Að sjálfsögðu olli þetta talsverðu öngþveiti, þar eð önnur umferð komst ekki auðveldlega framhjá, á einni akrein,- en þeir voru að gera eitthvað sem sveið,- og skilaði sér raunar á föstudag, þegar þá um morguninn var samið við þá, til aðkoma þeim af veginum!!! Bílstjórarnir voru ekki með neina stæla við okkur, eða aðra umferð, nema aðra vörubílstjóra, sem ætluðu sér að reyna að smeygja sér framhjá, þeim var kippt útí kant, hið snarasta.
Okkar skelfing var heldur meiri, á föstudagsmorgun- þegar verkfallið hafði verið leyst.... Umferðin, maður minn!!! Algjört helvíti!!!! Flestir þessara trukka fengju aldrei ferðaleyfi á íslenskum þjóðvegum, þeir eru svo úr sér gengnir. Maður verður samt að dáðst að Afrískum vörubílstjórum að halda þessum hræjum gangandi.......ja, svona að mestu....
Sko, "þjóðvega-verkstæði" eru alls ekkí óþekkt fyrirbæri. Trukkurinn stoppar á miðjum vegi, bílstjórinn og vinir hans dreifa trjágreinum á veginn í báðar áttir,- það kemur í stað aðvörunarþríhyrningsins, sem við þekkjum svo vel,- til að aðvara aðra vegfarendur. Svo kemur maður svífandi að þessu fyrirbæri, þá eru svona tuttugu manns að "gera við",- þ.e. tveir eru að gera við, aðrir eru andlegir ráðgjafar,- allir SNILLINGAR í viðgerðum....Ehe...
Svo ferðin tilbaka var algjör svðilför, vörubílstjórarnir sem voru ekki með bilaða bíla, ELSKA miðjuna á veginum,- og það er ekki útaf veikum köntum,- bara af því að þeir geta það.... Svo eru þeir á einhverju bílhræji síðan fyrir fyrra stríð, ætlað til að flytja 10-15 tonn,- þeir hlaða á það hlassi sem er u.þ.b. 35tonn og svona 30 farþegum,- og svo er ekið...... Þeir eru ekki alveg að meika það upp brekkurnar ag fjöllin,- miklu skárri niður á við. Þeir eru oft með lasleika í stýrisbúnaði, sem veldur því að þeir reika svolítið oft útaf miðjunni, og nokkuð stefnulaust milli kanta,- það er spennnandi að reyna að reikna út í hvora áttina þeir fari nú,- og skjótast frmúr, meðan maður fer með bænirnar sínar í hljóði og syngur "Andskot-dans" hástöfum Hahahahahahahahahaha........Það held ég nú.
"En allir komu þer aftur og enginn þeirra dó" varð hlutskipti okkar félaganna í þessari ferð, og ég naut hennar bara hreint ágætlega.
Annað er bara við það sama, nóg að gera og mér leiðist hreint ekki. Farin að hlakka til Höfðaborgar í Maí svona vikutíma, og ástkæra Ísland í mánuð frá og með miðjum Júlí,- búin að bóka miðana JIBBBBÍÍÍÍÍÍÍÍÍ..................!!!!!!!!!!!!!
Ágætt í bili, verð að fara að kíkja á íslenskar fréttir, og vita hvort það er EITTHVAÐ annað að gerast í þessari vitskertu veröld, en hlv....USA forkosningar
Elskurnar, veriði hressust!!! Bestu kveðjur Steinunn
Flokkur: Dægurmál | 5.3.2008 | 18:29 (breytt kl. 20:07) | Facebook
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
skemmtileg saga.. hefur eflaust verið´ævintýri að hossast á þessum tólum þeirra í afríkunni
Óskar Þorkelsson, 5.3.2008 kl. 19:17
he he ég las svarið mitt aftur og gat ekki annað en brosað.. umm ég átti auðvitað við bíltrukkana þeirra
Óskar Þorkelsson, 5.3.2008 kl. 21:46
Sæll Óskar,- já þetta var einstaklega skemmtileg ferð,- þó glæfraaksturinn tilbaka héldi adrealíninu gangandi yfir helgina..... Segðu mér, ertu í pílukasti á þessari mynd, sem fylgir? Áhugavert,- eina og skemmtilegasta íþrótt sem ég hef stundað um ævina..... :)
Steinunn Helga Snæland, 6.3.2008 kl. 14:19
já ég er rétt búinn að kasta pílunni þegar myndin var tekin.
Óskar Þorkelsson, 6.3.2008 kl. 19:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.