Óveðursfréttir strandaðra útlendinga ofl.....Fyndið

Bara snögg færsla, af því að góður vinur minn sendi mér link á frétt, eftir Laurie David Huffington Post, undir titlinum "I am in Iceland don't ask".... Ég er búin að hlægja mig máttlausa yfir þessari frétt.  Konan er snilldarpenni, og upplifir á stuttum tíma einlægni Íslendinga, og einning þá staðreynd að við trúum því nánast öll, að við séum með eindæmum veðurglögg þjóð. Hahahahahahaha....... Mæli með því að kíkja á þessa frétt.  Hvernig hún lýsir vindhraðanum á eyjunni í norðri, nærri sendi mig heim í huganum. 

Þessi frétt minnti mig á uppáhaldsbókina mína, nú seinni ár (með fullri virðingu fyrir Arnaldi Indriða sem er lang-LANG bestur að mínu áliti),- þessa bók greip ég með mér í flugstöðinni, þá á leið til Burundi.

Hún er eftir erlendan höfund, og ber þann einstaka titil "The killers guide to Iceland".  Nú, ferðaleiðsögumaðurinn í mér (stuttur starsferill, en óhemju skemmtilegur), hreinlega VARÐ að lesa þessa bók.  Bókin sem ég las upp til agna, ef þannig má að orði komast,- stödd í framandi heimsálfu,- sendi mig rakleitt heim, í hvert sinn sem ég opnaði hana.  Höfundurinn hafði eytt einhverjum tíma á Íslandi, og þið vitið hvernig það er með að "Glöggt er gests augað",- hann lýsti landi og þjóð af þvílíkri ofursnilld, að ég bæði hló og grét yfir bókinni.  Þessa bók, ásamt nokkrum enskum útgáfum Arnaldar, hef ég notað til að kynna Ísland hér úti,- og það hefur svínvirkað. 

Eða eins og Kanadamennirnir sögðu við gamlan vin minn og framkvæmdarstjóra, þegar hann spurði þá eftir dagsferð "How do you like Iceland"?  Þeirra svar var, að þeir hefðu jú í Kanada líka fjórar árstíðir, bara ekki allar fyrir hádegi!!!!  Snilld........ 

Ég er byrjuð að bjóða fólki í mat á jóladag, íslenskt hangi-lambalæri namminamminamm......Bauð síðast fólki í þennan rétt í sumar, þegar ég kom að heiman,- og í annað skipti í fersk íslensk lambalæri með hefðbundu meðlæti eins og sykurbrúnuðum kartöflum,- ég er ekki að ljúga upp á mig, að það er enn talað um þessi matarboð, sem besta matinn í Kongo, af þeim gestum sem sóttu mig heim,- sumir reyndar tóku dýpra í árinni, eftir Hangikjöt og uppstúf, og sögðust aldrei hafað smakkað betri mat, neins staðar í heiminum!!!!  Þá leið mér vel, geri mér grein fyrir að þetta hafði ekkert með mína hæfileika að gera, það er varla hægt að skemma hangikjöt, það er bara BEST!!!  Eigið dásamlegt kvöld framundan mínir kæru landar!!!  Ég vildi að ég hefði tekið jóladisk með Bjögga og fleirum, með mér hingað, langar allt í einu í pínulitla jólastemningu......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Merkilegt að nenna að æsa sig yfir feministum, en ok ég fatta hvaðan genin eru. Ég æsi mig bara yfir ýmsu öðru og þá yfirleitt einhverjum smá málum. He he. Kv þinn frændi

Jón G Snæland og hafðu það sem best.     

Jón G Sæland (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband