Ég get nú ekki sagt að mér finnist þessi Norðmaður hafa komist að niðurstöðu, sem sé jafnfrækileg og að finna upp hjólið, til dæmis.....
Ég er ansi hrædd um að það sé nokkuð sterk alheims-samstaða fyrir þessari skoðun, maðurinn (Bush) hefur gert sig að apa, alltof oft, frammi fyrir þjóðum heims,- og að tala um "hættulega blöndu" af heimsku (tja...fáfræði) og hroka, er mjög hógvær yfirlýsing, að mínu mati......
En mér finnst þetta ekki snúast allt um Bush, eða Bandaríkin, hvað hafa ekki aðrar NATO þjóðir lagt af mörkum í átökunum í mið-austurlöndum, og hverjum til framdráttar? Mér er hreinlega bara spurn??
Nú um helgina létust þrír mjög ungir Bretar, í sjálfsmorðssprenginu í Afganistan,- þar með er tala látinna hermanna úr breskum herbúðum, komin yfir eitthundrað, þeim slóðum. Yfirmaður, sem Sky ræddi við, sagði þá ekki vera búnir að missa móðinn, langur vegur frá,- þeir myndu halda áfram að "verja Afgana fyrir yfirráðum Talíbana, með öllum tiltækum ráðum"..... Er ekki orðið tímabært að Bretar hugsi um að verja líf Breta, og lífsrétt, "með öllum tiltækum ráðum"?
Málið er, ég bjó með Breskum vinnufélaga og konu hans í rúmt ár. Hann er fyrrum hermaður til margra ára, hún er hermannsbarn. Eitt kvöld sátum við við sjónvarpið, sem oftar, þá var Sky fréttastofan að taka á móti Breskum hermönnum, sem voru að koma heim, eftir sex mánaða dvöl í Írak. Ég er ekki neinn heittrúaður stríðsandstæðingur, en eftir að horfa á þessa frétt um stund, stóð ég upp, og sagði þeim ég gæti ekki horft á þetta. Þau þekkja mig vel, og vita að ég kveinka mér ekki við smáræði, og spurðu í forundran, hvað amaði að?
Málið var, að allir, já ALLIR "hermennirnir" sem Sky náði tali af, þetta kvöld, voru það sem ég kýs að kalla "táninga-hermenn". Þeir sögðust hafa verið nýbúnir að skrá sig í herinn, flestir höfðu þeir nýlokið 3-6 mánaða þjálfun, og verið svo sendir beint til Írak, því Bretar voru að berjast við manneklu þar. Þessir drengir voru á aldrinum 19 til 23 ára!!!
Finnst einhverjum þessar mannfórnir æskilegar eða öllu heldur ásættanlegar? Það er sama saga uppi hjá Bandaríkjamönnum, þeir fleygja ungmennum fyrir úlfana í Írak og Afganistan, og einhvernveginn er Alþjóðasamfélagið alltof máttaust að bregðast við þessari hegðun.
Ég heyrði mann lýsa því yfir mjög ákveðið, fyrir nokkrum árum,- að þegar Tony Blair og George Bush lykju störfum sem diplomatar, þá bæri Alþjóðasamfélaginu ekki síðri skylda til að sækja þá til saka fyrir stríðsglæpi,- heldur en það sækir til saka aðra stríðsherra sem eru jafn blindaðir af óljósum hvötum, og þeir eru tilbúnir að stráfella bæði borgara annara þjóða og sína eigin, til að "sanna ágæti sitt"......
Allir vita þó, að þrjár meginhvatir þrýsta þessum mönnum áfram,- valdagræðgi, hroki og peningar.
Ætlar þetta aldrei að hætta??
Ég hef oft sagt það, og stend við það,- þegar fólk lætur öllum illum látum yfir látnum hermanni,- að það á ekki að koma neinum á óvart, að hermaður deyji í stríði, þeir fara út í þessa vinnu með augun opin, kjósa sér þetta starf,- og að sjálfsögðu er alltaf sú hætta fyrir hendi að þeir látist af völdum stríðsátaka,- en ég get ekki með nokkru móti séð það vera ásættanlegt að senda hálfgerð börn, unga og illa þjálfaða hermenn í þau allra verstu stríðsátök sem bjálfar hafa komið sér í, síðan Heimstyjöldin síðari.......
Æi, það er ekki gott að byrja daginn svona, en hinsvegar gott að byrja hann á að lesa um Norðmann sem þorir að segja opinberlega það sem margir hugsa,- minnir þetta ekki á nýju fötin keisarans??
Eigið yndislegan dag, á okkar friðsælu stríðsfríu eyju, elskurnar!!!
Kveðja úr suðrinu
Steinunn
Versti Bandaríkjaforsetinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Dægurmál | 10.6.2008 | 07:53 (breytt kl. 07:54) | Facebook
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.