Enn er veðursæld á Akureyri, en veiðileysi......Við mæðginin fórum með Eyjafjarðarströndinni í gær, hingað og þangað, en urðum ekki vör :(
Ég fór svo út með vinkonu minni í gærkvöldi, ágætis tilbreyting,- en ótrúlega skrýtið að koma á "sveitaball" Ég skemmti mér konunglega við að horfa á mannlífið, og "unglingahljómsveitina" sem samanstóð af tveimur körlum, öðrum örugglega komnum vel á sextugsaldur, hinn kannski tíu árum yngri......Og eins og þeir tóku íslenska tónlist ágætlega, þá töpuðu þeir sér algjörlega í gömlu amerísku rokki, sem átti ekkert skylt við danmúskík, og var oft hálfgerð nauðgun á flutningi upphaflegra listamanna..... En við höfðum bara gaman af þessu, ekkert hægt nema kíma og glotta í kampinn :)
Ætla að klára að njóta helgarinnar, ekkert svosem fréttnæmt í Mogganum, þessi venjulegu bílslys,- af því að menn aka ekki eftir aðsæðum eða samkvæmt reynslu og getu....... Ég er sjálf enn full af skömm, ók aftan á kyrrstæða bifreið í hringtorgi um daginn, og er enn að berja sjálfa mig. Ég meina, hvernig er hægt að komast slysalaust frá því (fram að þessu) að aka í 12 milljón manna borg, þar sem megnið af umferðarmenningu miðast við frumskógarlögmálið, og bifreiðastjórar eru upp til hópa próflausir og á bifreiðum í stórhættulegu ástandi,- koma svo heim, og aka aftan á kyrrstæðan bíl???? Maður er náttúrulega BJÁNI, og ég skammast mín SVAKALEGA!!!!
Eigið yndislegan og slysalausan dag elskurnar
Steinunn
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þessi bíll átti bara ekkert að vera þarna ;)
Óskar Þorkelsson, 26.7.2008 kl. 21:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.