Jákvæð fréttamennska, og eitthvað sem snertir mig beint í hjartastað..... Var bara núna rétt í fyrradag að tala við vini mína hér, og var hálfklökk þegar talað um silungsveiðar og útreiðar eða gönguferðir; á íslenskum, björtum sumarnóttum.
Ég heyri í mörgum skemmtilegum söngfuglum hér, en engum hefur tekist að framkalla þá dásamlegu tilfinningu sem söngur lóunnar hefur alltaf haft á mig. Þetta er eitthvað sér-íslenskt fyrirbæri, held ég,- að finnast svo mikið til um lóuna,- en mér finnst það frábært engu að síður.
Koma lóunnar á vorin gefur alltaf vísbendingar um komandi breytingar, lengri daga, betra veður, sumarfrí o.s.frv. Og jafnvel þótt oft á tíðum við fáum yfir okkur stórstorma og snjókomu,- eftir að lóan hefur tekið land,- þá einhvernveginn verða slík hamskipti svo mikið léttari, því hún er komin, þessi sumarboði, og við vitum að það styttist í betri tíð.
Það er nákvæmlega á þeim tímamótum sem mér finnst rétt að segja 'Gleðilegt Sumar'!!!!
Bestu kveðjur að sinni og hlustiði vel eftir dirrindí!!!!
Steinunn
Lóan er komin að kveða burt snjóinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú getur nú alveg haldið ró þinni enn um sinn, Steinunn. Ég hef það fyrir satt að þetta lóuhljóð sem heyrðist í Kópavoginum hafa nú bara verið eitthvert tíst af skrifstofu bæjarstjórans.
Haraldur Bjarnason, 28.3.2008 kl. 09:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.