Það vekur athygli mína, hvernig Geir Haarde getur pirrað mig upp úr skónum,- eins og með kjána-peningaframlaginu, sem var veitt til Kanada um daginn,- en svo tekur hann ánægjulega þátt í svona framtaki,- og vinnur sig hratt í álit á ný.
Ég er algjörlega óflokksbundin, en verð að segja Geir það til hróss, að þegar ég starfaði heima, á vinnustað þar sem stjórnmálamenn vöndu komur sínar einatt á landsbyggðinni,- þá stóð hann langt framar öðrum í þeim hóp, hvað varðaði kurteisi, auðmýkt og eðlilegri framkomu við alla sem á vegi hans urðu.
Ég heyrði hann syngja tvisvar á þessum tíma, og hann getur alveg sungið kallinn,- en það er enn frábærara að hann syngi fyrir málstað eins og framtaki gegn kynþáttahatri.
Þaðan sem ég sit, og les Blog og fréttir að heiman, þá er tvennt að gerast; annars vegar er kynþáttahatur í geysilegri og sorglegri útbreiðslu,- hinsvegar er orðið "kynþáttahatur" strax orðið ofnotað, eins og "jafnrétti" hér áður fyrr, og jafnvel enn. Við verðum að vara okkur á, að ofnota ekki svona frasa, til að fólk misnoti þá, sjálfum sér til framdráttar.
Jú, Íslendingar eru greinilega mjög áhyggjufullir yfir þróun mála heima, þola illa aukinn innflutning vinnuafls, og það hefur lítið breyst síðan á ástandsárunum, miðað við það sem ég hef lesið,- að sér í lagi eiga íslenskir karlmenn erfitt með að þola að íslenskar systur þeirra líti "útlendinga" eða menn af öðrum uppruna, hýrum augum.
Það er nú alveg tímabært að fara að opna augun og skoða staðreyndir. Ef við flytjum ekki inn fólk, og reynum að aðlaga okkur nýjum siðum og venjum, á alheimsmælikvarða, þá sitjum við eftir, og ekki síst, við munum úrkynjast.
Við erum aðeins 312.000 og ef við skoðum lönd eins og t.d. Ástralíu, þar sem við erum að tala um miklu fjölmennari þjóð, en samt sem áður hafa ástralir "lágmarksinnflutning" á fólki, árlega,- til að stemma stigu við úrkynjun, ná inn nýjum viðhorfum, fólki með breiðari menntun og öðrum skilning á umhverfi sínu o.s.frv.
Annað hitt, við þurfum ekki að flytja inn þjóðfélagsþegna, sem fara svo beint á félagslega kerfið, og koma til Íslands aðeins til að éta upp skatta skattborgara. Þetta er eitthvað sem við höfum greinilega séð gerast hjá nágrannaþjóðunum,- og á ekki að vera mikið mál að tækla.
Ef Innflytjendaeftirlitið myndi nú vinna sína vinnu, og hefði einfaldar og skýrar reglur til að styðjast við,- þá myndum við skoða alla sem sækja um landvistarleyfi, niður í kjölinn, með tilliti til brotaferils, menntunar, heilbrigðisástands o.s.frv. Ef Innflytjendaeftirlitið gæfi grænt ljós á viðkomandi, eftir slíka skoðun,- þá bjóðum hann/hana velkomin, en þessi einstaklingur þarf að halda vinnu í þrjú ár samfleytt, til að endurnýja landvistarleyfi, og ef hann/hún missir vinnuna, þá er bara að koma sér aftur heim, því íslenskir skattar eiga fyrst og fremst að þjóna hagsmunum þeirra sem landið búa, og hafa gert frá fæðingu.
Þetta er mitt álit, sama með þá sem brjóta lög á Íslandi,- sendum þá heim til að taka út sínar refsingar, við eigum ekki að borga uppihald í refsivist, sem er þekkt alþjóðlega sem "eitt flottasta hótel Evrópu" (vitnað í orð bresks skipstjóra sem var hent fjórum sinnum í íslnskt fangelsi, ég er viss um að Kio Briggs hefur verið á sama máli).
En fyrst og síðast, verum siðmenntuð,- að berja fólk fyrir að tala ekki íslensku,- sem aðeins rúmlega 300.000 manns í heiminum tala,- er náttúrulega fáránlegt. Sýnum hina alþekktu islensku gestrisni, bjóðum fólk velkomið til landsins, sýnum þann þroska að ekki skipti máli hvaðan þú ert, eða hvernig á litinn, eða hvort þú ert karl eða kona,- við fögnum því að þú hefur ákveðið að þig langi að kynnast okkur betur, og jafnvel lifa á landinu okkar,- og við getum brosað í kampinn, því við vitum að það er ekki fyrir hvaða aukvisa sem er, að búa á Íslandi........
Svona finnst mér að við eigum að gera þetta, og mér finnst líka a ofbeldismönnum sem ráðast á fólk vegna uppruna eða litarháttar, eigi að beita viðurlögum,- strax og brotið hefur verið framið, og ekki með því að slá á putta,- heldur massíva eftirminnilega refsingu, svo aðrir hugsi sig um tvisvar.
Góðar stundir, og yndislegan dag, kæru landar,- Bubbi, Geir og aðrir sem komu að þessum tónleikum,- þið eigið mína virðingu og þakklæti fyrir snilldarframtak!!!
Sungið gegn fordómum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ítrekuð banaslys vegna drukkinna ökumanna, nauðganir, þjófnaðarmál og fjöldi erlendra manna í dómssal, og eða fangelsum, hefur líka kynnt undir kynþáttafordómum og andstöðu gegn erlendu vinnuafli hér heima.
Kannski væri þeim félögum nær að efla fræðslu innflytjenda um Íslenskar reglur og siðfræði, samhliða Íslenskukennslu, frekar en að nota tækifærið til að auglýsa sjálfa sig sem frelsara.
Geir skar burt Íslenskukennsluna og fjármagnið til fræðslu, og Bubbi gamli rasistinn, er bara að selja plöturnar sínar og koma sér á framfæri, því hér er enginn að auglýsa hann frítt í fjölmiðlum.
En mér finnst flest af því sem þú segir mjög skynsamlega áliktað, en hér ríkir svona einfeldningsviðhorf og andvaraleysi í málefnum nýbúa, aðal málið virðist vera að finna ný orð yfir hlutina til að þeir hverfi í umræðunni undir nýjum heitum, einkennileg árátta að stinga höfðinu í sandinn.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 21.2.2008 kl. 09:00
http://valli57.blog.is/blog/valli57/entry/454441/
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 24.2.2008 kl. 11:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.