ABBA kemur ekki saman aftur,- það er ekki stórfrétt,- en gott hjá þeim að setja það alfarið útúr myndinni. Það sem vefst fyrir mér er þýðing frétta mannsins/konunnar, sem útleggst í orðinu "ábreiðuhljómsveit"....??
Ég er ansi hrædd um að viðkomandi "snillingur" hafi ofnotað einhverja orðabók, og ekki áttað sig á uppruna orðsins, eða "slang-notkun". Þessi fréttaflutningur er ekki sá fyrsti og örugglega ekki sá síðasti, sem fær mig til að brosa í kampinn,- að takmarkaðri fagmennsku Moggaöfréttaritara,- en stundum eru svona mistök pínleg, sorgleg og jafnvel smánarleg....... Menn VERÐA hreinlega að taka sig saman í andlitinu á þessum bæ, og ýta aðeins undir lágmarksskynsemi, ef ekki betur.
Lágmarksskynsemi segir: Það er ekkert slíkt orð, sem "ábreiðuhljómsveit" til í íslenskum orðaforða,- það hlýtur að vera lágmarksskynsemi að setja inn orð sem er í einhverjum lágmarkstengslum við upprunalega orðið, úr upprunalegu fréttinni, en skilst á íslensku máli!!!!
Að öðru: Nú tel ég bara niður dagana,- flýg út héðan á laugardag, lendi á Íslandi á sunnudag,- í heilan mánuð,- JIBBBBBÍÍÍjei!!!!!
Ég hlakka til eins og smákrakki, held varla huganum við vinnuna, og bið fyrir góðu veðri á Íslandi á hverju kvöldi,- þ.e.a.s. frá miðjum júlí fram í miðjan ágúst......Eigingjörn, ég veit :)
Ég hlakka til að hitta strákana mína,- einhvern slatta af ættingjum á ættarmóti, alla vinina.....Ferðast, veiða og njóta ferðafrelsis,- eins og að ganga, ganga og ganga!!!!
Öryggið heima er engu líkt, og mér hefur lærst að virða það mikils og þakka fyrir það, að fá að njóta þess einu sinni á ári hverju. Ég hef lært að frelsi til hreyfinga er ekki sjálfsagt, og lágmarkskröfur sem við gerum á degi hverjum, eru ekki öllum gefnar.
Mér er enn í fersku minni, hvað fauk hressilega í mig, útí Kosovo fyrir nokkrum árum, þegar Mogginn hrelldi mig með fyrirsögninni "Rafmagn fór af miðbæ Kópavogs í tuttugu mínútur"....
Ég fór nærri að gráta af gremju, þarna var maður í ofskulda, óupphituðum húsum og nær aldrei með rafmagn,- og það var orðin Forsíðufrétt (já, enn ein) að missa rafmagn í tuttugu mínútur!!! Þetta er reyndar ekki eins slæmt hér, það er, ég er oftsinnis rafmagns og vatnslaus,- en manni er aldrei kalt,- og það finnst mér þakkarvert, jafnvel þegar ég er að kafna úr hita.......
En nóg að sinni elskurnar, eigið yndislegan dag,- ég ætla að sitja og halda áfram að telja niður!!!!
Bestu kveðjur
Steinunn
Aldrei saman á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Orðið "ábreiðuhljómsveit" er með kjánalegri ambögum sem mbl.is hefur boðið uppá, og er þó talsvert í boði af fjólunum þar á bæ.
Orðabók Websters á netinu segir: "In pop music a cover is a new version of a previously recorded song", semsagt ný útgáfa af gömlum slagara.
Freyr Þórarinsson (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 14:12
Orðið „ábreiða“ hefur lengi verið notað yfir enska orðið „cover“ af íslenskum tónlistarmönnum og öðrum í íslenska tónlistarbransanum. Þetta orð er ekki úr eldhúsi mbl.is. Þetta orð er löngu orðið viðurkennt í almennu tali og hefur birst í fjölmiðlum margoft. Þetta á einnig við um orðið „ábreiðuhljómsveit“. Eigum við ekki frekar að skoða íslenskar réttritunarreglur um notkun á íslenskum gæsalöppum og einbeita okkur að því að koma okkar eigin texta skikkanlega frá okkur? Öll erum við jú að rita á opinberan miðil.
Baldur Már Helgason (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 14:48
cover = ábreiða.. eða jafnvel yfirhylming... aulaleg íslenskun á þessu orði..
Óskar Þorkelsson, 8.7.2008 kl. 00:27
Verð bara að segja það, að það er mér sönn ánægja að fá þessi viðbrögð,- og að sjá að menn eru þrátt fyrir allt enn að velta fyrir sér, réttri og rangri notkun íslenskrar tungu. Stundum finnst mér ég vera að tapa mínu tungumáli, mig hefur t.d. dreymt á ensku - nú í nokkur ár,- þar eð ég tala ekki íslensku daglega. Svo fletti ég íslenskum fjölmiðli, og hugsa "nei, þessi mannskapur, sem vinnur við að setja greinar í íslenskan fjölmiðil, hefur engan rétt á að vera svona ótrúlega kærulaus"...... Svo mörg voru þau orð, takk fyrir ykkar innlegg!!
Kveðja
Steinunn
Steinunn Helga Snæland, 8.7.2008 kl. 08:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.