Það VERÐUR að stöðva andlega nauðgun Femínista!!!

Mér varð svo um, þegar ég las þetta fréttaskot Mbl.is, að ég varð að róa mig niður, áður en ég myndi tjá mig frekar um málið.  Tímanum eyddi ég í að ræða þessa frétt við konur og menn af erlendum uppruna, sem eru vinnufélagar mínir, úr öllum stéttum og með misjafnan bakgrunn, með tilliti til menntunar og starfsferils.  Allt þetta fólk, fylltist sama hryllingi og viðurstyggð, og ég hafði sjálf upplifað.  Hvernig VOGA þessar manneskjur sér, að draga sakleysi barnanna okkar, inní óheilbrigða áróðursstefnu sína??  Eins og einn vinur minn komst að orði,- "þetta myndi kosta málssókn og enda með fangelsun, þaðan sem ég kem".....Og ég er svo sammála honum!! 

Það hefur ENGINN rétt til að rugla sakleysi barnanna, saman við ranghugmyndir Femínista,- og tengja það jólum og jólasveinum!!! 

Svo aðeins til umhugsunar, þessar alhæfingar; "Askasleikir óskar sér að karlar hætti að nauðga"   Hmmmm.....Skoðum þetta aðeins

  • Askasleikir er karlkyns, býr með hóp af körlum, fellur hann þá ekki undir ákjósanlega kategoríu af fyrrnefndum körlum?
  • Hvernig var þá með Frelsarann, sem allt þetta fjaðrafok (jólin) stendur um, hann er mjög líklegur líka,- annað jólakort

En hversvegna ætti Askasleikir að óska sér þessa, af hverju ekki t.d. Stúfur,- eða eru allir hinir jólasveinarnir naugðarar og níðingar, og Askasleikir er að reyna að tækla það?

Viðbjóður segi ég, og þessir einstaklingar sem framleiddu þetta jólakort, ættu að fara undir læknishendur,- þessi skilaboð lýsa sjúkum huga og mjög vansælum einstaklingum, sem sorglega hafa nú hópað sig saman, til að koma sínum eitruðu skoðunum á framfæri. 

Skömm er að, og það HLÝTUR að vera einhver leið að stífla þennan ósóma, og jafnframt koma þessum manneskjum undir hendur sálfræðinga  eða annarra sérfræðinga.

Börnin hafa rétt á að þekkja jólasveinana, eins og þeir hafa verið þeim um áraraðir,- góði kallinn sem færir manni í skóinn, segir brandar og syngur með manni,- skiptir sér ekki af pólitík eða dægurþrasi!!!

Börnin hafa líka þann sjálfsagða rétt, að þeim sé ekki boðið upp á ósæmileg skilaboð, sem einfaldlega staðhæfa að allir karlar séu nauðgarar!!! 

Hverning er það með þessar manneskjur, trúa þær því að þær séu allar dætur nauðgara? Það getur ekki verið neitt öðruvísi með feður þeirra, en alla aðra karlmenn,- svo við höldum okkur við alhæfingarnar.

Ég óska þess að Askasleikir, og allir hinir jólasveinarnir sendi þessum konum friðsæl jól og gleðilegt nýtt ár, þar sem augu þeirra opninst gegn þeirri villu og svima, sem þær standa í. Og þær sem ekki geta eða hafa áhuga á, að verða manneskjulegri í samskiptum sínum við börn Íslands, ættu að fá hegningu gegn, eins og aðrir nauðgarar, þar sem þær eru hreinlega að nauðga börnum andlega, með svona skilaboðum!!!

Svo mörg voru þau orð, og ég ætla ekki að leyfa þessum aumingjum að eyðileggja mína líðan frekar

Bestu kveðjur

Steinunn


mbl.is Ósáttir við jólakort femínista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulduheimar

Tek undir hvert orð hjá þér Steinunn.

Hulduheimar, 21.12.2007 kl. 13:58

2 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Úff.... það erekkert fleira hægt að segja. Þú sagðir það!

Ylfa Mist Helgadóttir, 21.12.2007 kl. 14:02

3 identicon

Amen

Plato (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 14:22

4 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég tek líka undir hvert orð sem þú segir með þessum pistli

Sævar Einarsson, 21.12.2007 kl. 14:25

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

flottur pistill hjá þér .. ég hafði ekki nennu til að skrifa svona mikið um þessa dellu þarna fyrir norðan.

Óskar Þorkelsson, 21.12.2007 kl. 14:30

6 Smámynd: Steinunn Helga Snæland

Nýjasta afsökunin, "þetta var sko ekki jólakort, heldur jólaósk fyrir nokkrum árum"......Er ekki alveg að gefa sig,- boðskapurinn er sá sami..... Skiptir engu máli hvaðan óþverrin kemur, eða hvernig hann er borinn fram,- hvað þá heldur hvenær,- samt óþverri....... Ótrúlegt að einhver karlmaður láti hafa sig í að afsaka svona þvætting..... En misjafnir eru mennirnir, þó ekki allir nauðgarar, heldur færri en fleir, elskurnar. 

Gangið á gæfunni um helgina!!

Steinunn

Steinunn Helga Snæland, 21.12.2007 kl. 15:00

7 Smámynd: Linda

Tek undir þín orð í þessum pistli. 

Linda, 23.12.2007 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband