Ég fer í fríið......

Jæja, þá er Cape Town aðeins rúma tvo daga í burtu.  Ég verð komin þangað á föstudag, og hlakka ekkert smáræði til.

Samt geri ég mér fulla grein fyrir, að þetta verður "öðruvísi" frí,- nú ferðast ég ein,- síðast fórum við sex manna hópur.  Núna er "vetur", búið að vera vætusamt og frekar kalt þar....En málið er bara að komast í menninguna,- fara í bíó, setjast niður á kaffihúsi með góða bók, hitta skemmtilegt fólk, og ekkert að því að fá smá kulda og rigningu, það er ekki eins og ég upplifi það oft, hér í Kongó.  Alltaf þessi jafni 30 stiga hiti og yfir....Alltaf steikjandi sól, með stuttum, snörpum úrhellisdembum, sem helst koma á kvöldin eða nóttunni.  ég er nú enn svoddan "útlendingur", að ef eldingarnar og þrumurnar skella á, meðan ég vaki,- þá príla ég beint upp á þakið á þriggja hæða byggingunni minni, þar er n.k. verönd meðfram öllu þakinu, og ég get setið þar og horft á dýrðina, alveg þar til ég er blaut innað skinni, og komin með stingi í augun af því að horfa inn í eldingarnar.  Hreinlega elska það veður!!

Hlakka samt enn meira til að sjá Table Mountain í Cape Town, þegar það veður í skýjum,- þegar ég kom þar síðast, var það nánast eins og að koma heim........Og finna sjávarilminn,- ég upplifði hvað ég er næm á hann,- fann hann inní miðri borg, þar sem félagar mínir fundu ekki baun  :)

Ef veður leyfir geri ég kannski aðra tilraun til hákarlabæura köfunar, og heimsæki vingarðana, sem ku vera mikið ævintýr.  Fór síðast uppá Table Maountain með vír-vögnum, og skemmti mér konuglega...

Ég ætla að gera þetta að góðri ferð, og hlakka líka til að kom tilbaka  :)

Eigið yndislegan dag öllsömul

Steinunn

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða skemmtun

kv. Erna

Erna (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 19:27

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég öfunda þig af þessu flakki.. hvernig kemst maður í svona vinnu ? :)

Óskar Þorkelsson, 7.5.2008 kl. 00:01

3 Smámynd: Steinunn Helga Snæland

Öfund er vondur löstur Óskar, hehehehehe.....Sækja um á un.org........

Takk,- ég ætla að skemmta mér vel.

Kv

Steinunn

Steinunn Helga Snæland, 7.5.2008 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband