Fyrirsagnir Moggans.....Tær snilld!!

Þessi fyrirsögn hljómar eins og "eina ferðina enn, fá konur betri þjónustu en karlar"......Þær fá heimsendingu, en þeir verða að fara út á götu,- hrópandi óréttlæti!!!!

Þessi frétt er að sjálfsögðu alls ekki spaugileg, þegar nánar er skoðað, heldur háalvarleg, og sorglegt dæmi um vaxandi ofbeldi heima og heiman.....Þótt einhverra hluta vegna, einhverjum finnist það viðeigandi að draga fólk í dilka, rétt enn eina ferðina.

Mér finnst vaxandi ofbeldi, og sláandi tölur sem þarna eru á ferðinni, vera málið.  Mér finnst að sjálfsögðu mjög átakanlegt hvað útbreitt heimilisofbeldi er, skv þessari skýrslu, en sé ekki alveg hver græðir á að draga konur eða samkynhneigða karla í dilka,- og stimpla þau sem meiri "fórnalömb" en aðra, sem verða fyrir líkamlegum árásum....

Æi, enn ein- "aumingja konur, sem eiga svo bágt af því að allir karlar eru vesalingar og illmenni"- skýrslan..... Það verður nú vatn á myllu einhverra, að setja femínista-klærnar í þessar niðurstöður, og geta hampað því hvað karlar séu nú valdir að öllum áföllum kvenna.....

Ofbeldi er ofbeldi,- það er jafn viðurstyggilegt og ólíðandi, hvort sem því er beitt gegn konum eða körlum.  Hvort karlar ná sér betur/fyrr eftir líkamlegar árásir, sýnir aðeins að konur eru illa undirbúnar undir nútímaáreiti,- eða einhverjar aðrar ástæður liggja ð baki. 

Það þarf enginn heilvita maður að segja mér að það sé eitthvað minna áfall fyrir karl, að verða fyrir líkamsárás, heldur en konu.  Karlinn hinsvegar ákveður oftast, að nú sé komið nóg, og með einbeitni heldur áfram sínu lífi, meðan margar konur velta sér stöðugt uppúr fortíðinni með hjálp hinna ýmsu "sérfræðinga" og "velviljaðra félagasamtaka" o.s.frv. 

Það þýðir ekki að karlinn nái sér neitt betur eða hraðar, hann kvelst eflaust undir niðri, en hann hefur karakter til að taka stjórn á sínu lífi, meðan kona missir stjórn, af því að henni er stöðugt nuddað uppúr því hvað hún eigi bágt.......

Aðalmálið er samt,- fréttamenn Moggans mættu nú alveg sýna smá virðingu, í fyrirsögnum sínum,- ekki í fyrsta sinn sem manni hálfpartinn svelgist á barnalegum og fyrirlitnilegum fyrirsögnum, við fréttir sem eru mjög viðkvæmar, þegar betur er að gáð.....

Bestu kveðjur frá Kongó!!

Eigið yndislegan dag, og ofbeldislausan!!!

Steinunn

 


mbl.is Konur barðar heima en karlar á götum úti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Steinunn, það er alltaf gaman að lesa bloggið þitt, er alveg sammála þér með fyrirsagnirnar en gleymi seint einni sem var svona "Bannað að bera brjóst í Hveragerði" vegna þess að einhverjum erlendum ferðamanni varð á að vera topplaus í sundlauginni þar í bæ, ein snilldarfrænka mín sagði þá, nú hver á þá að bera mín ??, því hún var stödd á heilsuhæli bæjarins....kær kveðja úr Kópavoginum

Helga Margrét Hreinsdóttir (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband