Kæri Geir
Með fullri virðingu fyrir góðum ásetningi þessa framlags,- þá er mér algjörlega óskiljanlegt, hvaðan þessi forgangsröðun kemur.....
Bandaríkin og Kanada eru meðal ríkustu þjóða heims, hvað næst, ætlum við að senda fjárstyrki til Noregs?
Væri ekki mannlegra að veita 75.000$ í að stofnsetja félagsmiðstöðvar og/eða skóla í Afríku, Suður Ameríku eða öðrum löndum, sem eru í raun á barmi örvæntingar sökum fjárskorts?
Ég er að skoða með sjálfri mér hve marga skóla mætti byggja og reka í hve langan tíma, í Afríku,- fyrir $75.000.
Ég veit að það yrði fleirum til framdráttar, og þá meina ég börnum sem annars eiga litla sem enga von um menntun,- að veita peningum í þessháttar framkvæmdir.
Mér finnst það að sjálfsögðu mjög rausnarlegt að veita $75.000 til þessa verkefnis í Dakota,- og efast ekki um góðan hug á bak við styrkinn,- það er bara þörfin þar versus þörfin annarsstaðar, sem vefst heilmikið fyrir mér.
Samkvæmt fréttinni, þá er talað um "vaxandi, góð tengsl...blahblahblah...." Erum við orðin svo upptekin af því að nudda okkur upp við USA, að við sendum þeim peninga til slíkra verkefna, þegar við vitum að okkar eigð velferðarkerfi, hefur látið undan halla á síðastlinum áratugum, og við gætum jafnvel hreinlega vel notað slíkt framlag til góðs, heima hjá okkur???
Ekki þar fyrir, ef við kjósum að veita því útfyrir landsteinana,- þá endilega reynum nú að hugsa rökrétt, en ekki um "alþjóðleg tengsl við Stóra Bróður",- og styðja frekar þá sem minna mega sín......
Kæri Geir, þú VERÐUR að rökstyðja þessa ákvörðun, hún er bara ALLTOF grunnhyggin, til að vera samþykkjanleg fyrir hinn almenna kjósanda!!!
Kærar kveðjur
Steinunn
Góður styrkur frá Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tek undir þetta hjá þér, sennilega er styrkurinn tilkominn vegna þess að nafnið iceland er einhverstaðar í textanum hjá þeim bandarísku..
Svo.. það er þá bara nærtækast fyrir fátæku þjóðirnar að opna skóla og skýra hann icelandic school of education.. og þá styrkir Geiri þetta allt saman.
Óskar Þorkelsson, 21.1.2008 kl. 08:40
Afhverju ekki að líta okkur nær? Einstæðar mæður á Íslandi, sjúklingar í biðröðum, fólk í röðum eftir matargjöfum svo eitthvað sé nefnt. Þetta og gjafir til annara eru hrein sýndarmennska þegar ekki er í lagi heima hjá okkur.
Guðjón Sigurðsson (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 09:57
Bandaríkin rík þjóð.. Það eru léleg rök hjá þér gegn þessari styrkveitingu. Þetta er ekki styrkur til bandaríska ríkisins, er það ?
Má þá skv. sömu rökum ekki hætta öllum styrkveitingum hér á landi, þar sem við erum ein ríkasta þjóð heims ?
Gæti verið að jafnvel hjá ríkustu þjóð heims, séu einstaklingar eða málefni sem verðugt er að styrkja ?
Viðar Freyr Guðmundsson, 21.1.2008 kl. 11:52
Mér finnst það hreinn kjánaskapur að ausa peningum til USA, alveg eins og ég mundi frekar senda persónulega peningagjöf til Rauða Krossins eða annarra slíkra samtaka, heldur en til Landsbanka Íslnads eða Kaupþings.... Eða Lífeyrissjóðanna...... Þetta er nú heldur augljóst, kemur því ekkert við að Bandaríkjamenn skuli frekar eyða peningum sínum í stríðstólavafstur, heldur en til velferðamála,- eigum við þá að hlaupa af stað og bjarga velferðarmálunum hjá þeim??? Það er náttúrulega BARA kjaftæði!!! Hlægilegt!!!!
Steinunn Helga Snæland, 21.1.2008 kl. 13:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.