Masai Mara á morgun.....

Elskurnar, takk fyrir allar góðar áramótakveðjur hingað til Nairobi.  Við gátum skroppið út að versla í dag,- og eyddum deginum skammlaust í verslunarkjörnum. 

Svo bókuðum við snemma flug á morgun, til Masai Mara, sem er Paradís á jörð,- enda eins gott að hypja sig útúr bænum, þeir eiga von á frekari uppþotum, sem hefjast með stórum fundi á morgun,- þeir eiga von á allavega milljón manna, og okkur er sagt að þetta geti varla orðið friðsælt,- bara að vona það besta.......

Ástandið fyllir mig sorg, ég hef eytt nógum tíma í Kenya, til að vita að þetta er ekki eðlileg þróun mála hér, og það er sorglegt að þetta kostar mannslíf og meiðsl, ég á kunningja hér sem hafa misst heimili sín, eru með fjölskyldur sínar á verstu ófriðarsvæðunum,- og svo misnota innanlands flugfélögin aðstæðurnar, og juku miðaverð á mann um 100%..... Algjört samviskuleysi, þarna sannast enn, að eins dauði er annars brauð, á grófasta máta!!!

Hinn dæmigerði Kenyi er glaðlyndur, hlýr og hvers manns hugljúfi,- og ég er afar þakklát að vinir mínir og kunningjar hér halda sinni alúðlegu framkomu, þótt í annan stað þeir tali mikið um, hve þeir fyrirverði sig, fyrir að við skulum þurfa að upplifa landið þeirra í slíkri krísu. 

En ég er harðákveðin í minni skoðun,- að þetta ástand verður að vera tímabundið, og vil alls ekki að hinn dæmigerði Kenyi, telji að á sig verði hallað á nokkurn hátt af minni hálfu. Ég óska bara að þetta gangi yfir áður en fleiri mannslífum verður kastað á glæ. 

Við systur þurfum ekki að kvarta, höfum haft það gott, og munum enn hafa það gott,- en ég lít líka á þetta sem lærdómsríka reysnlu,- fyrir mig frá landinu góða, þar sem í langan tíma víð höfum trúað meira á mátt pennans og hins talaða orðs, reynum oftast að vinna að lýðræði, og drepum engan útaf ómerkilegum tittlingaskít eins og pólitík, þar sem flest okkar vitum að þegar öllu er á botninn hvolft, er sama rassgatið undir öllum pólitíkusum....Hehehehehehe

Bestu kveðjur að sinni elskurnar, hafið það sem best þessa fyrstu daga á nýju ári!!!

Steinunn

 


Nairobi áramót....Hmmmmm

Við systurnar komum til Nairobi frá Kongó og Noregi, þann 29.des.  Ég hef aldrei séð Nairobi svona, eins og draugabæ,- ekki bíll eða hræða á götunum, ekkert nema vígbúnir hermenn, lögreglulið og riddarasveitirnar.

Í stað þess að vera ca 40 mínútur frá flugvellinum, tók ferðin 10 mínútur.  Ef ástandið væri ekki svona alvarlegt, vegna kosninganna, þá hefði ég fengið Daniel vin minn og leigubílstjóra undanfarinna ára, til að stoppa, svo ég gæti tekið myndir, ég á ekki von á að sjá nokkru sinni svo auðar götur í þessari borg aftur.  Þetta var eins og fyrst Júróvisjon kvöldið í Reykjavík........ Nema á hótelið komst ég, mikið glöð að hitta systur mína, sem ég hafði ekki séð síðan 2006.

Síðan þá höfum við setið á hótelinu, og fengið vinsamleg ráð starfsfólksins að fara lls ekki út, vegn óeirðanna. Og eftir þá reynslu sem ég hef, finnst mér þetta heillaráð, auk þess sem ég veit að starfsfólkið sjálft hefur ekki komist heim svo dögum skiptir, og mörg þeirra hafa ekki frétt af fjölskyldum eða vinum, önnur vita að fjölskyldurnar eru í stórhættu, enn önnur vita að heimili þeirra hafa verið brennd til grunna...... sorglegt, sér í lagi þar eð ég haf alltaf séð Kenya í öðru ljósi en mörg önnur Afríkuríki.

Það hefur samt ekkert væst um okkur, Hótel Norfolk er fimm stjörnu hótel, og ágætt að liggja við laugina, sem og það var frábær hátíðarkvöldverður í gærkvöldi.  Fjarskipti hafa ekki verið með einfaldara móti, ég sendi mörgum vinum og ástvinum kveðjur á sms í gærkvöldi, en rak mig á að megnið komst ekki til skila. 

Í dag fékk ég svo skilaboð í gegnum SafariCom kortið mitt, á sms: "Þér eruð hér með vöruð við af Ráðuneyti Innanlands Öryggismála að senda nokkur sms skilaboðsem tengjast ástandi innanlands í Kenya, ef þér brjótið gegn þessari ábendingu mun það kosta málssókn".... Ég hafði svosem ekkert hugsað mér að hafa skoðun á ástandi innanlandsmála,- og eftir þessa hótun, stend ég við það. 

Hinsvegar óska ég ykkur öllum Gleðilegs nýs árs, ástar og friðar, megi allar ykkar væntingar verða að veruleika á nýja árinu.  Þakka allt sem liðið er, og lít með tilhlökkun til komandi árs.  Bestu kveðjur að sinni, við fáum að skreppa út í dag, svo eg ætla ekki að eyða of miklum tíma á netinu!!!  Steinunn


Frábært starf og Íslendingar alltaf til í að "fara út að leika"

Mér finnst það alltaf jafnmikilvægt að Íslendingar versli flugelda af samtökum eins og Skátum, Slysavarnarsveitum og Landsbjörg. 

Ég held að það sé ekki til sá Íslendingur sem hefur ekki fundið til þakklætis þegar félagar þessara samtaka hafa lagt sig í hættu og vosbúð til að bjarga mannslífum á landi og legi. Við þekkjum öll einhvern sem hefur þurft á þeim að halda, og ekkert heldur aftur af þeim, þótt þeir slíti sig frá öryggi eigin heimilis eða vinnustaðar, til að leita einstaklinga eða bjarga einstaklingum, í neyð.

Ég óska þess að salan verði meiri en nokkru sinni fyrr, og að við höldum áfram að styðja við allt það óeigingjarna starf sem þessi samtök leysa glæsilega að hendi.

Sem betur fer eru Íslendingar (sér í lagi íslenskir karlmenn) alltaf tilbúnir að haga sér eins og fimm ára krakkar, allavega einu sinni á ári,- og dúndra flugeldum upp í loftið  :)

Góðar stundir elskurnar!!!

 


mbl.is 800 tonn flugelda í loftið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hangikjöts-hafmeyjan í Kongó

Jæja, aðal- jóladagarnir eru að baki, og fékk að reyna ýmislegt fyrir, í og eftir mataboðið mitt......  Dramadagur, ef ég má segja svo.

Við vorum í matarboði á aðfangadag, og gistum þar, svo ég ákvað nú að rífa mig upp fyrir klukkan átta um í gærmorgun, til að sjóða hangikjötið. Kom heim, skellti því í pottinn, og WHAM!! Rafmagnið fór af, tíu mínútum seinna!!  Við erum með vararafal, sem að sjálfsögðu keyrir EKKI loftkælinguna og eldavélina í í búðinni.....

Konan dó þó ekki alveg ráðalaus, átti í fórum mínum eina fondue hellu, sem ég skellti í samband og þar skyldi nú hangilærið malla í friði og rró.  Sem það gerði sannarlega, því ekki virkaði hellan nú rétt eins og eldavél, svo þetta var hæg soðning frameftir degi.  Þá var að skipta yfir á kartöflurnar, sem ætluðu aldrei að sjóða.

Við undirbjuggum forrétarhlaðborð, Norskan reyktan lax, ristað brauð, tíu tegundir af ostum, kex og vínber, gæsalifur og íslenskan kavíar, þrjár tegundir- sem ég fann í Kinshasa!!!

Gestirnir tyndust inn um sexleytið, kartöflurnar enn að malla, ekkert rafmagn enn,- og við settumst út á svalir með drykki og forréttina. Allt var í góðu, nema ég var farin að kvíða því að elda uppstúfinn á hellunni góðu. Loks gat ég ekki dregið lappirnar lengur, við skrældum kartöflurnar, og ég byrjaði að bræða smjörið,- þá PÚFF!!! Kom ekki rafmagnið á aftur!!!! 

Ég hugsaði sigri hrósandi að þetta væri minn dagur eftir allt saman,- uppstúfurinn var tilbúinn á augabragði, og við settumst að borðum.  Aðeins einn gestanna minna hafði smakkað hangikjötið sem ég bauð í fyrr í sumar, og þau voru öll jafn svakalega hrifin af matnum, og hversu ólíkt hangikjötið væri öllum öðrum mat sem þau hefðu smakkað.  Eftir matinn var spjallað og hlegið, fínt kvöld eftir dramatískan dag.........Jamm......Akkúrat.....

Gestirnir fóru rétt fyrir ellefu, við tókum saman og gengum frá,- og rétt sem félagi minn fer inn í herbergisálmuna, heyrði ég fyrstu þrumuna úti. Svalirnar eru yfirbyggðar, og ég elska eldingar, svo ég dreif mig út aftur og settist niður til að njóta alls þess sem glæsilegt þrumuveður og úrhellisrigning hefur uppá að bjóða.  Ég kallaði svo í vin minn, og ráðlagði hionum að koma út og njóta þessa samspils með mér.  Hann hinsvegar kom út, og sagði mér að kannski hefði ég meiri áhuga á að sjá hvað væri á seyði inni í íbúðinni minni. 

Þegar ég kom inn, var mér allri lokið,- einhversstaðar hafði eitthvað affall stíflast, og nú pípti vatn gegnum loftkælinguna í stofunni,- eins og Gullfoss!!!  Fyrst var að klifra uppá borðstofuborðið og slökkva á loftkælingunni, og kippa lampa sem var kominn á kaf í vatn, úr sambandi.... Vatnið hélt áfram að streyma inn með sama ofsanum. Ökkladjúpt vatn á svipstundu, ég er ekki að ýkja það!  Svo var að reyna að finna upptökin,- tóskt ekki,- hringja í húsvörðinn,- og byrja að þurrka upp það sem hægt var, og setja bala undir loftkælinguna,- sem mátti tæma á innan við fimm mínútna fresti!!......Til að gera langa sögu stutta, við vorum búin að þurrka íbúðina klukkan tvö í nótt, við þurftum að færa ÖLL húsgögnin úr stofunni o.s.frv. o.s.frv........

Lífsreynsla, eh? 

Og mórall þessarar sögu? Ef ég hef matarboð í Kinshasa, elda þá daginn áður.  Ef Guðirnir eru svo góðir við mig, að redda rafmagninu á hárréttum  tíma, eins og í gær,- þá ekki að sýna þá autrú og heimsku, að álíta ekki að þeir nái manni ekki í annan stað.

Þegar það rignir í Kinshasa eru allavega helmingslíkur á að það sem á að virka í íbúðinni, virki ekki,- svo ekki setjast út á svalir að njóta rigningarinnar, heldur sittu og starðu á íbúðina þína................!!!!

Já það held ég nú, ótrúlega gaman og fyndið, þegar það var afstaðið hehehehehehehe

Vona að þið hafið öll átt dásamlega hátíð,- og munð eiga góðan dag,-

Steinunn 


Bullur...Ofbeldismenn/konur...

Sko, minn skilningur er, að "bullur" eru fótboltaáhangendur, sem oft viðhafa ósæmilega hegðun, hótanir, skemmdarverk og ofbeldi,- sem tengist eingöngu fótbolta eða öðrum hópíþróttum. 

En að ætla að kalla þann sem almennt beitir ofbeldi, og þá sér í lagi undir einhvers konar annarlegum áhrifum, og þá jafnvel gegn lögreglu,- "bullur",- hljómar bara ekki rétt. 

Hinsvegar er ég alveg sammála því, að öll ofbeldismál ætti að taka sterkari tökum,- mér hinsvegar tekst ekki að skilja muninn á ofbeldisverki gegn lögreglumanni eða öðru fólki.  Afhverju má ekki vopna maka, sem verða fyrir reglulegu ofbeldi af sínum "betri" helmingi,- með stuðbyssum?  Og enn og aftur, það eru ekki bara karlar sem berja konur sínar, það er aldeilis að virka í báðar áttir.

Ég er á moti öllu ofbeldi, en ég held að leita lausna með stuðbyssum eða öðrum vopnum, sé ekki lausn.  Það hefur margoft sýnt sig, að linkind íslenskra stjórnvalda, er það sem elur á stjórnleysinu. Lengri og þyngri dómar, og kannski fangelsi sem virka sem hegningarhús,- í stað þess að vera borin fram sem heimavistarskólar,- tel ég að yrði miklu árangursríkara í baráttu gegn hinum ýmsu glæpum.

Þetta þykir eflaust mörgum stórt upp í sig tekið, en ég minni á hið saklausa fórnalamb illvirkja og ofbeldisfólks,- ef fórnarlambið ert þú sjálf(ur) eða einhver þér nákomin(n),- ekki þá reyna að segja mér, að þér finnist ásættanlegt að refsing viðkomandi sé að sitja í íslensku fangelsi, með 4-5 ágætismáltíðir á dag, geta stundað nám til stúdentsprófs, unnið hlutastarf skattfrjálst o.s.frv. á meðan fórnarlambið er e.t.v. að fara í gegnum hverja aðgerðina á fætur annari, til að reyna að bjarga auga, kippa kjálka/nefi eða öðrum líffærum/limum í liðinn, eftir verknaðinn.  Það er hreinlega ekki sanngjarnt,- og alls ekki "réttlæti",- mín skoðun.

Njótið þessa dags,- því hann er það sem skiptir máli,- gærdagurinn er minning og morgundagurinn er draumur,- njót því þessa dags og gerið sem mest úr honum. 

Góðar stundir elskurnar!!!


mbl.is Bullur teknar nýjum tökum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afrískar Jólakveðjur!

Jæja, þá er bara einn dagur eftir til jóla...... Get nú ekki almennilega "hrokkið" í jólagírinn hér úti, það er hvorki kalt eða snjór, þó svo nú sé búið að hrúga yfirgengilega miklu af jólaseríum um allan bæ, mörgum til mikillar undrunar.  Þetta er víst í fyrsta sinn sem þetta sést hér í þessum mæli. 

Ég er farin að hlakka til að sjóða íslenska hangikjötið, skelli því upp á morgun, þar eð ég vil bera það fram kalt á jóladag.  Svo er bara að vona að ég haldi rafmagni...... Búin að kaupa nokkra forrétti, til að fylla gestina fyrir mat, því nú er ég orðin logandi hrædd um að hangikétið dugi ekki.  Stór vandamál, lítil vandamál...... En ég er lánsöm, ég á góða vini, sem munu verða mér til stuðnings og skemmtunar, þegar ég sakna strákanna minna á jólunum.

Um áramótin verðum við systurnar svo í Nairobi, þar sem ég ætla að gera mitt allra besta til að kynna Afríku fyrir stóru systur minni,- þ.e.a.s. túristahliðinni...... Nairobi er yndisleg, eins og heimili að heiman, undanfarin ár, og þar fæ ég þá tilfinningu að vera komin  í menningarumhverfi aftur. Innfæddir í Kenya hafa verið mér góðir, og ég hlakka til að hitta vini mína. 

Hveð um það, ég óska ykkur öllum Gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári (klisja, ég veit),- og þakka ykkur öllum, sem hafið verið þarna fyrir mig á liðnu ári.  Hittumst heil!!!

Kveðja

Steinunn  


Það VERÐUR að stöðva andlega nauðgun Femínista!!!

Mér varð svo um, þegar ég las þetta fréttaskot Mbl.is, að ég varð að róa mig niður, áður en ég myndi tjá mig frekar um málið.  Tímanum eyddi ég í að ræða þessa frétt við konur og menn af erlendum uppruna, sem eru vinnufélagar mínir, úr öllum stéttum og með misjafnan bakgrunn, með tilliti til menntunar og starfsferils.  Allt þetta fólk, fylltist sama hryllingi og viðurstyggð, og ég hafði sjálf upplifað.  Hvernig VOGA þessar manneskjur sér, að draga sakleysi barnanna okkar, inní óheilbrigða áróðursstefnu sína??  Eins og einn vinur minn komst að orði,- "þetta myndi kosta málssókn og enda með fangelsun, þaðan sem ég kem".....Og ég er svo sammála honum!! 

Það hefur ENGINN rétt til að rugla sakleysi barnanna, saman við ranghugmyndir Femínista,- og tengja það jólum og jólasveinum!!! 

Svo aðeins til umhugsunar, þessar alhæfingar; "Askasleikir óskar sér að karlar hætti að nauðga"   Hmmmm.....Skoðum þetta aðeins

  • Askasleikir er karlkyns, býr með hóp af körlum, fellur hann þá ekki undir ákjósanlega kategoríu af fyrrnefndum körlum?
  • Hvernig var þá með Frelsarann, sem allt þetta fjaðrafok (jólin) stendur um, hann er mjög líklegur líka,- annað jólakort

En hversvegna ætti Askasleikir að óska sér þessa, af hverju ekki t.d. Stúfur,- eða eru allir hinir jólasveinarnir naugðarar og níðingar, og Askasleikir er að reyna að tækla það?

Viðbjóður segi ég, og þessir einstaklingar sem framleiddu þetta jólakort, ættu að fara undir læknishendur,- þessi skilaboð lýsa sjúkum huga og mjög vansælum einstaklingum, sem sorglega hafa nú hópað sig saman, til að koma sínum eitruðu skoðunum á framfæri. 

Skömm er að, og það HLÝTUR að vera einhver leið að stífla þennan ósóma, og jafnframt koma þessum manneskjum undir hendur sálfræðinga  eða annarra sérfræðinga.

Börnin hafa rétt á að þekkja jólasveinana, eins og þeir hafa verið þeim um áraraðir,- góði kallinn sem færir manni í skóinn, segir brandar og syngur með manni,- skiptir sér ekki af pólitík eða dægurþrasi!!!

Börnin hafa líka þann sjálfsagða rétt, að þeim sé ekki boðið upp á ósæmileg skilaboð, sem einfaldlega staðhæfa að allir karlar séu nauðgarar!!! 

Hverning er það með þessar manneskjur, trúa þær því að þær séu allar dætur nauðgara? Það getur ekki verið neitt öðruvísi með feður þeirra, en alla aðra karlmenn,- svo við höldum okkur við alhæfingarnar.

Ég óska þess að Askasleikir, og allir hinir jólasveinarnir sendi þessum konum friðsæl jól og gleðilegt nýtt ár, þar sem augu þeirra opninst gegn þeirri villu og svima, sem þær standa í. Og þær sem ekki geta eða hafa áhuga á, að verða manneskjulegri í samskiptum sínum við börn Íslands, ættu að fá hegningu gegn, eins og aðrir nauðgarar, þar sem þær eru hreinlega að nauðga börnum andlega, með svona skilaboðum!!!

Svo mörg voru þau orð, og ég ætla ekki að leyfa þessum aumingjum að eyðileggja mína líðan frekar

Bestu kveðjur

Steinunn


mbl.is Ósáttir við jólakort femínista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óveðursfréttir strandaðra útlendinga ofl.....Fyndið

Bara snögg færsla, af því að góður vinur minn sendi mér link á frétt, eftir Laurie David Huffington Post, undir titlinum "I am in Iceland don't ask".... Ég er búin að hlægja mig máttlausa yfir þessari frétt.  Konan er snilldarpenni, og upplifir á stuttum tíma einlægni Íslendinga, og einning þá staðreynd að við trúum því nánast öll, að við séum með eindæmum veðurglögg þjóð. Hahahahahahaha....... Mæli með því að kíkja á þessa frétt.  Hvernig hún lýsir vindhraðanum á eyjunni í norðri, nærri sendi mig heim í huganum. 

Þessi frétt minnti mig á uppáhaldsbókina mína, nú seinni ár (með fullri virðingu fyrir Arnaldi Indriða sem er lang-LANG bestur að mínu áliti),- þessa bók greip ég með mér í flugstöðinni, þá á leið til Burundi.

Hún er eftir erlendan höfund, og ber þann einstaka titil "The killers guide to Iceland".  Nú, ferðaleiðsögumaðurinn í mér (stuttur starsferill, en óhemju skemmtilegur), hreinlega VARÐ að lesa þessa bók.  Bókin sem ég las upp til agna, ef þannig má að orði komast,- stödd í framandi heimsálfu,- sendi mig rakleitt heim, í hvert sinn sem ég opnaði hana.  Höfundurinn hafði eytt einhverjum tíma á Íslandi, og þið vitið hvernig það er með að "Glöggt er gests augað",- hann lýsti landi og þjóð af þvílíkri ofursnilld, að ég bæði hló og grét yfir bókinni.  Þessa bók, ásamt nokkrum enskum útgáfum Arnaldar, hef ég notað til að kynna Ísland hér úti,- og það hefur svínvirkað. 

Eða eins og Kanadamennirnir sögðu við gamlan vin minn og framkvæmdarstjóra, þegar hann spurði þá eftir dagsferð "How do you like Iceland"?  Þeirra svar var, að þeir hefðu jú í Kanada líka fjórar árstíðir, bara ekki allar fyrir hádegi!!!!  Snilld........ 

Ég er byrjuð að bjóða fólki í mat á jóladag, íslenskt hangi-lambalæri namminamminamm......Bauð síðast fólki í þennan rétt í sumar, þegar ég kom að heiman,- og í annað skipti í fersk íslensk lambalæri með hefðbundu meðlæti eins og sykurbrúnuðum kartöflum,- ég er ekki að ljúga upp á mig, að það er enn talað um þessi matarboð, sem besta matinn í Kongo, af þeim gestum sem sóttu mig heim,- sumir reyndar tóku dýpra í árinni, eftir Hangikjöt og uppstúf, og sögðust aldrei hafað smakkað betri mat, neins staðar í heiminum!!!!  Þá leið mér vel, geri mér grein fyrir að þetta hafði ekkert með mína hæfileika að gera, það er varla hægt að skemma hangikjöt, það er bara BEST!!!  Eigið dásamlegt kvöld framundan mínir kæru landar!!!  Ég vildi að ég hefði tekið jóladisk með Bjögga og fleirum, með mér hingað, langar allt í einu í pínulitla jólastemningu......


Femínistar hljóta að hoppa og skoppa!!

Kristján Þór, hvaða kona hefur lamið þig til hlýðni, mér er spurn hvernig þú kemst að þeirri niðurstöðu að ef þú brýtur gegn kynbræðrum þínum þá "sé vel unnið að þessum málum"!! ?? Skammast´ín bara....

Launamisrétti eru eingöngu misrétti, ef á konur er hallað,- eru skilboðin sem þessi frétt sendir okkur.  Samkvæmt niðurstöðum fréttarinnar, þykir það vera ávinningssigur að konur þurfi að hafa minna fyrir launum sínum en karlar......

Hvurslags eiginlega heilasjúkdómur herjar á þetta fólk?? Er hann smitandi, eða leggst bara á þá sem eru heldur tæpir fyrir??  Ég þvertek fyrir að trúa, að nokkrum heilvita manni, finnist jafnrétti hafa ná áfangasigri, með því að karlar geti náð hærri launum, ef þeir vinni framlengdan vinnutíma!!!  Það verður að fara að nálgast þessa hluti af einhverri skynsemi, hætta þessu kven-sérréttinda kjaftæði.  Stelpur, ef þið viljið leika með strákunum, þá skuluð þið leika eftir þeirra uppskriftum.  Ef þið vinnið á sama stað, sömu vinnu,- þá gjörið svo vel að sóma ykkar í að ætlast ekki til einhverskonar spes-meðferðar, eins og sannanlegt er að hvatt er til, samkvæmt fréttinni umtöluðu. 

Mæður okkar og ömmur börðust undir áróðrinum "sömu laun fyrir sömu störf",- gott og blessað réttlætismál,- nútímakonur, sem hafa tekið við af þessum öðlingskonum, virðast aðallega vera uppteknar af slagorðunum "sömu laun fyrir minni ábyrgð og styttri vinnutíma".....Skömm er að, segi ég. 

Eðlilegar konur, með lágmarks sjálfsvirðingu skammast sín fyrir að vera af þessum kynþætti, þegar við erum slegnar með svona fréttum, og við skiljum hversvegna konur eru í auknum mæli óvinsælar á mörgum vinnustöðum.

Jafnrétti JÁ,- sérréttindi NEI!!

Kveðja

Steinunn  


mbl.is Dagvinnulaun kvenna orðin hærri en karla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Beljur í Flóa og aðrar beljur

Ég finn til með þessum bónda,- þetta er nokkuð snúið mál, og örruglega verið honum mjög erfitt.  Ég á einhvernveginn bágt með að trúa að á landi ekki stærra en okkar, sé ekki hægt að tækla þetta öðruvísi.  Það er varla hægt að fullyrða að þetta muni koma í veg fyrir að sjúkdómar berist milli hreppa sem eru nánast í kallfæri....  

Ég ætla að skjóta inn belju-flutninga-brandara sem ég heyrði í gær:

Egill hafði lent í bílslysi í Dalasýslu, þar sem hann var að flytja uppáhaldsbeljuna sína, Huppu - milli bæja.  Hann hafði verið ekinn niður af stórum vörubíl, og  Huppa hafði drepist á staðnum....

En Egill fékk seinni parts áverka, sem hann sótti mál gegn tryggingarfélagi trukksins, nokkrum mánuðum seinna.  Málið fór fyrir dóm, þar eð Tryggingarfélagið harðneitaði að borga, og bar fyrir sig að Egill hefði sagst vera óslasaður á slysstað.  Egill var nú fyrir dómi, og hákarls lögfræðingur Tryggingarfélagsins settist að honum, eins og vargur í ruslahrúgu

"Er það ekki staðreynd, að þú fullyrtir við lögreglumanninn á staðnum, að þú værir óslasaður"?

"Jú, en sko Huppa mín, hún....."

"Nei, heyrðu, ég var ekki að spyrja um kúna" greip lögfræðingurinn frammí "einfalt já eða nei, sagðir þú, eða sagðir þú ekki, að þú værir óslasaður á slysstað"?

"Sko,- ég sagði eitthvað þvílikt,- en þetta var allt útaf henni Huppu minni, hún var sko......"

"Heyrðu mig nú" hvæsti lögfræðingurinn "ég er ekki að spyrja um beljuna, já eða nei spurning, varstu eða varstu ekki slasaður"??

Það sást að nú var farið að þykkna allverulega í Agli bónda, og hann leit biðjandi á Héraðsdómarann "Bara ef ég fengi að klára eina setningu, þá myndirðu skilja að líðan hennar Huppu minnar er málinu vel viðkomandi, og...."

"Hættu að þvæla um beljuskrattann" æpti lögfræðingurinn "Varstu eða varstu ekki búinn að fullyrða við lögregluna á slysstað að það væri ekkert að þér"?

"Bíddu við" sagði dómarinn sem hafði með vaxandi áhuga fylgst með þessum átökum kúabóndans og lögfræðingsins "Mig langar að heyra hverning Huppa kemur við sögu"

Egill bóndi leit þakklátur á dómarann og svaraði "Já sko, þegar vörubíllinn lenti á okkur, hentist ég útúr jeppanum og endaði í vegkantinum, Huppa rúllaði yfirum með hestakerrunni, en hliðarnar gáfu sig, svo hún lenti á hinum kantinum.  Þegar Jón Dalalögga kom á staðinn var Huppa mjög kvalin, hún stundi og veinaði og virtist vera í andslitrunum.  Jón gekk að henni, Huppu minni, og hún stundi jafnvel meira, þegar hún sá hann koma. Nú Jón Dalalögga fór rakleitt í löggubílinn, sótti þar tvíhleypu, sneri tilbaka og skaut hana Huppu mína einu skoti, til að þagga niður í henni.  Jón kom svo þvert yfir veginn til mín, hélt enn á byssunni og spurði "Hverning hefur þú það, slasaður nokkuð? Hverslags helvítis bjáni haldiði að ég sé, við þessar kringumstæður að segja mannfjandanum hvernig ég hefði það, eftir hana Huppu mína"?  :)

Að Bílbeljum, ég er þakklát að vera í Afríku núna, þar sem ég sé á íslenkum fréttaflutningi, að Íslendingar eru enn að láta hausthálkurnar koma sér á óart, alltaf jafnhissa, og alltaf þessi fáránlega aukning bílslysa á þessum árstíma......Þetta eru nú engin stjörnuvísindi, það ÞARF að hægja á sér og hugsa málið, þegar vetur er að ganga í garð.  Hafa virkilega ekki nógu margir þurft að þjást vegna slysa og ástvinamissis, til að vekja okkur upp,- og hugsa rökrétt; haust=hálka=aukin slyshætta.....Næsti -kumaður dauðans gæti hæglega verið þú......

Eigið yndislega og öruggan dag í umferðinni, eða hvar sem þið eruð kæru landar!!

By the way, ég framkvæmdi 'Kaffi test' sem Viðar Eggertsson hafði minnst á í Blogginu sínu, mjög fyndið, og ég ER Frappucino!!! Hehehehehehe


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband