Jæja, aðal- jóladagarnir eru að baki, og fékk að reyna ýmislegt fyrir, í og eftir mataboðið mitt...... Dramadagur, ef ég má segja svo.
Við vorum í matarboði á aðfangadag, og gistum þar, svo ég ákvað nú að rífa mig upp fyrir klukkan átta um í gærmorgun, til að sjóða hangikjötið. Kom heim, skellti því í pottinn, og WHAM!! Rafmagnið fór af, tíu mínútum seinna!! Við erum með vararafal, sem að sjálfsögðu keyrir EKKI loftkælinguna og eldavélina í í búðinni.....
Konan dó þó ekki alveg ráðalaus, átti í fórum mínum eina fondue hellu, sem ég skellti í samband og þar skyldi nú hangilærið malla í friði og rró. Sem það gerði sannarlega, því ekki virkaði hellan nú rétt eins og eldavél, svo þetta var hæg soðning frameftir degi. Þá var að skipta yfir á kartöflurnar, sem ætluðu aldrei að sjóða.
Við undirbjuggum forrétarhlaðborð, Norskan reyktan lax, ristað brauð, tíu tegundir af ostum, kex og vínber, gæsalifur og íslenskan kavíar, þrjár tegundir- sem ég fann í Kinshasa!!!
Gestirnir tyndust inn um sexleytið, kartöflurnar enn að malla, ekkert rafmagn enn,- og við settumst út á svalir með drykki og forréttina. Allt var í góðu, nema ég var farin að kvíða því að elda uppstúfinn á hellunni góðu. Loks gat ég ekki dregið lappirnar lengur, við skrældum kartöflurnar, og ég byrjaði að bræða smjörið,- þá PÚFF!!! Kom ekki rafmagnið á aftur!!!!
Ég hugsaði sigri hrósandi að þetta væri minn dagur eftir allt saman,- uppstúfurinn var tilbúinn á augabragði, og við settumst að borðum. Aðeins einn gestanna minna hafði smakkað hangikjötið sem ég bauð í fyrr í sumar, og þau voru öll jafn svakalega hrifin af matnum, og hversu ólíkt hangikjötið væri öllum öðrum mat sem þau hefðu smakkað. Eftir matinn var spjallað og hlegið, fínt kvöld eftir dramatískan dag.........Jamm......Akkúrat.....
Gestirnir fóru rétt fyrir ellefu, við tókum saman og gengum frá,- og rétt sem félagi minn fer inn í herbergisálmuna, heyrði ég fyrstu þrumuna úti. Svalirnar eru yfirbyggðar, og ég elska eldingar, svo ég dreif mig út aftur og settist niður til að njóta alls þess sem glæsilegt þrumuveður og úrhellisrigning hefur uppá að bjóða. Ég kallaði svo í vin minn, og ráðlagði hionum að koma út og njóta þessa samspils með mér. Hann hinsvegar kom út, og sagði mér að kannski hefði ég meiri áhuga á að sjá hvað væri á seyði inni í íbúðinni minni.
Þegar ég kom inn, var mér allri lokið,- einhversstaðar hafði eitthvað affall stíflast, og nú pípti vatn gegnum loftkælinguna í stofunni,- eins og Gullfoss!!! Fyrst var að klifra uppá borðstofuborðið og slökkva á loftkælingunni, og kippa lampa sem var kominn á kaf í vatn, úr sambandi.... Vatnið hélt áfram að streyma inn með sama ofsanum. Ökkladjúpt vatn á svipstundu, ég er ekki að ýkja það! Svo var að reyna að finna upptökin,- tóskt ekki,- hringja í húsvörðinn,- og byrja að þurrka upp það sem hægt var, og setja bala undir loftkælinguna,- sem mátti tæma á innan við fimm mínútna fresti!!......Til að gera langa sögu stutta, við vorum búin að þurrka íbúðina klukkan tvö í nótt, við þurftum að færa ÖLL húsgögnin úr stofunni o.s.frv. o.s.frv........
Lífsreynsla, eh?
Og mórall þessarar sögu? Ef ég hef matarboð í Kinshasa, elda þá daginn áður. Ef Guðirnir eru svo góðir við mig, að redda rafmagninu á hárréttum tíma, eins og í gær,- þá ekki að sýna þá autrú og heimsku, að álíta ekki að þeir nái manni ekki í annan stað.
Þegar það rignir í Kinshasa eru allavega helmingslíkur á að það sem á að virka í íbúðinni, virki ekki,- svo ekki setjast út á svalir að njóta rigningarinnar, heldur sittu og starðu á íbúðina þína................!!!!
Já það held ég nú, ótrúlega gaman og fyndið, þegar það var afstaðið hehehehehehehe
Vona að þið hafið öll átt dásamlega hátíð,- og munð eiga góðan dag,-
Steinunn
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 43518
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta hlýtur að hafa verið skemmtileg lífsreynsla.. eftirá :)
Óskar Þorkelsson, 26.12.2007 kl. 09:37
BWHAHAHAHAHA! Held ég hafi heyrt í þér blótið hingað á klakann!!!
Gleðileg jól gæska
Guðný Drífa Snæland, 26.12.2007 kl. 14:09
Allt er gott sem endar vel og ekki er verra þegar maður lærir einhvað í leiðinni :) Kv.Soffía
Soffía (IP-tala skráð) 26.12.2007 kl. 14:11
Steinunn...
Gott að þú ert með "rautt" naglalakk líka á táslunum við skúringarnar..
hahahha er enn í krampakasti .....
kv.
Tóti
tóti (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 21:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.