Bara örstutt innlegg, við systur höfum nú lokið ævintýraferðinni til Kenya, þar sem ég lofaði henni öryggi og "fyrsta-heims" líferni. Ég átti náttúrulega frekar á dauða mínum von, en þessum uppþotum og ófriði, sem reið yfir landið.
Aldrei hefði ég trúað að mér þætti ég vera að skríða "heim í öryggið", þegar ég sneri tilbaka til Kinshasa.......
Svo lengi lærir sem lifir, sagði einhver snillingur,- ég sé núna að það var hárrétt!!
Endurkoman var hreint alveg ágæt, góðir vinir biðu á flugvellinum, og hópur vina beið á veitingastað, þar sem við höfum myndað "hefð" um að borða saman á laugardögum.
Svo var írskur "brunch" í gærdag, fleiri vinir að hitta og eftir það vinnufélaga-endurfundir. Það var mjög tilfinningalegt að finna og heyra hve fólk hafði haft einlægar áhyggjur af mér í Kenya, og var ánægt að fá mig heilu höldnu tilbaka......Sweet :)
Hvað um það, stærsta frétt dagsins: Tóta systir á ammmæli í dag,- ALLIR að senda henni mail eða sms!!!!
Kær kveðja að sinni, myndir og skýrslur síðar
Steinunn
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er svo fegin að þið hafið komist heim ó-skjóttar!!!
Heyrði í múttý í nótt þegar hún var að skríða heim, rosalega ánægð með ferðina
Guðný Drífa Snæland, 14.1.2008 kl. 12:44
Gott að þið eruð komnar aftur í "öryggið" án meiðsla, og ánægðar með ferðina þrátt fyrir óvænt uppþot í heimamönnum. Kveðja Soffía frænka :)
Soffía Snæland (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 23:21
Já, ég get bara vitnað í Pétur frænda, þegar við töluðum við hann í síma "Ef þið lendið inní átökum, ekki meiða innfædda" hehehehehehehe Ótrúlegur :)
SteinunnHelga Snæland (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 14:26
Ef maður fiktar of lengi með eldspítur, brennir maður sig fyrir rest.
Sumt verður aldrei aftur tekið.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 16.1.2008 kl. 09:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.