Sko, minn skilningur er, að "bullur" eru fótboltaáhangendur, sem oft viðhafa ósæmilega hegðun, hótanir, skemmdarverk og ofbeldi,- sem tengist eingöngu fótbolta eða öðrum hópíþróttum.
En að ætla að kalla þann sem almennt beitir ofbeldi, og þá sér í lagi undir einhvers konar annarlegum áhrifum, og þá jafnvel gegn lögreglu,- "bullur",- hljómar bara ekki rétt.
Hinsvegar er ég alveg sammála því, að öll ofbeldismál ætti að taka sterkari tökum,- mér hinsvegar tekst ekki að skilja muninn á ofbeldisverki gegn lögreglumanni eða öðru fólki. Afhverju má ekki vopna maka, sem verða fyrir reglulegu ofbeldi af sínum "betri" helmingi,- með stuðbyssum? Og enn og aftur, það eru ekki bara karlar sem berja konur sínar, það er aldeilis að virka í báðar áttir.
Ég er á moti öllu ofbeldi, en ég held að leita lausna með stuðbyssum eða öðrum vopnum, sé ekki lausn. Það hefur margoft sýnt sig, að linkind íslenskra stjórnvalda, er það sem elur á stjórnleysinu. Lengri og þyngri dómar, og kannski fangelsi sem virka sem hegningarhús,- í stað þess að vera borin fram sem heimavistarskólar,- tel ég að yrði miklu árangursríkara í baráttu gegn hinum ýmsu glæpum.
Þetta þykir eflaust mörgum stórt upp í sig tekið, en ég minni á hið saklausa fórnalamb illvirkja og ofbeldisfólks,- ef fórnarlambið ert þú sjálf(ur) eða einhver þér nákomin(n),- ekki þá reyna að segja mér, að þér finnist ásættanlegt að refsing viðkomandi sé að sitja í íslensku fangelsi, með 4-5 ágætismáltíðir á dag, geta stundað nám til stúdentsprófs, unnið hlutastarf skattfrjálst o.s.frv. á meðan fórnarlambið er e.t.v. að fara í gegnum hverja aðgerðina á fætur annari, til að reyna að bjarga auga, kippa kjálka/nefi eða öðrum líffærum/limum í liðinn, eftir verknaðinn. Það er hreinlega ekki sanngjarnt,- og alls ekki "réttlæti",- mín skoðun.
Njótið þessa dags,- því hann er það sem skiptir máli,- gærdagurinn er minning og morgundagurinn er draumur,- njót því þessa dags og gerið sem mest úr honum.
Góðar stundir elskurnar!!!
Bullur teknar nýjum tökum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 43518
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skynsamur hann Sumarliði.
Væri nær að dæma ofbeldismenn og konur til samfélagsþjónustu á bráðamóttökum, og að takast á við afleiðingar gerða sinna.
Engin ástæða að stofna einhvern glæpaháskóla og þjálfunarbúðir fyrir liðið, með því að safna þeim saman í búðir eða fangelsi.
Þá mætti laga ýmislegt, til dæmis að nota ökklaband til að fylgjast með ferðum manna, samkvæmt úrskurði dómara, ekki eftir geðþótta lögreglu, og svo má alveg taka upp útlegðardóma og svipta menn og konur þannig réttinum til að vera Íslendingur og reka þá úr landi eftir afplánun.
Óttastjórnun að hætti Bandríkjamanna er leið sem ekki á við í samfélagi sem er eins og Ísland er enn í dag, fjölskyldusamfélag.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 24.12.2007 kl. 14:45
Ég er alveg sammála því að Sumarliði er snillingur :) ég get líka tekið undir að samfélagsþjónusta er falleg hugsun, en ekki jafn hugguleg í framkvæmd. Allavega sé ég ekki fyrir mér að ég yrði mjög hamingjusöm ef ég kæmi á bráðamóttökuna og þar væri einhver sem hefði beitt náinn vin minn ofbeldi, vinurinn kannski enn að undirgangast aðgerðir eftir verknaðinn,- og ofbeldismaðurinn væri að huga að mér á spítala, sem einhver miskunnasamur samverji.......Einhvernveginn passar ekki..... Það er eflaust einhver millivegur sem má finna, sem myndi gera alla sáttari við úrlausnir...... Takk fyrir ykkar innlegg, mínir kæru!!
Steinunn Helga Snæland, 26.12.2007 kl. 08:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.