Jarð-ís-trúarofstæki....

Ég var eiginlega alveg á báðum áttum, eða "öllum áttum", með fyrirsögn í dag...... '"Winnie The Pooh" kom upp í hugann, Kaþólikkar vs Ísbjarnarblús" og ýmsar aðra hugmyndir....... Ég hef ekki skrifað um hríð, nóg að gera, sjáiði til; en núna er búið að vera svo margt í fréttum, sem vekur áhuga minn, að ég veit ekki hvar er best að byrja.......

Jarðskjálftar,- ég er enn og aftur á röngum stað í lífinu, þegar móðir náttúra hristir sig rækilega á Suðurlandi...... Síðast þegar þetta gerðist, bjó ég á Egilsstöðum, og fann ekki svo mikið sem smá titring, og var alveg ferlega fúl.  Núna, stödd í Afríku, er ég aðeins frekar í rónni, þar eð ég hef fengið hressilega jarðskjálfta og eldgos hér,- en mér finnst samt allt annað að upplifa slíkt heima..... Kannski það verði enn einhverjir eftirskjálftar, þegar ég kem í fríið í næsta mánuði......

Langmerkilegast er, að Íslendingar hrista svona 6.3 á Richter, af sér, eins og vatn af gæs,- meðan önnur lönd lamast, fjöldi fólks lætur lífið, byggingar hrynja útum allt og neyð ber að dyrum.  Við hljótum að vera að gera eitthvað rétt, ekki satt?

Nú, svo var það "Bangsímon" sem var aflífaður fyrir norðan.  Það er ekki alveg einfalt fyrir mig að hafa skoðun á þessu fyrirbæri.  Hvenær á að skjóta hund, og hvenær á ekki að skjóta hund, var einhverju sinni spurt.  Ísbjarnarsagan er ekki öll þarna, fyrir mér.  Einhverntímann las ég að þegar ísbirnir  hafa sofnað á ísjaka, flotið langar leiðir, vaknað upp við vondan draum og hent sér til sunds, til að leita lands á Íslandi,- þá sé ljóst að þeir sofnuðu pakksaddir, hafa sofið það að mestu úr sér, og brennt restinni á langsundi,- þar af leiðandi séu þeir til alls líklegir, banhungraðir og "villtir" semsé, ekki í því umhverfi sem þeir sofnuðu....

Við vitum mörg hvernig tilfinning það er, að vakna ekki alveg þar sem við þekkjum okkur, og mörg okkar verða grimmari en verstu villidýr, við þær aðstæður. 

Allavega, bjarndýrið vaknar, syndir, nær landi og er hungrað og ringlað í ókunnu umhverfi.  Löggæslan reynir að leita ráða til að leysa úr flækjunni, en þar sem landar okkar eru ekki alveg með á öllum, alltaf,- flæðir mannskapurinn á svæðið þar sem Basngsímon er á vafri (gleymum ekki að hann er líklega MJÖG svangur!!) og sú ákvörðun er tekin að aflífa hann, áður en einhver kjáninn heldur að hann geti klappað bangsa, rétt honum kótilettu, og spurt hinnar klassísku spurningar "how do you like Iceland"..?

Rétt eða röng ákvörðun? 

Ekki gott að segja, og ég tel mig ekki dómbæra á það,- hefði dýrið verið látið óáreitt,- og skaðað einhvern, þá hefðu sömu gagnrýnisraddir og emja nú, spurt "afhverju komst dýrið svo langt inní land, afhverju var það ekki stöðvað með ÖLLUM tiltækum ráðum"??!!!  

Trúiði mér, þetta var lús/lús ákvörðun yfirvalda, alveg sama hvað gert hefði verið.  Staðreyndin er; Ísbjörn af þessum kalíber er VILLIDÝR, og að tala um að hann sé "nánast barn að aldri",-

HALLÓ,- hann var TVÖHUNDRUÐOGFIMMTÍU kíló!!!! 

Ef gagnrýnendur þess gjörnings, að aflífa dýrið, líta á dæmin frá íbúum á Jan Mayen, Grænlandi og öðrum nágrönnum, sem standa frammi fyrir landtöku þessara dýra, mun oftar en við,- þá myndu þeir verða mjög uppteknir að grenja.  Þar er ekki spurt neinna spurninga, ábúendur þar, vita sem er, að þessi dýr eru grimm, hungruð og komast afar hratt yfir,- og enn hraðar, þegar þau hafa velkst í hafi um stund.  Hungrið eykur hraðann og nánast ekkert getur stöðvað þau. Þau eru skotin án spurninga.

Við megum heldur ekki gleyma, að við búum á stað þar sem nánast ekkert villt dýralíf er til staðar.  Við höfum ekki sérfræðinga í að skjóta deyfipílum úr þyrlum, á slíka gesti.  Kannski við ættum að senda nokkrar löggur á námskeið til Alaska, til að vera undirbúin næst?? 

Common, gert er gert og þetta var jú afskaplega fallegt og glæsilegt dýr, en til úrræða varð að grípa,  án tafar, áður en einhver slasaðist......

Svo eru það blessaðir Kaþólikkarnir, eða ætti ég að segja "Kaþóklikkarnir"?

Er ekki nóg komið af þessu trúarofstæki, mér er spurn? Á nú Jón Gnarr og síminn að verða nýr teiknimyndasöguskandall? 

Mér finnst þetta hið sorglegasta mál, því ég ber ótakmarkaða virðingu fyrir Kaþólikkum, og hef aldei hitt húmorslausan Kaþólikka,- en það virðist vera einhver önnur bylgjulengd á Íslandi.....

Kannski þessir frómu menn ættu að setjast niður, ná í gamla þætti með Dave Allen, Father Ted eða aðrar kómískar Kaþólskar seríur,- og reyna að læra að brosa aðeins útí annað að sjálfum sér, eins og flestir góðir Kaþólikkar gera. Ég hef ekki enn hitt Kaþólikka, sem elskar ekki þessa þætti, sem gera þó stöðugt grín að Kaþólikkum og Kaþólskritrú.  En þessir menn vita sem er, þetta eru leiknir þættir, og þar býr engin mannvonska eða illska að baki.  

Skrýtið líka, að ég man ekki eftir að hafa nokkurn tímann heyrt neinar yfirlýsingar frá þessum "íslensku" kaþólikkum, áður.  Aldrei hafa þeir sent frá sér fréttayfirlýsingar, þegar Íslendingar haf verið slegnir óhug yfir misnotkun Kaþólskra presta á börnum, til dæmis,- og það hefur verið í öllum fréttum og umræðum útum allt....... Einkennilegt að verða svo yfir sig æstir útaf LEIKNUM auglýsingum.

Er þetta kannski athyglissýki eða þeirra eigin ókeypis Kaþólsk auglýsingabrella??

Jæja elskurnar, ég er búin að ausa úr mér í bili,- mjög áhugavert að lesa íslensku fréttirnar þess dagana!!!!

Eigið áhyggjulausan og ganrýnisfrían dag , það er miklu léttara :)

Kv

Steinunn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

gaman að heyra frá þér aftur Steinunn, sammála þér í flestu, í þinni góðu grein. bestu kveðjur til Kunta Kinte og þín.. aktu varlega það geta verið ljón í veginum.

Óskar Þorkelsson, 5.6.2008 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband