Það er svo margt sem er sorglegt, þessa dagana. Góð vinkona er mér horfin, og með fráfalli hennar er höggvið stórt skarð á sálina. ég hef ekki haft dug í mér að skrifa lengi, af þessum sökum; það er miklu erfiðara að kljást við svona mál, þegar maður er langt í burtu.
En þegar ég lít yfir Moggann, se ég líka sorglega hluti gerast heima, sem eru óþarfir og einkum lýsandi fyrir hroka stjórnmálamannsins Björns og hans líka.
Hverning má það vera, að ekki sé hlustað á þann fjölda Íslendinga, sem hafa lýst yfir stuðningi við Jóhann R. Benediktsson, og farið þess á leit að allra leiða yrði leitað til sátta, til að halda þessum afbragðsstarfsmanni í starfi sem hann hefur gengt með sóma. Nei, ekki klúðra menn þessari umleitan eingöngu, heldur missa fleiri stórgóða starfsmenn með Jóahnni, fyrir vikið!!!
Ég var svo lánsöm að hitta Jóhann, fyrir nokkrum árum,- þá óaðvitandi að þarna var nýi Lögreglustjórinn á ferð. Mér hefur alltaf staðið ofarlega í huga hrokaleysi þessa manns, þegar ég spurði hann hvað hann væri að fara suður á Keflavíkurflugvöll. Svarið var "ég starfa hjá Lögregluembættinu á Keflavíkurflugvelli". Þetta svar endurspeglaði þann einarða mann, sem sér sig sem starfsmann þjóðarinnar, en ekki sem "aðalgæjann í bænum",- eins og svo margir aðrir í svipaðri stöðu sjá sjálfa sig. Mér er ofarlega í huga einn sérstakur, sem er eins og karlinn í nýju fötum keisarans,- þarf ekki að nefna nein nöfn......
Ég sé á nýjustu fréttum, að það er vonlaust að reyna að fá Jóhann til að endurskoða málið,- og ég verð að segja að ég skil það vel. Eina sem er eftir er þá að þakka honum fyrir yfirburða vel unnin störf og einurð í allri framkomu,- og ég persónulega óska Jóhanni velfarnaðar í hverju því starfi sem hann tekur sér fyrir hendur,- og veit að næsti atvinnuveitandi hans er öfundsverður að fá hann um borð.
Gangi þér vel og lifðu heill Jóhann, heilindi virðast vera þér lífsstíll!!!
Eigið yndislegan dag öllsömul!!!!!
Kveðja frá Kongó
Steinunn
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Falleg ummæli hjá þér um góðan dreng. Jói hefur verið í þjálfun hjá mér og er hrokalaus með öllu, kurteis.....
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 25.9.2008 kl. 09:35
Ég þekki Jóhann ekkert persónulega og hef ekki unnið undir hans stjórn. Ég þekki hinsvegar marga sem það hafa gert og það bera honum allir vel söguna. Ég tek því undir með þér þegar þú óskar honum velfarnaðar á nýjum stað.
Kristín Guðbjörg Snæland, 28.9.2008 kl. 11:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.