Þá er fyrsta Íslandsvikan að baki, plús eitt ættarmót.
Síðustu viku var eytt í eindæma góðu yfirlæti hjá Klöru og Randver í Keflavík, eða Kebbbblavík, og dagarnir notaðir til að hitta vini og ættingja, rápa í búðir í Reykjavík og Keflavík,- og detta óvænt um fólks sem ég hef ekki hitt árum saman......
Veðrið hefur verið svakalega gott, og vegna þess hélt ég sennilega geðheilsunni, þar sem SN Brussel "gleymdi" ferðatöskunni minni í Brussel, komst upp á Gatwick,- og þeir skiluðu henni fyrst til Íslands á föstudaginn, þegar ég var komin hálfa leið til Borgarfjarðar, á ættarmót....... Arrrgggghhhh!!!!!
Ég verð að minnast á, að hjálpsemi Iceland Air, hefur verið til fyrirmyndar í þessu máli, og sérstaklega hefur stúlkan Eva, reynst mér vel. Hisvegar er "tapað/fundið" deildin í Leifsstöð greinilega undirmönnuð, eins og flestar deildir Iceland Air, og mjög erfitt að ná í deildina gegnum síma.
Á fimmtudaginn kom svo minn elsti prins að austan, til að fylgja mér og yngri bræðrum sínum á ættarmótið um helgina. Við ókum upp í Borgarfjörð á föstudag í glymrandi góu veðri, og komum okkur í bændagistingu að Brennistöðum í Andakíl. Móttökurnar á bænum þeim voru einkar alúðlegar. Húsráðendur svo elskulegt fólk, og maður tyllti sér inn í elshús, og mér lei iens og ég hefði verið í sveit þarna um langan tíma. Æðislegur gististaður, mæli me honum. Þau hafa bæði herbergi, uppábúi eða svefnpokapláss, og svo litla bústaði!!!
Af því að ættingjarnir týndust hægt á svæðið, sem er reyndar annarsstaðar í Borgarfirði, þá tókum við rúnt í Reykholt, þar sem ég sýndi strákunum hvar mamma þeirra hefði verið í heimavist, og röltum um stund í kirkjugarðinum og niður að Snorralaug.
Um kvöldið hófst fyrsti áfangi ættarmóts Snælands fjölskyldunnar, og lauk henni í morgun. Veðrið var eins og það hefði verið pantað, hrikalega gott!!! Ætarmótið var frábært, og langt frammúr mínum björtustu vonum,- enda skemmtilegt fólk, við ættingjarnir hehehehehehehehe..... Laugardagurinn fór í leiki, ég er búin að taka þátt í ótrúlegustu hlutum, eins og að hoppa á trampólíni í fyrsta sinn á ævinni, og sleppa óslösuð frá því hahahahahaha
Eftir a hafa keyrt elsta soninn á flug í dag, fórum við í keilu, og svo í heimsókn til eins af mínum elstu og bestu vinum. Góður endir á frábærri helgi, og erum nú skriðin í hreiðrið hjá mömmu og pabba í Vogunum......Vindurinn gnauðar á gluggunum, og það rignir eins og hellt úr fötu, en það er allt í lagi, fyrst við fengum svona frábært veður um helgina. Frænka mín Kristín á heiður skilin fyrir skipulagninu mótsins, en það er eflaust ekki einfalt að vera einn í skemmtinefnd,- á móti, eins og mörg okkar eru "ákveðin" (alls ekki FREK!!!) þá er kannski auðveldara að vera einn "í nefnd" ....... Takk Stína!!!!
Gárungarnir, föðurbræður mínir, hafa kannski bætt á sig árum, en eiga alltaf jafnauðvelt með að haga sér eins og krakkar, og eru öllu óþekkari en margir af ygri kynslóðinni, og til í allt....... Takk öllsömul, þetta var það skemmtilegasta sem ég hef gert í mörg ár,- og takk fyrir að hjálpa og bjarga okkur "útlendingunum" með hlífðarfatnað, útilegudót, tjaldgistinu og aðstöðu til að setjast niður þegar vildi,- þið eruð öll yndisleg!!!!!
Næstu daga fýjum við eflaust norður á Akureyri til Stebbu vinkonu, þar á að berða gott veður, en öllu lakara hér, skv veðurstofunni,- þarf að skoða þetta......
Þangað til næst, gaman, gaman, gaman!!!!! Njótið sumarsins slysalaust elskurnar!!!!!
Steinunn "pokakona á ferðalagi um Ísland".......
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 43518
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
sæl Steinunn.. ég las e mailinn :) mun verða í bandi á morgunn.. ótrúlegt en satt ég á frí ;)
Óskar Þorkelsson, 20.7.2008 kl. 23:44
Takk fyrir síðast frænka. Þetta var snilldarættarmót og engum blöðum um það að fletta að við eigum mátulega léttgeggjaða og skemmtilega ættingja. Jú og það er að sumu leyti auðveldara að vera einn í skemmtinefnd en mun einmannalegra, mæli því ekki með því. Svo er bara hægt að loka eyrunum ef einhverjir væla of hátt. Hef góða reynslu af því sem kennari og móðir!!!! he he góða skemmtun fyrir norðan og mundu að þú ert velkomin að kíkja, þiggja veitingar eða gista en ef þú vilt þjónustu er betra að láta vita með fyrirvara...... . Kveðja að norðan.
Kristín Guðbjörg Snæland, 21.7.2008 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.