Þar eð ég átti svo ótrúlega rólegan sunnudag, eftir spennandi Rugby leik og annan í hangikjeti á laugardag. Í þetta sinn voru eingöngu Suður Afríkanar fórnalömb, þar sem við vorum að horfa á SA keppa við Ástrala í Tri-Nations. Hangikjötið sló náttúrulega enn og aftur í gegn,- leikurinn fór eins og best varð á kosið SA54/Aus8 og dagurinn hinn skemmtilegasti. Eftir fórum við bara snemma inn að lesa og hvíla okkur, enda Ian að vinna alla helgina, náði bara seinni hálfleik af leiknum, til að mynda.
Nú, ég vaknaði eldspræk með kallinum uppúr klukkan sjö á sunnudagsmorgun,- bakaði pönnsur, gróf upp jarðaberjasultu og þeytti rjóma í morgunmat,- þannig að hann fór sæll og glaður,- en sennilega með stórhættulegt kólesteról-magn í líkamanum,- í vinnuna.
Ég dundaði mér nú frameftir,- átti von á Kosovum í kvöldmat. Þegar mér fór að leiðast, dró ég fram þennan forláta DVD - "How Do You Like Iceland" - sem ég fjáfesti í, í síðustu heimför, en var ekki búin að taka úr plastinu. Ég hef séð það að maður þarf að ritskoða þessa íslensku heimildardiska, áður en maður lætur útlendinga hafa þá til landkynningar,- alltof mikið af rusli í boði.
Þessi diskur inniheldur viðtöl við 37 útlendinga af 19 þjóðernum, sem allir eiga það sameiginlegt að hafa ýmist starfað eða búið hérlendis, eða haft oftsinnis viðdvöl af atvinnuástæðum. Það er sáralítið sýnt af landslagi, hinsvegar meira af mannlífi, sem er skemmtileg breyting frá venjunni,- þó mér finnist alltaf yndislegt að sjá íslenska náttúru.
Viðtölin ganga meira útá karakter Íslendinga, heldur en Landið Ísland. Stundum fáum við dálítið neikvæða gagnrýni, en oftar jákvæða,- og ekkert sem mér fannst vera ósanngjarnt, að því frátöldu að einn maður þarna talaði um illa þefjandi og jafnvel gult kranavatn, til tannburstunar!!! Ég var mjög undrandi á þeirri yfirlýsingu?!! Annars var diskurinn allur hinn skemmtilegasti, fullur af auka fróðleik um land og þjóð,- og Krístín Ólafsdóttir á heiður skilinn fyrir þetta framlag.
Ég hlakka til að lána þennan disk áfrma til vina minna, það eru alltaf fleiri og fleiri sem langar til að heimsækja eyjuna í norðri.
M.a.o. vil líka minna á keðjubréf sem ég fékk, eitt af örfáum sem ég sendi áfram,- ákall móður sem missti son sinn eftir áralanga baráttu gegn einelti sem beindist að honum. Ég þekki þessi mál persónulega, og vona að fólk fari nú að þroskast og vakna upp, spyrna við fótum og styðja þá sem eiga undir högg að sækja sökum þess að falla ekki inní "rammann" sem allir virðast eiga að detta inní!!!
P.S. Eins gott að ég slakaði vel á í gær, kallinn í turninum á nágrannamoskunni minni, lagði sig sérdeilis fram í morgun, klukkan hálffjögur,- enda Ramadan að byrja..... Svo það var kallað til bæna af algjörum eldmóð,- ég reikna með að sagan frá í fyrra endurtaki sig nú, lítið sofið þennan mánuðinn :)
Með bestu kveðjum og óska ykkur yndislegs dags!!!
Steinunn
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ÚFFF ég samhryggist þér að hafa moskvuna svona alveg við íbúðina. Pabbi keypti einhverja fáránlega vekjaraklukku í Egyptalandi. Hún er í laginu eins og moskva og hringingin í henni er bænakall múslima. Shittttt ef ég ætti þessa vekjaraklukku myndi hún bara hringja einu sinni því ég myndi henda henni út í vegg og þar myndi hún brotna. Þvílíkur hávaði og leiðindaröfl en það er auðvitað bara menningarmunurinn. Múslimum finnst sennilega ákaflega heimilislegt að vakna við kallið til moskunnar.
Kristín Guðbjörg Snæland, 9.9.2008 kl. 15:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.