Ég á ammmmæli í dag....

Já, þessi dagur skollinn á aftur.....Hinn íslenski Kvenréttindadagur, sem er líka afmælisdagurinn minn.  Það hefur mörgum femínistanum þótt afar óverðskuldað, ég er hinsvegar á því, að Guð hafi verið á hátindi húmorskrar hugsunar, þegar hann valdi mér þennan komudag :)

Ég er sérdeilis lukkuleg í dag, búin að fá tvö söng-símtöl frá Íslandi og eitt frá Noregi.  Í gærkvöldi út að borða, og ein afmælisgjöf, Tissot úr, MJÖG kvenlegt og fínlegt,- eiginlega alls ekki ég,- en mér finnst það fallegt og hugurinn að baki er aðalmálið :)

Ég frétti að seinni Bangsímon hefði verið skotinn, hafði sjálf ekki alvegskilið hvernig "sérfræðingar" hefðu verið fundnir í Danmörku!!??  Danmörku???   Common, hvað ganga margir ísbirnir á land í Danmörku, árlega??!!!  Hálvitar,- fyrirgefið orðbragðið,- ef þið ætluðuð að fá sérfræðinga, áttuð þið að sjálfsögðu að tala við Kanadamenn, í Alaska taka þeir þessi dýr lifandi án nokkurra eftirmála, ég er nýbún að horfa á snilldar heimildarmynd um hvernig þeir bera sig að.....Jesús, Danir!!!!!

Fyrirgefiði, sá sem fékk þessa hugmynd, gengur EKKI á öllum..... Ekki það að ég muni gráta þennan björn, þetta er jú bara villidýr. En fyrst menn ákváðu að fara að spreða peningum, afhverju þá að borga Benz verð fyrir Lödu....Ef svo má að orði komast.....

Bestu kveðjur elskurnar

Steinunn ammmmælisbaddnn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

til hamingju með daginn Steinunn :)

Grænland er hluti af danmörku og þessu "sérfræðingur" fóðrar víst hvítabirni í dýragarði og er því "vanur" umgengni við þá.. tamda.

Óskar Þorkelsson, 19.6.2008 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband