tilfinningu að vera komin í menningarumhverfi aftur. Innfæddir í Kenya hafa verið mér góðir, og ég hlakka til að hitta vini mína.
Hveð um það, ég óska ykkur öllum Gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári (klisja, ég veit),- og þakka ykkur öllum, sem hafið verið þarna fyrir mig á liðnu ári. Hittumst heil!!!
Kveðja
Steinunn
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
eigðu góð jól, ef rafmagnið þrýtur, er þá ekki bara hægt að nota eldivið ? einn góðan trúboðapott að láni frá innfæddum og sjóða hangiketið í honum
Óskar Þorkelsson, 23.12.2007 kl. 12:12
Elsku frænka, ég óska þér þess nákvæmlega sama og þú ritaðir hér að ofan! (jólakortið þitt kemur svo með mömmu...)
Vona svo heitt og innilega að þið muttý mín munið skemmta ykkur el og njóta hverrar annarar þessa daga sem hún verður hjá þér.
Lov jú
Guðný Drífa Snæland, 23.12.2007 kl. 12:23
Gleðileg jól og farsælt komandi ár Steina og fjölskylda.
Kveðja frá Eiðum.
Ps: Hvít jól hérna á Eiðum í ár.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 23.12.2007 kl. 13:36
Langaði bara til að klára að segja Gleðileg jól
það var rosalega gott að heyra í þér
leitt með síma drusluna sem ákvað að ljúka þessu hratt og snöggt
var búin að senda þér kveðju en sá ekki að þú værir að opna svo ég bæti þessari við
vaknaði í gær og leit út allt orðið hvítt eins og fallegt póstkort
frost kveðjur héðan af klakanum
kossar og knús
Erna og Co
Erna (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 13:19
Elsku frænka eigðu innilega góð jól, vonandi gekk vel að sjóða hangikjötið í gær. Veit að þið systurnar munið eiga frábær áramót saman, kveðjur til ykkar. Soffía
Soffía Snæland (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 14:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.