Einhverntímann fyrir mörgum tunglum, las ég að fréttamaður sem var nýr í starfi, hefði spurt gamalan fréttasnáp, hvað hann skilgreindi sem frétt.
"Nú, þegar hundur bítur mann, er það ekki frétt,- en þegar maður bítur hund, er það frétt" Var svarið......
Mér datt þetta svona í hug í morgun, þegar ég las í Fréttablaðinu og á textavarpi,- að brotist hefði verið inn í Sjónvarpsmiðstöðina, sjónvarði stolið,- og að málið væri í rannsókn.......
Jæja........ Svei mér þá,- hefði það ekki verið frétt ef brotist hefði verið inn í Sjónvarpsmiðstöðina og frystikistu eða kannski hesti stolið? Var um eitthvað annað að ræða en að sjónvarpi hefði verið stolið? Og er ekki makalaus stófrétt að sjónvarpi, já einu sjónvarpi var stolið???
Það er gúrkutíð, alveg ljóst,- og mér finnst þetta bara fyndið. Miklu athyglisverðari voru fréttir af svangri tófu, sem reyndi að næla sér í kvenlegg,- og fór betur á en horfðist fyrir konunni með legginn. Flokkast það samt ekki undir dýraníðingshátt, gegn villtu dýralífi,- að meina tófunni aðgang að ketinu??? Heppin þessi kona, að við erum ekki búin að vera greind með hundaæði í þessu frábæra, sjúkdómsfría landi!!!
Við erum enn í blíðunni á Akureyri, 22 stig í skugga í morgun,- og ætlum í siglingu til Hríseyjar í dag. Vonandi er enn hægt að fá Galloway nautasteikur þar....Mmmmmmmmm
Eigið yndislegan dag öllsömul!!!!!
Steinunn
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég ætla rétt að vona að þetta skítafyrirtæki sem Sjónvarpsmiðstöðin er fái ekki sjónvarpið bætt megi þeir fara á hausinn með glans.
Óskar Þorkelsson, 28.7.2008 kl. 11:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.