Herinn burt, var sagt í gamla daga.......

Ég er nú einu sinni svo gerð, að ég sé ekki gagnið af Hjálpræðisher á þessum slóðum.  Er þetta ekki mest Háskólafólk, sem býr þarna, annars?

Að sjálfsögðu verðum við einnig að líta til þess, að Rússneski Björninn er vaknaður aftur,- sjálfsagt enn hálfblankur og þ.a.l. fremur máttlítill,- en engu að síður, ef kalda stríðið er að skella aftur á, gætu Bandaríkjamenn hugsað sér að koma aftur á Völlinn.......  Skelfileg tilhugsun, eh?

En er það skelfilegri tilhugsun en einhver trúarsamtök,- það er önnur spurning, sem vert er að velta fyrir sér. Ég persónulega er á móti öllu sem skilgreinir ein trúarsamtök fremur öðrum,- og trúarsamtök sem eru merkt "her"...... Tja, er ekki nóg hernaðarbrölt í nafni trúar, í heiminum?

Og annað hitt, mér finnst einkennilegt að þegar ég kom til landsins í sumar spurði ég sérstaklega eftir hvernig gengi með Moskuna, sem stóð til að byggja, i Reykjavík, fyrir nokkrum árum síðan.  Það voru undarleg svör sem ég fékk, að það hefði verið staðið algjörlega í vegi fyrir úthlutun lóða til Mosku bygginga......

En það virðist ekkert vefjast fyrir mönnum að úthluta Hjálpræðishernum húsnæði??   Er þetta ekki svolítið skökk ímynd sem þarna er á ferð?

Ég bý við hliðina á Mosku, og verð að viðurkenna að ég vil alls ekki hafa slíka byggingu í íbúðarhverfi,- alltof mikið ónæði af næturköllum til bænahalds,- hitt er annað að mér finnst mjög áríðandi að ÖLL trúarbrægð eigi rétt á sínu athvarfi til sinnar trúariðkunar, á Íslandi.

Og hana nú!!!

Góðar stundir elskurnar

Steinunn 


mbl.is Aftur her á Keflavíkurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Guðbjörg Snæland

Ég er sammála þér Steinunn enda til skammar hvernig múslimar hafa í 7 ár (ef ég man rétt) beðið eftir  byggingarlóð til að reisa moskvu. Þarna er klárlega ekki um jafnrétti trúarbragða að ræða.

Kristín Guðbjörg Snæland, 28.8.2008 kl. 14:25

2 identicon

Steinunn...

Skrifa eitthvað sem maður nennir að lesa.

 kv.

Tóti

toti (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband