Frábært starf og Íslendingar alltaf til í að "fara út að leika"

Mér finnst það alltaf jafnmikilvægt að Íslendingar versli flugelda af samtökum eins og Skátum, Slysavarnarsveitum og Landsbjörg. 

Ég held að það sé ekki til sá Íslendingur sem hefur ekki fundið til þakklætis þegar félagar þessara samtaka hafa lagt sig í hættu og vosbúð til að bjarga mannslífum á landi og legi. Við þekkjum öll einhvern sem hefur þurft á þeim að halda, og ekkert heldur aftur af þeim, þótt þeir slíti sig frá öryggi eigin heimilis eða vinnustaðar, til að leita einstaklinga eða bjarga einstaklingum, í neyð.

Ég óska þess að salan verði meiri en nokkru sinni fyrr, og að við höldum áfram að styðja við allt það óeigingjarna starf sem þessi samtök leysa glæsilega að hendi.

Sem betur fer eru Íslendingar (sér í lagi íslenskir karlmenn) alltaf tilbúnir að haga sér eins og fimm ára krakkar, allavega einu sinni á ári,- og dúndra flugeldum upp í loftið  :)

Góðar stundir elskurnar!!!

 


mbl.is 800 tonn flugelda í loftið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Drífa Snæland

Heyr heyr! Það á alltaf að kaupa allt sem björgunarsveitirnar bjóða uppá!

Einhversstaðar má finna færslu um starf björgunarsveitamanna og þeirra sem standa þeim næst (því það fólk vill oft gleymast...) á blogginu mínu.

Guðný Drífa Snæland, 27.12.2007 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband