Mikið finnst mér til koma, að hafa loks tíma til að skoða 'bloggið' í dag, eftir nokkurt hlé. Femínisma umræðan er enn í gangi, en ofan á allt annað hafa umræður um kristnifræði-ítroðslu íslenskra barna og skammarleg vinnubrögð svokallaðra miðla,- náð athygli minni, enda öll málefnin mér mjög hugleikin.
Veit varla hvar á að byrja.
Femínisma umræðan; ég hef áður reifað skoðanir mínar á þessum málaflokki,- bara ekki hér. Ég er sjálf oft misskilin sem femínismi, af því að á lísleiðinni hef ég oftar en ekki unnið "hefðbundin" karlastörf. En ég er ekki femínismi. Mér finnst karlar vera frábært fólk,- og oft ágætismanneskjur, auk þess sem þeir hafa reynst gagnlegir í að fjölga mannkyninu hehehehehe.... Grínlaust, karlarnir sem lásu þetta, brostu í kampinn,- þurrkunturnar rifu í hár sér, húmorslausar að vanda!!
Hefðbundin karlastörf, já. Mestallan minn fullorðinsaldur hafa konur sem eru með femínismaáráttu, reynt að sannfæra mig um hvað ég eigi bágt og undir högg að sækja. Þær hafa reynt að sannfæra mig um að ég þurfi að leggja meira á mig á karlavinnustaðnum, fái ekki sömu laun fyrir sömu st-rf, fái aldrei sömu tækifæri og karla-illmennin sem ég vinn með og svo framvegis.
Ég hef ALDREI reynt þetta í framkvæmd,- hinsvegar hef ég séð umtalsverða kynja mismunun á "kvennavinnustöðum". Ég hef alltaf verið hvött áfram af mínum yfirmönnum og vinnufélögum, á karlavinnustöðum. Á kvennavinnustöðum er gjarnara að stinga þann í bakið, sem leggur sig fram umfram getu/áhuga vinnufélaga.
Ég hef oft bent á það, að kvennabaráttan var þörf á sínum tíma, en við höfum fyrir fjöldamörgum árum náð þeim árangri sem stefnt var að,- en hvað gerðu komur þá?
Þær náðu fram sjálfsögðum mannréttindum, en breyttust þá í öfgahóp, sem krafðist meira og meira og meira....
SÉRRÉTTINDI urðu hinn nýji málaflokkur þessara kvenna. Þegar við höfum horft upp á hve sorglega stefnu "kvenréttindabaráttan" hefur tekið, ætti sómasamlegu fólki að vera skömm að. Hvernig má það vera, að við getum réttlætt það að brjóta gegn sjálfsögðum mannréttindum yfirmanna/framkvæmdarstjóra opinberra stofnana, og KRAFIST þess að ef karl og kona sæki um sama starf, með sömu menntun og svipaðann starfs bakgrunn, þá SKULI ráða konuna??? Hver DIRFIST að setja slíkar kröfur fram? Þessi kona má hafa góða grunnþekkingu og menntun, en ENGA hæfileika til mannlegra samskipta eða hvað annað sem yfirmaðurinn ætlast til af væntanlegum starfsmanni. Og ef þetta gengur ekki eftir, þá fer kven-frekjan bara í mál, og vinnur það undantekningarlítið,- á forsendum JAFNRÉTTISLAGA??!!!!
Svo,- Jafnréttislög eru eingöngu sniðin til að stuðla að réttindabaráttu kvenna og traðka á réttindum karla!!!
Þetta er hreint með eindæmum!!
Ég sótti um starf Framkvæmdarstjóra Jafnréttisstofu fyrir nokkrum árum, og í umsókninni setti ég á blað hugrenningar mínar, og hve þarft ég teldi að fara að taka slagsíðuna af jafnréttismálum; sem sé að tímabært væri að fara í alvöru að starfa að jafnrétti og fella niður sérréttindastefnu kvenna. Það er óþarft að taka fram, að ég fékk kurteislega höfnun, og var mér bara skemmt, taldi að ég hefði allaveg komið mínum skoðunum á framfæri á réttum stað,- en því miður oft síðan uppgötvað, að skilboðin náðu ekki í gegn.
Kosningar og þingseta,- því hefur verið haldið á lofti að hlutfall kynjanna á Alþingi og jafnvel í Ríkistjórn Íslands ÆTTI að vera 50/50 eða þar um bil, og hefur að því verið ýjað af kvenrembum ,að þetta ætti að setja um lög???!!! Enn og aftur, hvurslags eiginlega sjálfsvirðingu hafa konur, sem dirfast að setja fram svona þvætting?? Ef konur geta ekki "selt sig" til þing/ráðherra-starfa, þá eiga þær ekkert erindi, frekar en karlarnir sem ná ekki í gegn til kjósandans. Getur verið að þetta sé í einhverjum tengslum við gamla, góða Kvennalistann, sem var svo hrokafullur, að þær vildu bara vera í stjórnarandstöðu, en aldrei í stjórn; til að þurfa aldrei að taka ábyrgð á gjörðum sínum, en geta statt og stöðugt gagnrýnt aðra,-sem þó gerðu EITTHVAÐ!! Kvennalistinn var svo svakalega rasískur, að mágur minn vildi ganga til liðs við þær sem flokksfélagi, en var meinað það. Hann lagði til eitthvað sem svo, að hann vildi engan atkvæðisrétt, ekki rétt til framboðs, heldur eingöngu að sýna stuðning við málefni flokksins,- þær höfnuðu honum samt..... Ótrúlegur hroki. Og svo hamast þær áfram, meira uppteknari af boðum og bönnum, og eru alltaf að leika mæðrahlutverk við hina íslenku þjóð, tala við fólk eins og hvimleiðar kellingar í Stundinni Okkar gerðu hér einu sinni,- eins og fólk/börn séu hálfvitar!!!
Kristnifræði ítroðslan,- svo gjörsamlega úr takti við tímann,- og hefur verið um árabil. Andstyggileg hræsni og yfirborðsmennska við hugsandi ungmenni,- og allir vita það. Hve oft á ári eru íslendingar í kirkju? Getur það verið að það sé ástæða til að fjölmiðlum finnist það fréttaefni, að landinn sjáist í kirkju á stórhátíðum, því þessar ægilegu byggingar (borgaðar úr mínum og þínum vasa) standa mestmegnis tómar annan tíma ársins. Enda veit hinn hugsandi íslendingur að hann nær sambandi við sinn Guð, án aðstoðar ríkisborgaðs Guðfræðings- milliliðalaust!!! Guðfræðingurinn, sem er sjaldnast þarna vegna köllunar, meira af því að hann féll í lögfræðinni eða læknanáminu,- er ekki sá andlegi sáluhjálpari og leiðtogi sem hinn þurfandi einstaklingur er að leita að.
Miðlar, heilarar og önnur fyrirbæri.....Storskerið birti enn eina snilldargreinina þessu tengt, og ég tel mig hafa nokkru við að bæta... Fólk sem fer til ísleskra "kuklara", fer venjulega í tvennum tilgangi,- hópurinn sem á bágt, vegna ástvinamissis eða annara persónulegra hörmunga, og hinn hópurinn sem lítur á þetta sem sjálfsagða skemmtun, rétt eins og sumir fara í kvikmyndahús að sjá góða gamanmynd, meðan þessir einstaklingar fara til spákellingar/miðils/heilara til að sjá þá gera sig að fíflum.....
Seinni hópurinn er lítið umhugsunarefni, að því frátöldu að vera að styðja við eflaust einhver útbreiddustu skattsvik í íslensku þjóðfélagi,- hver hefur hitt "kuklara" sem borgar skatta??
Fyrri hópurinn er miklu mikilvægara umhugsunarefni, því þess eru mjög skýr dæmi að heimsóknir þessa fólks til kuklara, hafi a)seinkað eðlilegu sorgaferli b)hreinlega leitt til langtímaþunglyndis og árráttuhegðunar c)firrt þessa einstaklinga eðlilegum sínum persónum og valdið uppgjörum og uppnámi hjá þeirra ástvinum.
Það væri fróðlegt ef yfirvöld létu sig nú hafa það að kíkja nánar á þessa "galdramenn samtímans" með skattgreiðslurnar að leiðarljósi. Þessi störf eru nú algjörlega framkvæmd fyrir allra augum,- nærri hver maður sem opnar íslenskt dagblað veit að hann getur farið til kuklara í ýmsum tilgangi fyrir "litlar" 3500 til 5000 krónur á klukkustund. Að sama skapi leyfi ég mér að fullyrða að flestir þeir sem auglýsa heilun/miðilsfundi/spádóma osfrv. eru fólk sem nú þegar er á hinni íslensku samfélagsjötu. Sorglegt en satt, meðan þeir sem virkilega þurfa á okkar velferðarkerfi að halda, og haga sér samkvæmt því, þá fá þessir einstaklingar hina víðfrægu "vefjagigt" eða aðra "hagkvæma" sjúkdóma, keyra sig inn á velferðarkerfið, og eftir að þurrausua það, auka þeir innkomuna með því að níðast á grunlausum samborgunurm sínum. Og ríkið lætur sem það sjái ekki auglýsingarnar,- 3500 krónur á klukkustund getur hæglega orðið 35000 á dag,- tuttugu dagar gera þá sjöhundruð þúsund krónur!!! hvernig má þetta vera látið athugasemdarlaust af yfirvöldum??!!
Dæmi,- ég þekki persónulega nokkra kuklara,- þau eru ÖLL á Ríkisjötunni,- vefjagigt, liðamóta-ójafnvægi,- viðvarandi atvinnuleysi,- langvarandi liðverkir,- gömul íþróttameiðsl o.s.frv. Svo skrýtið sem það er, hafa allir þessir einstaklingar nóga orku og heilsu til ferðalaga, sparka bolta, hugsa um hóp af börnum, sitja löngum stundum með fórnarlömbum sínum, gera við þakið á húsinu o.s.frv........ En geta alls ekki unnið. Svo þau taka bæturnar sem ríkið skaffar (í nokkrum tilfellum bíl frá hinu opinbera og jafnvel húsnæði) og fjálglega ná þau svo í tekjur langt umfram lágmarkstekjur, frá sömu skattborgum og eru að framfleyta þeim nú þegar,- í gegnum KUKL!!!!! Ég er sjálf buin að heimsækja miðil, einu sinni á ævinni.....ég held að það séu einstaklingar sem hafa slíka hæfileika, en málið er,- þeir sem hafa þá vita að þeir eiga ekki hæfileikann, heldur hafa þeir hlotið þá náð að sjá og heyra það sem við hin gerum ekki,- þessir einstaklingar verðleggja EKKI þá eiginleika,- heldur vinna normal störf eins og normal fólk!!!!
Hugsaðu málið, það getur aldrei verið nema til góðs,- áður en þú: a)Argar þig hása(n) fyrir kvenréttindatalíbana
b)Sérð það sem eðlilega framkomu að hygla einum trúarbrægðum í íslenskum skólum, á kostnað annarra,- og telja þig búa við trúfrelsi
c)Ferð til kuklara, borgar of fjár fyrir "greiðann" og hefur nú þegar borgað meginuppihald hans/hennar í nokkur ár
Eigið yndislegan dag kæru landar!!!
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
góð grein hjá þér Steinunn. Ég mundi vilja gerast bloggvinur þinn til að fylgjast með þínum skrifum í framtíðinni.
Óskar Þorkelsson, 11.12.2007 kl. 09:56
Afskaplega athyglisverður pistill. Sérstaklega margir sárir blettir sem þú nuddar þarna og það er vel. Segi eins og Óskar, þú ferð beint á minn bloggvinalista! Þ.e.a.s. ef þér hugnast :oþ
Ylfa Mist Helgadóttir, 11.12.2007 kl. 14:16
Þakka góð viðbrögð ykkar allra, en verð að svara drengnum.
Aldrei orða vant, elsku sonur minn,- snillingurinn!
Stundum velti ég því fyrir mér, hvort ég hefði átt að kenna þér að tala! HAHAHAHAHAHA.......
Grínlaust, mér finnst þessar tölur sem þú sendir um launaþrep presta versus kennara,- SJOKKERANDI!! Þakka þér innilega fyrir það innlegg.
Ég hef reyndar ekki alltaf séð að ráðningar sálfræðinga til íslenskra skóla hafi verið gagnlegar,- en ég verð þó að fallast á, að með jafnréttissjónarmið í huga, og trú mína á trúarbragðafrelsi, þá væri eðlilegra/gagnlegra að hafa sálfræðing heldur en prest, á launaskrá skólanna.
Hvað varðar síðustu spurninguna þína, þá eru það mjög persónulegar upplýsingar, frá vinum og vinum vina..... Þar sem dæmin hafa svo berlega sýnt allt þetta nefnda ferli.
Ég stend við þá skoðun mína að þeim sem líður betur í lífinu að trúa á einhvern æðri mátt, hafa tilverurétt til þess. Hinsvegar hefur enginn rétt til að troða neinum slíkum skoðunum, með/móti inná nokkra lifandi sálu.
Ég stend líka við skóðun mína að til séu "alvöru" miðlar,- ég er ein af þeim sem tel mig ekki geta hrakið það, frekar en trú á einhvern æðri mátt. Hinsvegar, enn og aftur - þeir sem eru ekta, myndu aldrei gera sér sorg og vanmátt annara að féþúfu......
Hafðu það gott minn kæri,- og þið hin líka!!
Steinunn Helga Snæland, 12.12.2007 kl. 14:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.