Heimþrá á vorin....

Jákvæð fréttamennska, og eitthvað sem snertir mig beint í hjartastað.....  Var bara núna rétt í fyrradag að tala við vini mína hér, og var hálfklökk þegar talað um silungsveiðar og útreiðar eða gönguferðir; á íslenskum, björtum sumarnóttum.

Ég heyri í mörgum skemmtilegum söngfuglum hér, en engum hefur tekist að framkalla þá dásamlegu tilfinningu sem söngur lóunnar hefur alltaf haft á mig.  Þetta er eitthvað sér-íslenskt fyrirbæri, held ég,- að finnast svo mikið til um lóuna,- en mér finnst það frábært engu að síður. 

Koma lóunnar á vorin gefur alltaf vísbendingar um komandi breytingar, lengri daga, betra veður, sumarfrí o.s.frv.  Og jafnvel þótt oft á tíðum við fáum yfir okkur stórstorma og snjókomu,- eftir að lóan hefur tekið land,- þá einhvernveginn verða slík hamskipti svo mikið léttari, því hún er komin, þessi sumarboði, og við vitum að það styttist í betri tíð.

Það er nákvæmlega á þeim tímamótum sem mér finnst rétt að segja 'Gleðilegt Sumar'!!!!

Bestu kveðjur að sinni og hlustiði vel eftir dirrindí!!!!

Steinunn


mbl.is Lóan er komin að kveða burt snjóinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þú getur nú alveg haldið ró þinni enn um sinn, Steinunn. Ég hef það fyrir satt að þetta lóuhljóð sem heyrðist í Kópavoginum hafa nú bara verið eitthvert tíst af skrifstofu bæjarstjórans.

Haraldur Bjarnason, 28.3.2008 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband