Mikill maður er fallinn frá, og erfitt að setja sig í spor ástvina þessarar þjóðhetju okkar Íslendinga, þó mér finnist sjálfsagt mál að missir okkar allra sé talsverður.
Ég man fyrst eftir Helga í fréttum í Þorskastríðinu fyrir 200 mílna Landhelgi,- þótt ég hafi bara verið krakki, þá einhvernveginn fékk maður svo mikla trú á því sem Landhelgisgæslan var að aðhafast, og ég er viss um að ég fann í fyrsta sinn fyrir stolti og spennu vegna þjóðernis míns. Alla tíð síðan hef ég haft tröllatrú á þessum manni, og litið á hann sem þjóðhetju, í það minnsta.
Síðar, þegar ég starfaði sem ferðaleiðsögumaður, þá voru störf Helga og vinnufélaga hans í Landhelgisgæslunni; oftsinnis til umræðu, og ég hef alltaf verið jafn stolt af störfum þeirra og öllu því sem erfiðisvinna þeirra og útsjónarsemi færði hinni íslensku þjóð.
Mínar innilegustu samúðarkveðjur seni ég öllum þeim sem eiga um sárt að binda, við fráfall Helga.
Guð blessi minningu þessa eftirminnilega manns.
Kv
Steinunn
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 43539
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já blessuð sé minnig hans ..sjálfur var ég nokkur ár á Varðskipunum.
Gísli Torfi, 17.3.2008 kl. 08:24
tek undir þetta með ykkur. Merkilega lítil umfjöllun um hann í blöðunum í dag.
Óskar Þorkelsson, 17.3.2008 kl. 11:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.