Jæja, ég hef ekki fundið augnablikstíma til að uppfæra myndir eða neitt,- og það verður víst að bíða um sinn.
Í dag á ég bara bágt, flensan að drepa mig, hausverkir, beinverkir, vöðvaverkir, hiti, sjálfsvorkun......Varð að ná mér í pencillin í morgun, vona að ég geti hreinsað þetta út hið fyrsta.
Manni líður eins og apaketti, 30-35 stiga hiti,- og maður er með FLENSU!!!! Arrrggghhhh
Nairobi/Kenya ferðin okkar systra er horfin út í veður og vind, þannig sko,- að slökunin er dottin út....... En ferðin situr í mér, sem ein hin besta sem ég hef faið um langan tíma. Myndirnar verða hér síðar, eins og ég lofaði um daginn.
"Um daginn"......Sko, maður missir einhverra hluta vegna alveg tímaskyn hérna. Ég er alltaf að segja "um daginn"...Og fólk hváir bara, því ég er kannski að tala um eitthvað sem átti sér stað fyrir hálfu ári eða svo. Veit ekki hvað veldur, annað hvort er ég búin að tileinka mér Jökuldælskt tímaskyn, eða kannski líklegra,- frænda þeirra í Afríku,- maður á ekki að vera að þreyta sig á að ganga með úr, og helst ekki að vesenast með dagatöl heldur Hehehehehehehehe
Ég er náttúrulega búin að síðastliðnar vikur, fór út á land í vinnuferð,- átti yndisleg tvö kvöld, með "hinum Íslendingnum" í MONUC, þar sem við spjölluðum á hinu ástkæra ylhýra, eins og það væri að detta úr tísku!! Frábær maður, þessi landi minn,- með sinn hund og kött, sem heita Snati og Kolur, og fullan garð af kalkúnum nammminamminamm..... Kannski ég fái hann til að slátra næst hehehehehehe Örn, ég þakka fyrir mig, þú ert snillingur!!
Ég fór semsé á tvo áfangastaði í Kongó, sem eru báðir heldur afskekktir,- lítið um rafmagn eða vatn,- veitingastaði eða nokkurn skapaðann hlut. Eftir það hékt ég áleiðis til Entebbe, sem er í Uganda,- og var þar í nokkra daga að vinna. Mér fannst nú ekkert mikið til koma, eftir að allir höfðu sagt að Entebbe væri eins og himnaríki......Tja,- minnti mig á Egil vin minn, sem sagði einatt að við smíðum standarda okkar eftir þeim kringumstæðum sem við eigum við að etja. En Egill er náttúrulega snillingur og hefur alltaf verið!!!
Það fyndna var, að ég var SVO hamingjusöm að koma "heim" til Kinshasa,- vinir mínir, samstarfsmenn og heimilið mitt er þar, svo það er nokkuð "eðlilegt" er það ekki!!??
Nú er Francois húsfélagi minn í Svissnesku Ölpunum á skíðum, við Ian héldum að fengjum að vera alein heima,- en þá bættist í lið okkar annar Kanadamaður, Vincent að nafni,- og hann býr með okkur, þar til Fracois kemur tilbaka. Heimavistarskóla-líf.......Hef ekki lifað neitt annað síðan 2002,- skrýtið hvað ég nýt þess, enda alltaf verið heppin með húsfélaga.
Ég er að staðsetja fríin mín, þetta sumarið,- Suður Afríka í stuttan stans í Maí,- svo heimtil strákanna minna í júlí til ágúst!!!! Jibbííííí, ég hlakka svo til!!! Við stefnum á Snæfellsnesið í sumar, kannski pínu kikk á Vestfirðina,- jamm, það held ég nú.
Jæja elskurnar, þetta verður að teljast góð "skýrsla" í bili, ætla að fara heim og vorkenna sjálfri mér, og ég skal hundur heita (þó ekki Snati) ef mér tekst ekki að láta Ian og Vincent vorkenna mér líka,- Vincent hefur þegar boðist til að elda matinn í kvöld!!!
Bestu kveðjur að sinni
Steinunn
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hæhæ Steinunn mín
láttu nú stjana aðminnileg við þig dúllan mín ekki get ég það nema í huganum láttu þér batna flótt.)
kv ég
Jóna (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 23:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.