Frelsisfréttir eru alltaf af hinu góða

Þegar heil þjóð öðlast frelsi frá einræðisherrum, er alltaf ástæða til að fagna.  Ég er afar hamingjusöm fyrir hönd Nepala, bæði Nepalskra vina minna, og annarra sem landið byggja.  Einræði Neðals var hreint með eindæmum, ég hef mjög öruggar heimildir fyrir því, að þegnum var ætlað að umbera konungshjónin sem þau væru Guðir, en ekki fólk.  Virðingin var hinsvegar langt í frá að vera gagnkvæm, þar sem konungshöllin er fullbúin meiri þægindum og munaði en nokkur venjulegur maður getur gert sér í hugarlund,- en rétt utan við hana er fátækt, misrétti og eymd, útbreitt vandamál.

Þau hjónin ferðuðust til annarra landa, þá gátu þau til að mynda ekki notað neitt sem ekki var splunkunýtt, þau myndu ekki verða vanvirt með hlutum, sem aðrir hefðu áður notað........

Átökin í Nepal, hafa verið ein hin sorglegustu sem sögur fara af. Nepalar eru upp til hópa friðsamt fólk, gjöfult og jákvætt.  En til að komast undan einræðinu, hafa maóistar og stjórnarhermenn, stráfellt hverja aðra, jafnvel öndvert sínum vilja. 

Það er auðvitað mjög áhugavert að fylgjast með framahaldinu, ég óska þess að ný stjórnvöld hafi dugnað, heiðarleika og visku til að snúa við lífi hins almenna borgra í Nepal, þar sem fólk muni njóta lýðræðis og jafnra réttinda til lífsgæða.  Eflaust tekur þetta allt sinn tíma, en í gær var stigið mjög stórt skref í rétta átt,- það er alveg á hreinu.

Munið að þakka fyrir að búa við ótrúlega góð lífskjör og mannréttindi, á alheimsmælikvarða,- jafnvel þótt oft virðist langt til lands í hvoru tilliti, á okkar fagra landi!!!

Eigið yndislegan frelsisdag, elskurnar!!!

Kv frá Kongo

Steinunn


mbl.is Fyrrum konungur Nepals yfirgefur konungshöllina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband