Góðir hlutir og slæmir, geta leitt til þakklætis,-það finnst Trukkalessunni hún hafa skilið lengi, en enn betur á liðnum dögum.
Gjörningur Norskra bænda, með styrkveitingum til Íslenskra bænda, hrærði Trukkalessuna nánast til tára.....Þessi styrkur er gefinn af slíkri óeigingirni og auðsýndur skilningur á því ástandi sem íslenskir Suðurlandsbændur búa við, að það er dásamlegt.
Alltof oft hefur Trukkalessan séð útlendinga blóta íslendingum, fyrir gosið,- tafir á flugi o.s.frv. Þetta fólk gleymdi alveg þeim sem urðu verst fyrir barðinu á gosinu, og allt þeirra lísstarf lagt að veði eða jafnvel í rúst.
Ég fyllist þakklæti að vera flutt til lands, sem er ekki undir hervaldi, hungursneyð, menntunarskorti,- og öllu öðru því ástandi sem ég hef nánast daglega horft uppá, undanfarin sex ár.
Ótúlegt er hið daglega þakklæti, sem ég finn til,- að geta nú hreyft mig, án takmarkana. Það eru litlar sem engar hættur, sem ógna mér á endalausum gönguferðum í Noregi
En sorgarfréttir gærdagsins minntu mig líka á þakklæti. Æskuvinur unnusta míns, og hans fjölskylda,- búa hér stutt frá okkur, í húsi sem þau byggðu og fluttu inní, fyrir 4-5 árum. Húsið þeirra brann til kaldra kola í fyrrinótt. Húsbóndinn var einn heima, og forðaði sér út á ögurstundu. Þegar hann opnaði út, varð sprenging í húsinu, og ekkert stendur eftir. Hjónin og börnin þeirra tvö, standa eftir í heilu lagi, sem er vissulega þakklætisvert. En þau hafa tapað öllum sínum persónulegu eigum, sem engar Tryggingar ná að gefa tilbaka. Fjölskyldumyndir, bækur, gjafir o.s.frv....Og þau hafa tapað heimilinu sem þau lögðu mikla alúð í að byggja upp.....
Svo hvað mig varðar, Þakklæti skal verða innlegg þessarar viku, í það minnsta......Vona að þið minnið ykkur á, hvað þið hafið að þakka fyrir!!!
Góðar stundir
Steinunn
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála þér, það dýrmætasta sem við eigum er lífið sjálft. Eitthvað veraldlegt drasl skiftir ekki máli það á bara gera sem mest úr því sem maður hefur:-)
Polli (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 07:37
ertu að meina manninn sem geymdi 10 kg af dínamíti ólöglega í húsinu sínu ? var þetta gáfnaljós nágranni þinn ?
Óskar Þorkelsson, 7.6.2010 kl. 15:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.