Við systurnar komum til Nairobi frá Kongó og Noregi, þann 29.des. Ég hef aldrei séð Nairobi svona, eins og draugabæ,- ekki bíll eða hræða á götunum, ekkert nema vígbúnir hermenn, lögreglulið og riddarasveitirnar.
Í stað þess að vera ca 40 mínútur frá flugvellinum, tók ferðin 10 mínútur. Ef ástandið væri ekki svona alvarlegt, vegna kosninganna, þá hefði ég fengið Daniel vin minn og leigubílstjóra undanfarinna ára, til að stoppa, svo ég gæti tekið myndir, ég á ekki von á að sjá nokkru sinni svo auðar götur í þessari borg aftur. Þetta var eins og fyrst Júróvisjon kvöldið í Reykjavík........ Nema á hótelið komst ég, mikið glöð að hitta systur mína, sem ég hafði ekki séð síðan 2006.
Síðan þá höfum við setið á hótelinu, og fengið vinsamleg ráð starfsfólksins að fara lls ekki út, vegn óeirðanna. Og eftir þá reynslu sem ég hef, finnst mér þetta heillaráð, auk þess sem ég veit að starfsfólkið sjálft hefur ekki komist heim svo dögum skiptir, og mörg þeirra hafa ekki frétt af fjölskyldum eða vinum, önnur vita að fjölskyldurnar eru í stórhættu, enn önnur vita að heimili þeirra hafa verið brennd til grunna...... sorglegt, sér í lagi þar eð ég haf alltaf séð Kenya í öðru ljósi en mörg önnur Afríkuríki.
Það hefur samt ekkert væst um okkur, Hótel Norfolk er fimm stjörnu hótel, og ágætt að liggja við laugina, sem og það var frábær hátíðarkvöldverður í gærkvöldi. Fjarskipti hafa ekki verið með einfaldara móti, ég sendi mörgum vinum og ástvinum kveðjur á sms í gærkvöldi, en rak mig á að megnið komst ekki til skila.
Í dag fékk ég svo skilaboð í gegnum SafariCom kortið mitt, á sms: "Þér eruð hér með vöruð við af Ráðuneyti Innanlands Öryggismála að senda nokkur sms skilaboðsem tengjast ástandi innanlands í Kenya, ef þér brjótið gegn þessari ábendingu mun það kosta málssókn".... Ég hafði svosem ekkert hugsað mér að hafa skoðun á ástandi innanlandsmála,- og eftir þessa hótun, stend ég við það.
Hinsvegar óska ég ykkur öllum Gleðilegs nýs árs, ástar og friðar, megi allar ykkar væntingar verða að veruleika á nýja árinu. Þakka allt sem liðið er, og lít með tilhlökkun til komandi árs. Bestu kveðjur að sinni, við fáum að skreppa út í dag, svo eg ætla ekki að eyða of miklum tíma á netinu!!! Steinunn
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 43518
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðilegt ár sömuleiðis
Farið varlega í dag, ég vil ekki fá hringingu um að þú eða múttý hafir verið skjótt!!!
Guðný Drífa Snæland, 1.1.2008 kl. 11:44
gleðilegt ár og megir þú eiga áfallalaust ferðalag.
Óskar Þorkelsson, 1.1.2008 kl. 12:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.