Ég get ekki lengur orða bundist. Frétt mbl.is, um rafmagnsleysi, sem myndi vara í a.m.k. tvær klukkustundir, gerðu útslagið!!
Þegar ég ferðaðist til Íslands í sumar, hafði ég lesið hundruðir frétta um þá vesöld og hörmungar, sem hefðu dunið á landsmönnum, vegna yfirstandandi efnahagsástands.
Ég geri alls ekki lítið úr þeim sem vissulega þjást af afleiðingum peningafyllríis,- eigin eða annarra,- en er samt bara ekki að kaupa þetta sem alhæfingu.
Ástæða eitt,- ég reyndi að komast í hand- og fótsnyrtingu, um leið og ég kom heim, en allar snyrtistofur voru yfirbókaðar langt fram í tímann!! Ekki var heldur lítið að gera á hárgreiðslustofum, skyndibitastöðum, veitingahúsum o.s.frv.... Og nú er ég ekki að tala um ferðamenn eða útlendinga!! Merki um fátækt?
Nú, svo skellti maður sér út á land. Ók frá Egilsstöðum til Akureyrar og tilbaka. Ég geri mér grein fyrir að landsmenn þjást klárlega af takmörkunum utanlandsferða í ár. En "greyin" þurftu í staðinn að pússa rykið af öllum tjaldvögnunum og hjól/fellihýsum,- sem annars hafa staðið á beit í innkeyrslunum, sem stöðutákn eigendanna... Þjóðvegur eitt, fyrir norðan, var pakkaður af þessu fólki,- íslenskar bifreiðar, á íslenskum númerum, EKKI leigubúnaður fyrir útlendinga!! Sama ástand sá ég í hverjum föstudags/sunnudags kvöldfréttatíma, fyrir sunnan,- þegar þjóðvegurinn inn í og út úr Reykjavík, stíflaðist af sömu ástæðum.
Svo spurningin er; eru landsmenn virkilega orðnir svo staurblindir á lífsgildin,- að þeir hrína eins og grísir,- nánast útaf engu?
Öll börn á Íslandi hafa enn rétt á frírri menntun!
Heilbrigðisþjónusta er nánast frí!!
Rafmagnsskortur/leysi , þekkist vart!!
Hreint vatn og heitt vatn er alltaf til staðar, ótakmarkað!!
Mannréttindum er oftast gert hátt undir höfði.
Betl er nánast óþekkt.
Þrátt fyrir aukningu, eru glæpir í lágmarki miðað við nágrannalönd!
Trúfrelsi ríkir (tja, nánast,- aðskilnaðar Ríkis og kirkju enn beðið)
Ættbálkastríð eru yfirleitt háð á prenti (eða með peningum/pólitík)
Stjórnvöld eiga erfitt með spillingu; vegna takmarkaðs fjölda landsmanna, á ekki að vera einfalt að fela neitt.
Tjáningafrelsi á prenti og í töluðu máli
Nánast fimm stjörnu hegningahús
Öll samskipti við umheiminn eru einföld (s.s. Internet, sími, aðrir miðlar,- ótakmarkað aðgengi)
Og, siðast en ekki síst,- eins og ég lærði af ungum manni í Makedóníu fyrir nokkrum árum,- Ísland er SVO heppið að eiga enga nágranna!!! Þar af leiðandi ekki auðveldur straumur allskyns fólks inn í landið, og ekki stöðug hætta á landamærastyrjöldum!!!
Margt er skilið undan, en hver heilvita maður þekkir þessar staðreyndir. Okkur hættir bara svo til,að verða vön góðu atlæti, og krefjast alltaf meira,- og þakka ekki fyrir það sem við höfum, langt umfram aðrar þjóðir!
Og fréttaflutningur um tveggja klukkustunda rafmagnsleysi, er hrein mannfyrirlitning, við allar þær þjóðir sem búa við rafmagnsskort, meira og minna. Ótrúleg sjálfshyggja!!
Aftur að sumarfríinu mínu. Ég taldi að vegna "ástandsins" sem ég hafði lesið svo mikið um,- aukið atvinnuleysi og fyrirtæki að berjast í bökkum,- að hver einstaklingur myndi leggja sig þrefalt fram, til að halda vinnu, og fyrirtæki myndu að minnsta kosti veita sambærilega þjónustu, sem maður fær annarsstaðar.
Verum nú heiðarleg, Íslendingum finnst leiðinlegt að "þjóna",- finnst það undir þeirra virðingu. En nú er komið að því, að fólk þarf að setja sjálfsvirðinguna í starfið, og fyrirtækin þurfa að sýna viðskiptavinum virðingu,- ætli þau ekki á hausinn.....Hélt ég.
En ekki aldeilis, að þau skilaboð virtust hafa komist í gegnum haus landsmanna. Hvað eftir annað varð ég vitni að algjöru sinnuleysi starfsfólks í þjónustustörfum,- og mjög oft einskærum ruddaskap!!!
Nú er lag,- allir þeir einstaklingar,- sem nenna að vinna, eru jákvæðir og þrá að sleppa atvinnuleysisbótum....Hvernig væri að sparka amlóðunum út, og ráða þetta fólk í staðinn?
Eitt enn kom mér að óvörum. Víðast hvar var hreinlæti orðið svo áfátt, að samanburður minn við Afríku,- hafði betur??!!! Hvernig má þetta vera?? Almenningssalerni á veitingastöðum, BSÍ og þess háttar, báru þess merki að hafa ekki verið sinnt, jafnvel svo dögum skipti.
Já, BSÍ...Bifreiðastöð Íslands....Skjöldur og sverð landsmanna, hvað varðar mannflutninga, sér í lagi á erlendum ferðamönnum. Þangað komum við á sunnudegi. Inn á kaffiteríuna héldum við, og kíktum eftir einhverju ætilegu í kælinum. Smurbrauðið var ávísun á matareitrun, glært majónes og grátt hangikjöt,- var það sem mætti manni. Skyr og jógúrt voru útklístruð eftir að dolla hafði sprungið í kælinum, Guð má vita hvenær. Útrunnin vara útum allt. Og ekki tók betra við á salernunum. BÆÐI karla og kvennasalerni voru pappírslaus,- og höfðu greinilega ekki verið þrifin mikið, frá því föstudaginn áður!!
Hvað er að gerast með Heilbrigðiseftirlitið, mér er spurn?? Slík vanræksla var raunin, á svo mörgum áfanga og áningastöðum. Eg skil ekki neitt í neinu, því þegar ég var verslunarstjóri í matvöruverslun á Austurlandi, voru heilbrigðisyfirvöld eins og vargar á hræi,- alltaf að taka sýni, kanna útrunna vöru, hreinlæti o.s.frv. Sér í lagi á háanna-ferðamannatíma! Ég held að þessir ríkisstarfsmenn séu ekki alveg með á öllum, þessa dagana....
Fyrirgefið, en nú er lag. Ísland þarf á auknum ferðamannastraumi og innkomu gjaldeyris að halda. Til að ná því fram, þurfum við líka á þvi að halda, að ferðamenn beri okkur vel söguna, til þeirra sem vonandi á eftir koma.Og í þessu öllu saman, er aðeins réttlátt að slóðarnir og ruddarnir, missi atvinnu og/eða fyrirtækin! Það á ekki að vera sjálfgefið að menn geti keyrt metnaðarfullt og vel rekið fyrirtæki á hausinn, á meðan einhver aumingi, sem nennir ekki einu sinni að fylgjast með lágmarks þrifnaði, hvað þá heldur þjónustustigi í öðru fyrirtæki, heldur velli!! Það mun endurspeglast á landsmenn alla,- þegar ferðamaðurinn segir sína sögu.
Það voru góðir staðir, jafnvel frábærir staðir- ekki misskilja mig.En því miður voru fleiri staðir miður,- og það varð mér talsvert áfall. Alltaf þegar ég ferðast, hef ég miðað við "heima", allt miklu betra. Sú tilfinning var af mér tekin í sumar, að mestu.
Endilega,- kæru landar; hysjið nú uppum ykkur brækurnar, takið puttana úr rassgatinu, hættið að væla yfir engu,- og ráðist í það verkefni sem framundan er,- að drífa Ísland aftur á þann stað sem að var....Það getur ekki verið svo auðveldlega horft framhjá einföldum gildum, sem við höfum heiðrað svo lengi!!! Þá getur maður með góðri samvisku, farið að vísa ferðamönnum aftur heim í heiðardalinn!!
Lifið heil
Steinunn
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Orð í tíma töluð Steinunn!
Björk (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 15:21
takk fyrir hörkugóðan pistill Steinunn.
Óskar Þorkelsson, 19.8.2009 kl. 16:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.