Íslenskt ljóð og Ísbirnir flykkjast á 17.Júní!!!!

Mínir elskulegu landar!!!

Innilegar Hamingjuóskir með enn eitt Lýðveldisafmælið!!!!

Hlýtur að vera eitthvað sérstaklega vel spunnið í fangaðarlæti ársins, miðað við þann fjölda ísbjarna, sem leggja á sig langferð, og erfiðissund- til að ná á svæðið......Hehehehehehehehehe

Ég verð að vanda með fánann uppi á kontórnum í dag, búin að senda öllum "mail-vinum" mínum upplýsingar um mikilvægi þessa dags, með mynd af fánanum.  Annars er "hinn Íslendingurinn" á vegum Sameinuðu Þjóðanna hér, alltof langt í burtu, til að við getum fagnað saman, en ég er nýbúinn að "fá" annan Íslending hingað, sem vinnur hjá öðru fyrirtæki, við ætlum að reyna að hittast í kvöldmat í kvöld.....

Mér finnst alltaf 17.Júní mjög hátíðlegur, og tilefni til að fagna, og aldrei sem fyrr, geri ég mér grein fyrir mikilvægi þessa dags, eins og síðan ég hleypti heimdraganum og fór til starfa erlendis.  Þar kemur tvennt til; annars vegar að vera mjög (eiginlega pííínu-lítið) smátt númer í Alþjóðasamfélaginu sem ég starfa hjá,- hinsvegar að vera starfandi aðallega í löndum sem eru enn í dag að berjast fyrir lýðræði, og hafa því miður ekki áorkað að gera það án blóðtöku og mannfalls, eins og Íslendingar voru nokkuð heppnir að sniðganga í sinni Lýðræðisbaráttu.

Mér er heiður að láta fljóta hér með, ljóð eftir lítinn Íslending,- son minn Grétar,- ég held ekki að þetta teljist ritstuldur, þar eð hann gaf mér þetta ljóð fyrir margt löngu, var bara 10 ára, með einstakan íslenskan húmor finnst mér......Sprenghlægilegt og niðurlagið er alveg ótrúlegt!!!  :)

Í garðinum eru blóm,

þau biðja mig að fara úr skóm

úr brumi geysist lítið lauf,

líkt og tippi úr buxnaklauf

sólin tekur mynd af mér

milli þess sem rigning er

fuglar syngja, grasið grær

gamall áðnamaðkur hlær

Óð fluga nálgast óðfluga

ætli það sé góð fluga?

Eigið dásamlegan Lýðveldisdag elskurnar, gangið þó hægt um gleðinnar dyr, svo allir komist slysalaust frá deginum,- og PASSIÐ ykkur á Ísbjörnunum!!!! 

Þjóðrembu - Kveðja frá Kinshasa

Steinunn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Guðbjörg Snæland

Hafðu það gott á lýðveldisdeginum. Ég skal reyna að fanga ísbjörninn enda er hann á næsta bæ við tengdaforeldra mína!!!!

Kristín Guðbjörg Snæland, 17.6.2008 kl. 09:00

2 Smámynd: Steinunn Helga Snæland

Sæl frænka

Hvernig er með þetta ættarmót? Ég og strákarnir erum mjög spennt fyrir því, eru "kofar" á staðnum, eða verðum við að koma með tjöld?

Kv

Steinunn

Steinunn Helga Snæland, 17.6.2008 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband