Moskva...Moska....Eru Íslendingar að ganga af göflunum?

Trukkalessan er leið....Og skammast sín svolítið líka....

Og Trukkalessan er ekki manneskja sem skammast sín auðveldlega, hefur reyndar oft heyrt að hún kunni alls ekki að skammast sín....

Málefni múslima á Íslandi, hefur dregið fram skömm hjá Trukkalessunni. Skömm á samlöndum sínum....

Í Noregi er til orð yfir útlendingahatur,- það er orðið "fremmende frykt". Ég tel að bein þýðing "ótti við hið ókunna" eigi vel við framkomu margra Íslendinga, gagnvart múslimum.  

Ég hef lesið ótal færslur á FB og greinar í blöðum, sem varða byggingu bænamosku á Íslandi (EKKI Moskvu, það er borg í Rússlandi!!), og það veldur mér miklu hugarangri og gríðarlegri sorg, að sjá að fólk sem mér þykir afar vænt um og virði, tel til vina minna og er jafnvel náskyld,- sýnir svo mikið hatur gagnvart einhverju sem það hefur greinilega ekki hugmynd um hvað er.

 Hvað eru margar kirkjur á Íslandi? Hvað eru þær mikið notaðar? Afhverju stendur "trúar-tækifærissinnum" á Íslandi, svo mikil ógn af fólki sem ástundar sína trú,- en ekki bara fyrir fermingargjafir, jólabrjálæðið, páskafríið og jarðarfararsamkundur?

Allflestir vilja jú bita af kökunni, þegar kemur að ofanskrifuðum Guðstrúar-fríðindum,- mun færri auðsýna sannkristna framkomu, utan þessara "helgidaga"....

Elska skaltu óvin þinn, segir einhversstaðar,- í þeirri trú sem fagnar jólum....Greinilega eitthvað sem hatursáróðursfólk hefur gleymt.

Það ótrúlega er, að múslimar hugsa ekki svona til annarra trúarbragða. Jú, öfgvamúslimar gera það, en hví alltaf að góna á öfgvamennskuna? Öfgvamúslimar eru bara brotabrot af þeim sem eru múslimar. Í prósentuhlutföllum, miðað við fólksfjölda, þá eru kannski jafnmargir öfgvamúslimar til, og það eru Jehóvar og aðrir öfgvakristnir....

Ég er svo lánsöm að ég á vini sem aðhyllast hin ýmsu trúarbrögð. Skondið nokk, þá er Kóraninn næstum speglun á Biblíunni, þar sem aðalmálið er að vera betri manneskja, koma vel fram við þá sem minna mega sín og bera virðingu fyrir öllu sem lifir.

Öfgvafólk sem mistúlkar og hártogar Biblíuna, hatast útí allt og alla...Sama gera öfgvamúslimar við Kóraninn.

Ég held að fólk ætti að prufa að nota Hátíð Ljóss og FRIÐAR,- í að opna aðeins hug sinn,- og spyrja sjálft sig,- "Hversvegna hata ég múslima, hvað hafa þeir gert mér"?  

Skynsamt fólk getur ekki hatað heilt trúarsamfélag útaf fáum aumingjum og hryðjuverkamönnum,- það lýsir ekki nokkru heilbrigði, finnst ykkur það?

Það eiga allir að eiga sinn rétt, sorglegt er að oft lætur fólk svokölluð "mannréttindi" ganga útí kjaftæði. Hér í Noregi var fréttaþulu bannað að koma fram með kross í hálsmeni. Ég hef spurt nokkra vini mína útí þetta, og fékk sendar myndir frá t.d. Egyptalandi, þar sem sjónvarpsfréttamaður gengur með kross, og enginn hefur neitt við það að athuga, afþví að það er hans réttláta val. Það voru hinsvegar kristnir Norðmenn, sem tóku þá ákvörðun að banna þessari þulu hér að bera krossinn.... Þetta er kjánaskapur og að sjálfsögðu elur hann á vaxandi óvild.  En ætlum við öll að láta ýta okkur út í slíkt hatur og óvild, þegar við höfum í raun enga ástæðu til, nema "hann sagði, hún sagði, þetta blað skrifaði, ég sá á YouTube o.s.frv.".....???

Trukkalessan á nokkur börn, sem hún elskar útaf lífinu og er afar stolt af,- hin íslenska kirkja hefur ekki verið svo vingjarnleg gagnvart öllum hópnum,- Trukkalessan hefur samt aldrei talið að framkoma "málpípa" hinnar íslensku Þjóðkirkju, væru öllum kristnum Íslendingum, að kenna. Því hefur aldrei hvarflað að mér að  vilja brenna allar kirkjur á Íslandi til grunna, eða hata alla sem eru kristnir. Eitt barna minna hefur talað um að segja sig úr Þjóðkirkjunni, nú nýverið,- annað hefur þegar gert það. Mér finnst það vera þeirra val, en það hryggir mig að þar með eru þessi börn mín, orðin partur af "tækifæris-fermingarbörnunum" á Íslandi...

Ég hefði viljað sjá þau skila öllum fermingargjöfunum, ef þau vilja láta ógilda ferminguna. En svona hugsa ég bara.

Ég hugsa líka um hana elskuna mína, sem ég var skírð í höfuðið á,- ég vildi gjarnan muna meira eftir henni, en sumt man ég. Ég man að hún gaf mér barnstrúna, kenndi mér Faðirvorið,- og sagði mér að ég ætti að elska og virða allt líf sem Guð hefði skapað. Hún minntist aldrei orði á að ég ætti að hata þá sem hefðu ekki sömu trúarskoðun og ég, eða reyna með öllum ráðum að lítilsvirða önnur trúarbrögð.

Hátíð Ljóss og friðar, megið þið finna hana öll!!!

Trukkalessan :)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Langar bara að segja eitt: Það eru börn í mínum skóla sem mega ekki taka þátt í þemadögum þar verið er að föndra jólaskraut. Er það eðlilegt? Hvers vegna mega börn ekki fræðast um ÖLL trúarbrögð og sækja messur og hvers konar samkomur? Mér finnst skrýtið að þeir ,,kristnu" skulu sífellt þurfa að ,,lúffa". Það skaðar engan að sækja eina messu á ári á vegum skólans - kennum frekar að hugsa sjálfstætt!

Magnea (IP-tala skráð) 7.12.2013 kl. 19:58

2 identicon

Vel mælt þín kæra :*

Magga Ebba (IP-tala skráð) 7.12.2013 kl. 20:27

3 identicon

Svo sárt sem það nú er fyrir marga að heyra að þá eru það múslimar sjálfir sem ala á fordómum. Það má ekki þetta og það má ekki hitt.... og þeirra heitasta ósk er að við förum öll eftir þeirra vilja. Og ekki bara að við sleppum að taka þátt í einhverju, nei það á að banna það sem þeim er illa við.

assa (IP-tala skráð) 7.12.2013 kl. 21:52

4 identicon

Það er svo sorglegt að þegar muslimun fór að fjölga á Íslandi var alli einu svo ljótt að syngja jólasálma í skólum og halda litlu jólin eða hlusta á guðs orð sem eins og þú nefnir bara þau sömu og eru í Kóraninum.

Við erum kristin þjóð og allir velkomnir til okkar, en þeirra er að aðlagast okkur en ekki okkar að aðlagast þeim. Og ég er ekki eingöngu að tala um trú, því mér er sama hvers trúar fólkið er, en skólinn okkar á að kenna það sem þeim ber. Vilji aðrir eitthvað annað þá víkja þeir úr sinni stofu og læra sín trúarbrögð hjá tilheyrandi trúfélagi.

Moska eða kirkja eða hof, bara allt í lagi en stærð og fjöldi á að vera miðaður við fjölda.

Þetta að kirkjur séu margar er að miklu leiti fyrir erfiðar samgöngur hérna fyrr á árum

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 7.12.2013 kl. 22:52

5 Smámynd: Steinunn Helga Snæland

Svo langt sem ég veit og bendi til að mynda á athugasemd mína um krossburð í fjölmiðlum í austurlöndum og Noregi,- þá eru það velmeinandi kjánar í hinum vestrænu löndum sem ákvða að hlusta á örfáa pípandi múslima (eða annað trúarofstækisfólk) og banna hefðir eins og jólaföndur. Þeir múslimar sem ég þekki og umgengst, hafa ánægju af að börn þeirra taki þátt í ólíkum menningarheimum svo framarlega sem það eru ekki trúarathafnir. jólaföndur finnst þeim bara sniðugt. Hinir kjánarnir sem taka þessa ákvörðun, eru EKKI múslimar, heldur venjulega stjórnmálamenn (konur) sem halda að þau séu að sýna hvað þau séu klár í "mannréttindum",- hika samt ekki við að brjóta gegn eigin þegnum til að smjaðra fyrir öðrum, algjörlega að tilgangslausu....Það er hreinlega ekki rétt að hin almenni múslimi ali á fordómunum,- það eru aðrir sem standa þar að baki. Ég hef verið að hafa þá ánægju, undanfarið,- að fylgjast með fólki þyrpast í miðbæinn, hér í Arendal og skoða jólaskreytingar. Múslimar taka sér nákvæmlega sömu göngutúra með sín börn, og njóta jólaljósanna...Svo einfalt er það :)

Steinunn Helga Snæland, 11.12.2013 kl. 08:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband