Hvað er vandamálið??

Ég verð að segja, þar sem ég slæ oft um mig, vegna þess að Ísland sé nánast glæpafrítt land,- þá finnst mér þetta sjálfsagt mál.  Það ætti engin að þurfa að hafa áhyggjur af þessu, nema þeir sem hyggjast brjóta gegn lögum, eða beita ofbeldi gegn lögreglunni eða öðrum þjóðfélagsþegnum.  Það er ekki eins og lögreglumenn verði "stuðandi" fólk sem er á kvöldgöngu, eða hefur ekið of hratt (þó vissulega sumir þeirra ættu það skilið!!!)..... Þessi venjulegi "aumingja-vina-stuðningshópur" mun nú (og hefur nú þegar) kveðja upp raust sína, og gráta hástöfum vegna þeirrar "hættu" sem þetta munu setja "saklaust" fólk í...... Common plííís!!!!!

Lögreglumenn hérlendis eru í sívaxandi hættu, þegar þeir sinna sínu starfi.  Vaxandi ofbeldi glæpamanna og stóraukinn vopnaburður þeirra (kylfur, hnífar,axir o.s.frv.) hlýtur að kalla á þörf til viðbragða, svo þeir sem reyna að glíma við þessar aðstæður, til að tryggja öryggi okkar hinna,- geti sinnt sínu starfi, með einhverja tryggingu gegn því að vera örkumlaðir eða stórslasaðir, eftir á.......

Við viljum löggæslu, við viljum meiri viðbrægð gegn vaxandi ofbeldi,- en.... Það verður engin eggjabaka bökuð án þess að brjóta nokkur egg, kæru landar..... Setjið nú lóðin á vogarskálarnar, þið eruð að ganga í rólegheitum heim, eftir gott kvöld á pöbbanum/kvikmyndahúsi eða annarsstaðar; það er múgur stráka sem veitist að ykkur, og þegar lögreglumaður blandar sér í málið, er hann sleginn í götuna með barefli.  Þið standið jafnvarnarlaus eftir, og að auki er "vinalegi, vopnalausi" lögreglumaðurinn blæðandi við fætur ykkar....... Þarf að hugsa þetta frekar??

Stuðbyssur verða mikð þarfaþing, og hefðu átt að vera komnar í notkun fyrir margt löngu.  Ég styð þessa ályktun heils hugar!!!

Gangi ykkur vel, og á komandi helgi, gangið hægt um gleðinnar dyr, og góða helgi elskurnar!!!!!

Kveðja

Steinunn


mbl.is Allir lögreglumenn fái rafstuðbyssu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hvað er vandamálið spyrðu.. vandamálið er einfalt, Lögreglan hefur sýnt það margoft að henni er ekki treystandi fyrir vopnabúnaði.. GAS GAS GAS ;)

Óskar Þorkelsson, 2.5.2008 kl. 14:44

2 identicon

Ég er sammála þér Steinunn.

 Það þarf ekki annað en að fara í Google og slá inn Taser. Þá kemur í ljós hafsjór af fróðleik um tækið og m.a. niðurstöður rannsókna sem sýna að tækið bjargar mannslífum, og verndar lögreglumenn í erfiðum aðstæðum. Ég er nokkuð viss um að notkun tasera mun koma í veg fyrir meiðsl bæði lögreglumanna og afbrotamanna. Þegar snúa þarf óðan mann niður til þess að koma á hann handjárnum er öruggara að slökkva á vöðvum hans í stutta stund til þess að koma honum niður en að veltast um götuna í slagsmálum.

Fólk þarf ekki að óttast tasera eða lögregluna þótt þessi tæki verði  tekin í notkun, amk þekki ég engan sem gerir það. Kanski er ákveðnum hópi illa við þetta. Þeir sem þola ekki lögregluna og nota hvert tækifæri til þess að  drulla yfir hana og "góðkunningjar" lögreglunnar.

Ólafur (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 17:46

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þetta er svo hættulaust að þessi maður drapst..

http://video.search.yahoo.com/video/play?p=died+in+airport&n=21&ei=utf-8&js=1&fr=yfp-t-368&tnr=20&vid=1969324 

Óskar Þorkelsson, 2.5.2008 kl. 19:11

4 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Ósköp ertu orðin lituð af hræðsluáróðrinum, voðalega hlýtur að vera erfitt að vera svona skelfd alltaf og sjá misyndismenn í öllum hornum, kannast ekki við þetta ástand sem þú lýsir, enda aðeins enduróm óttakórsins sem er ávallt tilbúinn til að afhenda mannréttindi yfirvöldum á silfurfati fyrir falska öryggistilfinningu...eða eins og einhver snillingur orðaði það hárbeitt: " sá sem er tilbúinn til að gefa eftir frelsi fyrir smá öryggi verðskuldar hvorugt".

Georg P Sveinbjörnsson, 3.5.2008 kl. 02:01

5 Smámynd: SeeingRed

" Við viljum löggæslu, við viljum meiri viðbrægð gegn vaxandi ofbeldi,- en.... Það verður engin eggjabaka bökuð án þess að brjóta nokkur egg, kæru landar..... Setjið nú lóðin á vogarskálarnar, þið eruð að ganga í rólegheitum heim, eftir gott kvöld á pöbbanum/kvikmyndahúsi eða annarsstaðar; það er múgur stráka sem veitist að ykkur, og þegar lögreglumaður blandar sér í málið, er hann sleginn í götuna með barefli.  Þið standið jafnvarnarlaus eftir, og að auki er "vinalegi, vopnalausi" lögreglumaðurinn blæðandi við fætur ykkar....... Þarf að hugsa þetta frekar??"

Je minn...Þetta hljómar eins og móðursjúk kerling úr vesturbænum sem er búin að sjá aðeins of margar bíomyndir....slakaðu á vinan, ástandið er ekki svona hroðalega ægilega svakalega hryllilega stórhættulega hættulega bölvað

SeeingRed, 3.5.2008 kl. 02:05

6 Smámynd: Irma Þöll

þú ert ein af þeim sem er gjörsamlega blind

ekkert illa meint

en það hafa margir lennt í löggunni...  mörg mörg dæmi og óþarflega mikla hörku af hennar hálfu.. líka saklaust gott fólk elskan.

þakkaðu bara fyrir að hafa ekki lennt í henni 

Irma Þöll, 3.5.2008 kl. 08:22

7 Smámynd: Steinunn Helga Snæland

Eg vissi ad þetta myndi kveikja á ykkur hehehehehehehehehe

"Móðursjúk kelling ur Vesturbænum" og fleiri málefnanlegar athugasemdir, er akkúrat, það sem ég átti von á....... Og finnst það einstaklega fyndið. Þessi viðbrögð lýsa einmitt barnaskapnum sem einkennir marga,- fyrst og fremst blindan á staðreyndir, sem tala sínu máli,- eins og tölur um aukið ofbeldi, vaxandi vopnaburð ofl. sýnir.  Að sjálfsögðu verður hinn almenni borgari sjaldan var við þetta, sem betur fer.  Hefur hreint ekkert með bíómyndagfláp eða "óttakórinn" að gera, staðreyndir,- hreinar staðreyndir. Hinsvegar er sjálfsagt rétt að lögreglumenn sem og allir aðrir menn, eru breyskir,- og ekki hægt að rétta hvejum sem er, svona völd í hendur.  Mér þykir alltaf sorglegt þegar mér er sagt af fólki, sem hefur án tilefnis, verið beitt lögregluofbeldi.  Hitt er annað, að venjulegur borgari sem verður fyrir slíku, "bakkar" oftast mjög fljótt út,- og sem betur fer hefur það oftar en ekki forðað frekari meiðslum.  Ég held það sé einstakt að fólk hafi dáið af Taser, Óskar,- ég komst ekki inn að skoða þessa síðu, en ég á von á að þarna hafi einhver annar undirliggjandi sjúkdómur ráðið för.....Og að sjálfsögðu getur slíkt alltaf hent sig, en menn hafa líka dáið í höndum lögreglunnar eða jafnvel læknavaktarinnr, án þess að neinum "verfærum" hafi verið beitt....... Í alvöru,- það eru skoðanaskipti sem blíva,- sjálfsögð "mannréttindi", eins og einhver snillingurinn benti á, án þess að vera mjög meðvitaður um mannréttindi í hnotskurn,- að hafa skoðanir, án þess að fólk sjái sig knúið til að vera með svívirðingar,- en í raun bara barnaskapur....Hehehehehehehe  Greyin!!!! 

Steinunn Helga Snæland, 5.5.2008 kl. 07:27

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég held ekki að það sé einstakt Steinunn að fólk láti lífið eftir að hafa verið skotið með Taserbyssu.. 144 skráð dauðsföll vegna taser í heiminum...

Óskar Þorkelsson, 6.5.2008 kl. 00:35

9 Smámynd: Steinunn Helga Snæland

144 dauðsföll vegna notkunar Taser, segirðu,- það kemur mér á óvart Óskar,- það segi ég satt........ Hitt er annað, hersu útbreidd eru Taser, hvað mörg eru í umferð, voru öll þessi dauðsföll af völdum löggjafans, eða kannski Taser í höndum misindismanna...???  Þessi tala vekur óneitanlega bara upp fæeiri og fleiri spurningar.  Það er  hæaglega hægt að drepa mann með teskeið, ef vilji og ásetningur er fyrir hendi, svo ég er alveg að kaupa það að 144 dauðsföll séu af völdum Taser, heldur þeirra sem halda á Tasernum...Ekki satt??  Það má skoða þetta frá ýmsum sjónarhornum, mér finnst bara augljósast, að þeir sem eiga að gæta öryggis landsmanna, eiga ekki að þurfa að vera varnarlausir við þann starfa, það væri eins og að SKIPA atvinnubílstjórum að aka án bílbelta á ónýtum dekkjum..... Svona sem dæmi...... 

Steinunn Helga Snæland, 6.5.2008 kl. 05:38

10 Smámynd: Óskar Þorkelsson

að fá í sig 50.000 volt getur ekki verið hollt.. með þurfa ekkert að vera mikið veikir fyrir til þess að eitthvað gefi sig við svoleiðis stuð.. að maður tali nú ekki um andlega þáttinn..

Þessar tölur sá ég einhverstaðar á netinu um notkun taser í lögreglunni í USA og Canada 

Óskar Þorkelsson, 6.5.2008 kl. 10:10

11 Smámynd: Óskar Þorkelsson

menn þurfa.. átti að standa þarna í annari setningu.

Óskar Þorkelsson, 6.5.2008 kl. 10:11

12 Smámynd: Óskar Þorkelsson

skv Amnesti international hafa 300 manns drepist við notkun á Taser í heiminum.

Óskar Þorkelsson, 6.5.2008 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband