Enn og aftur er forgangsröðun íslenskra lækna gjörsamlega út úr kú.
Ég ætla alls ekki að neita því, að reykingar séu skaðlegar,- en því miður er alltof oft farið frjálslega með staðreyndir, þegar læknar og yfirvöld, vilja draga athyglina að reykingum. (Oft hentar slík umræða stjórnvölum vel, til að draga athygli landsmann frá einhverjum mikilsverðari hlutum/umræðu)
Skaðsemi reykinga er mikil, ekki spurning um það. hún er hinsvegar alltof oft ýkt, og orsakir og afleiðingar teknar úr samhengi.
Mér er ferskt í minni, að fyrir nokkrum árum,- var hinn íslenski Landlæknir ekki sáttur við umræðu um skaðsemi áfengisdrykkju. Hann sat fund með mörgum sem höfðu þjáðst af afleiðingum alkóhólisma,- alkóhólistum, aðstandendum, hjúkrunarfræðingum, prestum, löggæslumönnum ofl. Þegar umræddur læknir hafði lítilsvirt þennan fund, nokkrum sinnum,- tók steininn úr, þegar hann fullyrti að árið áður "hefði ENGINN Íslendingur látist af völdum áfengisdrykkju"!!?? Margir viðstaddir höfðu í frammi hávær mótmæli, og kom m.a. fram hjá fagfólki, að það væri erfitt að greina þetta, þar eð slíkt kæmi aldrei fram á dánarskýrslum,- heldur hefði drukkni maðurinn sem fleygði sér fram af kletti, "látist af falli", áfengisdauða konan sem kafnaði i eigin uppköstum,- hafði "látist af völdum drukknunar, eða köfnunar"... og svo mátti lengi telja....
Sama gildir um dánarvottorð reykingarmanna, það er klárt. Reykingarmaður má ekki hrasa í stiga,- ef hann reykir, er það klárlega ástæða fallsins!! Allt sem tengist heilsufari reykingarmannsins, SKAL hengt á reykingar hans/hennar!!
Ég hef orðið fyrir þessu sjálf, að vera með verk í baki/öxlum, og læknagrey taldi við hæfi að fara að ræða reykingar mínar, í því samhengi!!!
En drykkjusjúkdómar eru BANNUMRÆÐUR!! Talandi um peninga sem eytt er í reykingartengd samfélagsleg/heilbrigðis-vandamál...
Það er ekki spurning að meiri peningum er eytt í félagslega aðstoð til handa alkóhólistum, aðstandendum þeirra og tap á vinnumarkaði vegan allskyns fjarveru,- heldur en reykingarmanna.
Félagslegar afleiðingar drykkjusjúkdóma eru án vafa alvarlegra mál, en þær sem að reykingum snúa.
Hvað eru mörg dæmi um að fólk til að mynda leggi hendur á ástvini sína, eða aðra,- af því að þeir reykja?
Hvað hafa margar nauðganir verið tengdar reykingum?
Hvað eru margir fangar inni á stofnunum, vegna afbrota frömdum af einhverjum, sem hafði reykt of mikið?
Hvað hafa margar fjölskyldur verið leystar upp, vegna reykinga?
Hvað hafa margir misst vinnu, eða hætt að mæta,- vegna reykinga?
Hvað er algengt að reykingarmenn, mæti ekki í vinnu "daginn eftir" að fá sér sitt tóbak?
Hvað má rekja mörg bílslys til reykinga, versus drykkju?
Er þetta ekki lítisvirðing við alla þá sem þjást, jafnvel svo árum áratugum skiptir,- sökum áfengissjúkdóma?
Setjið nú forgangsröðina rétta, í EITT SKIPTI!!! Ef yfirvöldum er svona hugleikið að taka einstaklingsréttinn og "valið" af fullorðnu fólki,- hafið þá alavega hugrekki til að byrja á réttum enda!!
Hvað varðar unglinga reykingar, er ekki komin tími til að fólki sé gert að ala upp sín börn, án íhlutunar yfirvalda? Hvað hafa sömu yfirvöld gert til að íhlutast, vegna ofurölvunar unglinga um allt land? Þá finnst þeim við hæfi að foreldrar taki ákvarðanir og axli ábyrgð...
Læknar og aðrir, sem telja sig geta ráðskast með fullorðið fólk, ættu ekki að vera þeir hugleysingjar,- að þora ekki að skora áfengisdrykkju á hólm,- vegna þess að hún er "samþykkt félagsleg athöfn",- eins og góður læknir játaði fyrir mér, þegar við ræddum þessi mál, fyrir mörgum árum.
Reykingarfólki hefur nú þegar verið hent út úr húsi, allsstaðar þar sem fólk kemur saman. Furðu má sæta, að réttur eigenda staða,- er enginn. Starfsfólk samkomustaða ætti að hafa sama val, sumir vilja og sumir vilja ekki, vinna á stöðum þar sem reykt er. Hvað varð um hið fræga einstaklingsfrelsi á Íslandi? Ætlum við að taka framúr Svíum, Kínverjum og "gömlu" Sovétríkjunum,- og svipta fólk algjörlega sínum valréttindum?
Væri ekki nær að vera að líta til annarra og mikilsverðari málefna, sem snerta framtíð landsmanna? Þetta er farið að lykta eins og Bjórumræðan, gerði hér í gamla daga. Alltaf þegar íslensk stjórnvöld þurftu að ýta óþægilegum málum gegnum þingið, var bjórumræðan dregin upp, rykið dustað af henni,- og meðan þyrstur landslýðurinn horfði gráðugum augum á, og vonaði að nú myndi verða af afléttingu bjórbannsins,- var öðrum óþægilegum málum mokað gegnum þing landsamanna,- bakdyramegin.....
Ég velti fyrir mér....Hvað hangir á spýtunni núna???
Góðar stundir
Steinunn
Hugmynd um að banna tóbakssölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heyr, heyr!!
Þvílíka helvítis bullið!
Ef það á að gera fólk alveg brjálað, bætið þessu þá ofan á ástandið í þjóðfélaginu!
Rosa gott að eiga við fólk sem er brjálað úr reiði af því að það á ekki fyrir reikningunum og í nikótínfráhvörfum á sama tíma!
Heiða (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 10:39
Mikið skelfig er ég sammála þér núna Steinunn !!!!!
hrefna gunnlaugsdóttir (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 11:52
he he , hættu að reykja stelpa !
Óskar Þorkelsson, 8.9.2009 kl. 17:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.