Þriðja Ríkið,- The Third Reich......

Ég er ekki alveg að botna í þessu......Og þrátt fyrir að ég sé sammála því að Íslendingar séu hluti af Alþjóðafjölskyldunni, ef svo má segja, eins og í Sameinuðu Þjóðunum,- þá vara ég eindregið við að menn hlaupi upp til handa og fóta fyrir Þriðja Ríkið...... Evrópusambandið getur vart talist mikið frábrugðið því......

Það sem nokkuð fjárhagslega sjálfstæð ríki hafa gengið til liðs við Evrópusambandið, er þegar farið að bera á miklum yfirstandandi vandamálum, sökum aðildarríkja sem hafa ekkert með sér að borðinu, en eru ákaflega hamingjusöm að geta nagað bein annarra, ef svo má að orði komast.

Eftir Evrópusambandsaðild Bretlands og sumra "austantjaldslandanna" , hafa tugþúsundir atvinnulausra einstaklinga þyrpst til Bretlands,- og stefnir nú í algjörar ógöngur, því ekki eru nein sjáanleg landamæri lengur milli þessara landa, en Bretar eru líka undir auknum þrýstingi til velferðarframlags, til handa einstaklingum sem aldrei hafa verið skattgreiðendur í UK..... 

Þetta er timaskekkja, þetta var tímaskekkja í seinni heimstyrjöldinni, og er það enn.

Við heyrum alltof oft frá einstaklingum sem búa í aðildarríkjum "já, þið Íslendingar og Norðmenn vitið hvað þið eruð að gera, við hefðum betur hugsað okkur um",- til að líta framhjá því.

Sjálfstæði okkar er barnungur raunveruleiki, við skuldum þeim sem börðust fyrir því,- sem og við skuldum börnum okkar,- að halda í þetta sjálfstæði.  Við getum hæglega tekið þátt í ýmsu sem nágrannar okkar í Evrópu eru að gera, þótt við "leggjumst ekki alveg í rúmið með þeim"......

Mitt álit :)

Kv

Steinunn


mbl.is Ekki eftir neinu að bíða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég er ósammála þér :)  Ég vil inn í EU og ekkert múður með það.. við erum þegar 99 % þar inni en höfum enga rödd þar..

Óskar Þorkelsson, 6.3.2008 kl. 17:54

2 Smámynd: Steinunn Helga Snæland

Oskar, ég er hjartanlega sammála þessu með vinnuna,- en gleymum því ekki að Íslendingar eru nú þegar ÁN þáttöku í EU, oftast mjög velkomnir á vinnumarkaðinn í aðildarríkjunum,- að því tilskildu að þeir hafi fram að færa menntun og/eða reynslu á þvi sviði sem leitað er að.  Þannig að ég held ef einhver hefur nógan áhuga á að fara til Evrópu að vinna, sé það ekki mikill þröskuldur. 

Óskar, þu svaraðir ekki fyrri spurningu minni varðandi myndina af þér,- pílukastari???

Bestu kveðjur

Steinunn

Steinunn Helga Snæland, 7.3.2008 kl. 08:16

3 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

ég er sammála þér. Algjörlega.

Ylfa Mist Helgadóttir, 7.3.2008 kl. 16:10

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hmm ég svaraði víst :)  Ég er að kasta pílunni þegar myndin er tekin, því miður náði hann ekki pílunni líka en mér finnst myndin góð.

aðalástæða þess að ég vil inn í EU er vaxtaokur sem viðgengst hér á landi, svona mundi ekki líðast í evrrópusambandinu og mafían á sikiley er í skoðunarferð um íslenskt bankakerfi as we speak til þess að læra þessa klæki hvernig maður getur tekið allt að 25 % vexti af lánum.. mafían er bara með 12 %.

ástæða 2, við erum partur ef evrópu og við missum ekkert af tilbúnu sjálfstæði okkar til EU meira en við höfum nú þegar gert, í raun eykst sjálfstæðið því þá fegnjum við konsingarétt í EU.

Í þriðja lagi er íslenska krónan bara lélegur og dýr brandari fyrir okkur almenna íslendinga, og vil ég euro í staðinn.

Óskar Þorkelsson, 8.3.2008 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband