Þeir hafa ALDREI getað staðið saman!!

Svo bregðast krosstré sem önnur tré....... Atvinnubílstjórar hafa ekki áorkað að standa saman um eigin hagsmuni, í áratugi; en svo geta þeir orðið "Boðberar" þeirra atvinnurekenda, sem hafa haldið þeim niðri á sama tíma??!!

Það eru svo mörg spurningarmerki við þetta háttarlag, að undrum sætir.     Ef þetta eru allt sjálstætt starfandi bílstjórar, já,- þá skil ég málið, en ég sé ekki betur af myndum, en þarna séu líka bílar úr stærri samsteypufyrirtækjum á ferð.  Eru þetta þá sömu bílstjórar, sem hafa aldrei haft bein í nefinu, til að berjast fyrir eigin bættum lífskjörum, og kannski lágmarksréttlæti, sér og sínum vinnufélögum til handa,- á sínum starfsferli??

Dæmi: Bílstjóri ónefnds fyrirtækis rekur augun í það morgun einn, að rútan sem hann ekur út á  land, fyrir stórt fyrirtæki, er á gegnumslitnum dekkjum.  Það er haust, og bílstjórinn, trúr sinni ábyrgð, fer til "stjórans" og tilkynnir honum, þar eð hann þarf að fara um fjallvegi, og það er haust,- þá sé ábyrgðarleysi að hreyfa bifreiðina fyrr en skipt hafi verið um dekkjagang.  Bílstjóranum er tilkynnt um hæl að hann skuli drífa sig af stað, og ef hann mótmæli frekar, sé "biðröð eftir starfinu hans".

Bílstjórinn, sem hefur fjölskyldu að reka,- fer sína leið á rútunni,- lendir í slæmri hálku, og tveir farþegar láta lífið.  Hann er síðan dæmdur maður, fyrir tvöfalt manndráp af gáleysi, tapar vinnu (ökuskírteini ævilangt), og sér á eftir fjölskyldu og sumum vinum.  Fyrirtækið er að engu leyti ábyrgt!!!

Allflest okkar, sem höfum verið starfandi bílstjórar, höfum á einhverjum tímapunkti, orðið fyrir þeirri skelfilegu reynslu, að vera ýtt út í þann óhugnað, að aka bifreið/tæki, sem við vitum að er hættuleg okkur og öðrum í umferðinni,- með þá hótun vofandi yfir okkur,- að "það sé biðröð eftir jobbinu okkar".......

Gagnvart þessum málum, þá hafa atvinnubílstjórar aldrei getað staðið saman um sín réttindi.  Þetta er ekki flókið mál,- að setja í samninga klausu, þar að lútandi að bifreiðastjóri og rekstraraðili skuli bera jafna bótaskyldu og ábyrgð, ef um vanrækslu á öryggisþáttum tækisins sé að ræða (bótaskyldu sem sé aldrei leyst með tryggingarfé!!).  Jafnframt ætti að vera verndar-tilkynningarskylda fyrir bílstjóra, sem fyrirtækin hlusta ekki á, til að standa vörð um þá og aðra vegfarendur í umferðinni.

Ég rak augun í blogg, um daginn, þar sem maður nokkur lýsti öllum atvinnubílstjórum sem ökuföntum og vegníðingum...... Jú, þetta gæti verið rökrétt ályktun hins almenna vegfaranda, oft á tíðum, en lítum á hvernig bílstjórar eru reknir áfram með svipum, sem kallast bónus (ferðir per dag o.s.frv.) og gleymum ekki að bílstjórum er jafnumhugað um að halda vinnu sinni, og flestu öðru eðlilegu fólki,- meiraprófsbílstjórar í dag, hafa líka oft á tíðum fjárfest gríðarlega, til að fara í gegnum sín próf til aksturs í atvinnuskyni, og þurfa að standa skil á því,- til að vinna við það sem hugur þeirra stefnir til.

Já, við bílstjórar erum nefnilega oft ástríðufólk, við vinnum þessa vinnu af því okkur hugnast hún, og við vitum af því, þegar okkur fer fram,- og við erum smátt og smátt að verða öruggari og betri starfsmenn á ári hverju.  En svo lendum við hjá fyrirtækjum, sem þrýsta óeðlilega á okkur, stefna okkur, tækjunum og öðrum vegfarendum í hættu, með glæfralegun ákvörðunum,- ýta okkur útí lísfshættuleg skilyrði, allt til að koma sínum farmi (eða hvaða ávinningur sem er á ferðinni) til skila, vitandi að ef illa fer, borga tryggingar skaðann, á mannskap og farmi,- ef bílstjóranum tekst hinsvegar að klára sig,- fær fyrirtækið fjöður í hattinn, frá ánægðum viðskiptavini.

Ennfremur, eftir að "kjaftakellingarnar" komust á legg, er afkoma bílstjóra nánast vonlaus.  Launin höfðu nú aldrei verið uppá marga fiska, en nú er ekki einu sinni hægt að rífa þau upp með næturvinnu..... Kjánaskapur,- auðvitað mátti draga mörkin einhversstaðar, en þetta er vitfirring, af því að dagvinnulaun náðu aldrei lágmarki, þó bílstjórum væru dregin þessi tímamörk.

Ég held að menn ættu aðeins að líta á hvað fyrirtækin eru að gera, rútur og strætó,- eru tímaplön þessara fyrirtækja eðlileg (sbr. umferðarþunga, hraðatakmarkanir og mismunadi ástand vega) eða er verið fyrir allra augum, að þrýsta bílstjórum til að aka á ólöglegum hraða?? Kíkið á þetta, ég veit fyrir víst, að ferðaáætlanir eru vitfirrtar, ef hugsað er um öryggi.

Bílstjórar, farið að huga að eigin hag,- reynið að sjá til þess að ykkur sé ekki nauðgað til ólögmætra athafna á degi hverjum, sem setji ykkur og alla þá sem á vegi ykkar verða, í lífshættu.  Og ef illa fer, þá gangið þið út próflausir og hugsanlega ærulausir, en fyrirtækið sem rak ykkur útí þessar aðstæður, heldur áfram rekstri, eins og ekkert sé,- tryggingarfélögin og ykkar sauða-samningar, sjá um það!!!

Góðar stundir og slysalausan dag elskurnar!!!

Steinunn


mbl.is Bílstjórar lokuðu hringvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir þennan innanbúðarvinkil.  Við þurfum öll að standa betur saman og huga að hag smælingja - sem við erum öll að verða, með að því virðist, samstilltum aðgerðum ríkis og auðhringja.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 08:28

2 identicon

Sæl Steinunn,

Þetta er mjög góður pistill hjá þér. Ég sem leikmaður vissi ekki af helmingnum af því sem þú skrifaðir hér að ofan.

Ég skora á þig að birta þennan pistil í annaðhvort Mogganum eða Fréttablaðinu. Fólk þarf að vita af þessu og ég geri ráð fyrir því að það eru margir sem hafa ekki hugmynd um þetta ástand.

Ég verð samt að segja að mitt persónulega álit er að atvinnubílstjórar hafa misst marks með því að stöðva umferð kl 8 að morgni til. Og segja svo að fólk geti ekki mótmælt þessari aðgerð þar sem þetta er í þágu allra.
En ég styð hugmynd 4x4 að fara niður á austurvöll og mótmæla þar.
Vona samtsem áður að þessi mótmæli munu skila árangri.

Kveðja, Heimir.

Heimir (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 09:05

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

góður vinkill hjá þér Steinunn og get ég tekið undir hann með þér eftir reynslu mína sem atvinnubílstjóri á eigin vegum.. en kannski var þetta það sem þurfti til þess að menn risu upp á afturlappirnar og mótmæltu í sameiningu.  Undirboð eru algeng í þessum bransa og svartir peningar einnig ef menn eru blankir og þurfa nokkra þúsundkalla til þess að láta enda ná saman þessa vikuna eða hina. 

Þetta minnir óneitanlega líka á þá ósamstöðu sem smábátaeigendur stunduðu.. þar var einnig hver höndin upp á móti annari og menn kepptust síðan við að selja kvótann sinn og snáfast í land til þess jú.. gerast atvinnubílstjórar :)  Það eru ótrúlega margir leigubílstjórar og trukkakarlar sem eru fyrrverandi smábátasjómenn.

einstaklingshyggjan ræður för en fyrirhyggjan er oftast nær enginn.

Óskar Þorkelsson, 1.4.2008 kl. 09:12

4 Smámynd: Steinunn Helga Snæland

Sælir strákar, takk fyrir innleggið.  Hvað varðar athugasemd Gullvagnsins, ég myndi trúlega ýta þessum athugasemdum alla leið, væri ég enn starfandi á Íslandi, sið að keyra...... Já, aumt, en satt.  Ég skil gremju allra yfir þessum olíu hækkunum, en mér finnst áhugaverðara og mikilvægara fyrir atvinnubílstjóra, sér í lagi þá sem keyra hjá öðrum, að stefna að eðlilgu launaflæði fyrir stéttina og krefjast samábyrgðar eigenda fyrirtækja; í öryggismálum.  Öll viljum við jú aukið öryggi í umferðinni, þar sem ástvinir okkar eru líka á ferðinni...... Óskar, hrikalega sammála þér, alveg ótrúlegt í ekki stærra þjóðfélagi, að menn vilji heldur skara hver að sinni köku, í stað þess að nýta mátt fjöldans.  Góðar og slysalusar stundir, og gangi ykkur nú vel á Asuturvelli, eða hvar það er sem næstu mótmæli eru!! 

Steinunn Helga Snæland, 1.4.2008 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband