Hver er sekur?

Einu sinni voru hjón meğ tvö börn.

Til ağ engin finni "kynbundnar árásir" í stağinn fyrir kjarna málsins, köllum viğ şau A & B.

A & B áttu tvö börn, C & D.

A sá um fjármál heimilisins ağ mestu, og fjölskyldan lifği í sæluvímu. Tveir bílar, sumarbústağur, şrjár utanlandsferğir, C í menntaskóla og D á síğasta ári í leikskóla, bæği klædd merkjafatnaği, og voru í fimleikum, fórbolta og ballett. Fjölskyldan hafği tölvur og sjónvörp í hverju herbergi í fallega húsinu sem şau höfğu keypt í meğaldıru hverfi í einum af stærri bæjarfélögum landsins.

Og alls şessa fengu şau notiğ á verkamannalaunum A og kennaralaunum B!

Í nokkur ár ağ minnsta kosti.

Svo fór ağ draga skı fyrir sólu, B byrjaği ağ taka eftir bréfum sem bárust heim til litlu hamingjusömu fjölskyldunnar,- og voru haus-merkt hinum ımsu lögfræğiskrifstofum, Sıslumanni, Bæjarfógeta o.s.frv.

Og svo allt í einu sló sannleikanum niğur,- A hafği fjárfest um efni fram, fjölskyldan hafği veriğ á peningafylleríi í áravís,- og nú var komiğ ağ skuldadögum. Nágrannarnir í fína hverfinu vissu skyndilega allir hvernig stóğ á, og şağ sveiğ auğvitağ fjölskyldunni verst. Hér skyldi enginn vita ağ nokkuğ væri ağ.

A hafği leikiğ sér ağeins á peningamarkağinum. A hafği keypt bílana á körfulánum, útborgun í húsiğ fékkst á erlendum lánum og svo meğ ağ leika sér á hlutabréfamarkağinum, höfğu utanlandsferğir fjölskyldunnar veriğ farnar fyrir eftirlaunasjóği útlendinga.

Löng saga stutt,- fjölskyldan litla varğ öskureiğ viğ A,- heimtaği ağ A segği af sér rekstri fjölskyldunnar og yrği ağeins ábyrgt fyrir ağ mæta í sína vinnu, ef A héldi henni şá áfram.

B tók viğ fjármálunum og byrjaği ağ reyna ağ koma heimilinu á réttan kjöl. Fjölskyldan missti húsiğ og B ákvağ ağ şau gætu leigt litla íbúğ og selt báğa bílana, şví ağ almenningssamgöngur voru alveg ágætar. B seldi sumarbústağinn og afgangnum af fjölskyldunni til mikillar gremju, borgaği B skuldir meğ innkomunni. B tilkynnti fjölskyldunni ağ hér yrği ekki fariğ í neinar utanlandsferğir, sem ekki væri til peningur fyrir,- en şau gætu hugsanlega fariğ í tjald-útilegu, ef şau ættu fyrir ağ taka sér sumarfrí. Ekki şetta áriğ samt. B sett stólinn fyrir dyrnar hvağ varğaği öll merkja-fatakaup, og í stağ merkja-leğur-skólataskna,- komu einfaldar strigatöskur,- eğa börnin skyldu bara erfa notağar töskur sem voru í góğu standi.

Einasta sem B vildi ekki gera upp,- var ağ borga erlendum eftirlaunasjóğum tilbaka, og öll fjölskyldan studdi B heilshugar í şví,- enda ekki şeirra afar og ömmur, sem myndu líğa skort á ævikvöldinu af şessum sökum, bara einhverjir útlendingar. Verst var ağ öll fjölskyldan miklaği sig af şessar lágkúruákvörğun.

Svo leiğ smátími, og meğan B hélt ağ allir væru á einu máli um ağ verğa aftur heiğarlegt, harğduglegt fólk,- sem stæği í skilum, hefği şak yfir höfuğiğ, rafmagn, hita, fatnağ og mat á borğiğ og misnotaği hvorki eigiğ fé né annarra,- var afgangurinn af fjölskyldunni meğ allt önnur plön.

A var öskureitt yfir ağ hafa veriğ stağiğ ağ verki, og yfir eigin vanmætti ağ fá ekki ağ kenna börnum sínum hvernig mağur leikur Keisara, şótt engin séu fötin.

Börnin voru öskureiğ, şar sem şau voru bæği í margviğurkenndu eineltis-umhverfi,- og şau sem höfğu rigsağ um meğ merkjavörur og hlegiğ ağ aulunum sem ekki höfğu slíkt,- voru nú alveg mát. Şau höfğu allt í einu ekki efni á keppnisferğum meğ íşróttafélaginu, sem merkilegt nokk kostuğu alltaf meira en margra stjörnu hótel reisur,- og şau fengu ekki nıjasta Ipadinn, Ipodinn og farsímann....Şau höfğu ekki einu sinni efni á ağ reka almennilegan farsímareinking meğ 4G!!!

Og skyndilega gerğist şağ!

B var tilkynnt ağ şessi ofurstjórn yrği ekki liğin af öğrum fjölskyldumeğlimum, og ağ öll vildu şau ağ A tæki aftur viğ fjármálum og daglegum rekstri fjölskyldunnar.

Şegar B reyndi ağ mótmæla og kallaği jafnvel á fund meğ fjölskylduvinum, sem höfğu séğ hvernig A hafği stefnt öllu í voğa, í fyrra skiptiğ,- şá voru şeir fjölskylduvinir kallağir fasistar og svín og tilkynnt ağ şeim kæmi şetta bara ekkert viğ og fjölskyldan şyrfti sko ekki á şeim ağ halda.

B gaf sig og reyndi bara ağ hugga sig viğ ağ allavega héldi litla fjölskyldan áfram saman.

Tvö ár liğu, A sem hafği náttúrlega şegar sınt ağ heiğaleiki í fjármálum var ekki şess sterka hliğ,- sukkaği á bakviğ tjöldin, en hélt fjölskyldunni í sæluvímu og blindni meğ 1-2 utanlandsferğum, einbılishúsi og stórum jeppa. A talaği líka mjög mikiğ og oft um allt sem skyldi verğa keypt aftur, til ağ sına öllum ağ fjölskyldan hefği şağ sko gott...Alveg SÚPER!!

A, C og D voru öll búin ağ sannfæra vini og ættingja um ağ B hefği gert alltof mikiğ úr hlutunum, og ağ stağan hefği alls ekki veriğ svo slæm. Nú væri fjölskyldan komin á græna grein og allur heimurinn skyldi sjá ağ góğæriğ væri eina "æriğ" sem şessi fjölskylda myndi njóta.

Şağ sem hvorki C eğa D vissu, var ağ A var á sama tíma ağ taka alvöru peninga (ekki lánspeninga) af launareikningi A & B og úr menntasjóğum C & D (sem B hafği sett á stofn skömmu áğur) og meğan şau nutu lífsins á lánum, ağ nıju,- stofnaği A reikninga í útlöndum undir nöfnum E & F....

A hafği şegar byrjağ ağ halda framhjá B meğ F, og E var annar peningafylleríisvinur í fjölskyldunni.

Og skyndilega stóğ A meğ pakkağar töskur og skyldi halda til útlanda og njóta ávaxtanna af skattpeningum sem A hafği skotiğ undan, og svo öllum öğrum peningum sem A hafği komist yfir frá ástvinum sínum í şetta skiptiğ.

C & D urğu æfareiğ! Og SVO hissa! Şau höfğu aldrei átt von á ağ A gæti komiğ svona fram??!!

Şau lokuğu ferğatöskur og vegabréf A inni og  heimtuğu ağ A hætti ağ braska meğ fjármál heimilisins, og skilaği aftur öllum peningunum. Şau heimtuğu líka ağ A myndi borga ógreidd gjöld og skatta, meğ peningunum í útlandinu. Şau heimtuğu til og meğ ağ B tæki aftur viğ fjámálunum og rekstri heimilisins. En A şvertók fyrir allt, şrátt fyrir ağ svikin væru şarna svört á hvítu,- innheimtubréf frá hinum ımsum lögfræğingum og öğrum, reikningsyfirlit frá erlendu bönkunum şar sem şıfiğ lá,- şá bara neitaği A fyrir allt.

A neitaği ağ hafa ekki borgağ skuldir, A neitaği ağ hafa svikiğ undan skatti, og A neitaği ağ şağ væru réttmætir peningar B, C og D,- sem nú lægju í útlöndum. Og mest af öllu, neitaği A ağ gefa völdin til B,- og benti C & D á ağ şá yrğu şau ağ venjast şví ağ lifa eins og "venjulegur almúginn" aftur, og kannski spara í alvöru, kannski jafnvel ağ borga upp skuldirnar sem A hafği stofnağ til, ÁĞUR en şau gætu fariğ ağ eyğa einhverju.

A benti líka réttilega á ağ şağ hefğu nú einu sinni veriğ C & D sem VILDU ağ A tæki yfir, svo şau gætu lifağ ağeins hærra.....

Şetta var şağ sem kallağ er á vondri íslesnku "Catch 22" ástand, ef A átti ağ ganga af, og C & D vildu ekki lifa ímynduğu lífi á lánum, spillingu og svikum,- URĞU şau ağ hjálpa B ağ borga upp skuldirnar, og lifa af şví sem şau áttu,- şau mundu jafnvel mega til meğ ağ byrja ağ vinna meğ skólanum, til ağ eiga vasapening...

Hvağ gerist næst í şessum fjölskyldudrama?

Hver mun mótmæla hverjum og hversvegna?

Hver mun ağ lokum taka ábyrgğ?

Hver mun benda á ağ Keisarinn er ekki í fötum, og ağ til ağ lifa fyrir 500şúsund á mánuği, şá şurfi mağur í raun ağ şéna a.m.k. 700.úsund á mánuği?

Spennan vex......

Trukkalessan óskar litlu fjölskyldunni alls hins besta, en vonar ağ umfram allt fjölskyldan finni heiğarleikann og sannleikann ağ nıju kiss

 


« Síğasta færsla | Næsta færsla »

Bæta viğ athugasemd

Hver er summan af fimm og átján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiğ á Javascript til ağ hefja innskráningu.

Hafğu samband