"HAUKUR" í sauðagæru?? Hvaða HÁLFVITI...???

Ég hef nú þagað um stund,- verið að fást við einka-vandamál, "ástandið" á Fróni, og fleira,- mér hefur einfaldlega verið orða vant.....

En ÞESSI fyrirsögn!!  Argggghhhh!!!!!  Það verður EINHVER að fara að kenna blaðamönnum Moggans ÍSLENSKU!!!!!!   Staðreyndin er sú, að það er talað um "Úlf í sauðagæru",- bjálfinn þinn, þarna!!! 

Það er með eindæmum, að ég,- sem er nú þegar oftsinnis leiðrétt, jafnvel af börnunum mínum,- og þarf orðið að leita að "réttu" orðunum, þegar ég tala íslensku,- skuli þurfa að reka augun í svona hrapalegar vitleysur, eins og blaðamenn Moggans virðast alltaf geta komið á prent!!

Hvar í fjandanum eru prófarakalesarar, ritstjórar og aðrir sem ættu að geta stöðvað slíka vitleysu, í að verða birt???   Eða er kannski Mogginn að spara svo mikið, síðustu árin, að hann er einfaldlega bara með ólesandi og illa skrifandi krakka, á sínum launalista???

Ótrúlegt!!!

Ég sé að ég er komin "inn" á ný,- kannski maður hafi dugð í sér í nokkrar færsæur fram til jóla.  Það er miklu léttara allt núna,- og skemmtilegra,- ekki sé minnst á fríið framundan, áramót í Höfðaborg....Jibbbííííí

Sé ykkur síðar elskurnar,- eigiði góðan dag,- og hvernig sem ástandið á Íslandi er,- þá er klár óþarfi að tapa hinni íslensku tungu ofan á allt annað!!!

Steinunn


mbl.is Obama haukur í sauðargæru?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælar.

Þú ættir kannski að klára að lesa alla greinina áður en þú dæmir svona harkalega.

Eigðu góðan dag.

Íris Björnsdóttir (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 09:21

2 identicon

Já, haukur í dúfulíki vaeri naer lagi.

Mogginn er búinn ad missa allt vit frá sér. 

S.H. (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 09:23

3 identicon

Það er nú líklegast verið að vísa í "haukana" svokölluðu sem hafa haft völdin á sínum höndum þarna í vesturheimi síðastliðin ár. Svo kemur þú bara eins og þjófur úr heiðskíru lofti..

Messuvínið (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 09:27

4 Smámynd: Ellert Júlíusson

Ávallt gott að lesa alla greinina áður en athugasemd er sett inn. 

 (Vegna athugasemda við fyrirsögn vill blaðamaður árétta að hér er á ferð vísvitandi orðaleikur. Í Bandaríkjunum er ósjaldan vísað til þeirra sem vilja beita hervaldi við lausn deilna á alþjóðavettvangi sem "hauka". Gaman er að fá viðbrögð frá lesendum og upprifjun á orðum Churchills um Attlee.)

Ellert Júlíusson, 2.12.2008 kl. 10:15

5 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Það hefði tekið þig álíka langan tíma að lesa alla greinina og að skrifa þennan reiðilestur þinn. Betra að vera viss í sinni sök áður en farið er að kalla mann og annan hálfvita - annars er hætt að það snúist í höndunum á manni.

Jón Agnar Ólason, 2.12.2008 kl. 10:30

6 identicon

Þetta var nú svolítið eins og að hrækja upp í vindinn

Kristín Sævarsdóttir (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 15:41

7 identicon

Ég er sammála messuvíninu  -  svartur á leik - hmm

Krímer (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 23:08

8 Smámynd: Steinunn Helga Snæland

Sniðugt að fá svona mikil viðbrögð. Ég bakka ekki með neitt sem ég skrifaði,- ég las ALLA greinina, ef einhver skyldi hafa gleymt því, þá er Ameríski herinn farinn úr landi,- og að reyna að sleikja upp einhverjar Amerískar "herkænskusögur",- með því að taka gamalt og gott  íslenskt orðtak,- og snúa því uppí endemis bull,- með viðhengi á US....Ég meina, er ekki allt í lagi?  Eru blaðamenn Moggans virkilega svo GALTÓMIR að þeir geta ekki skrifað markvissar fyrirsagnir frá eigin brjósti??  Það er ekki nokkur réttlæting fyrir þessu hátterni, aðeins skömm að því!  Og málið er, að mér leyfist að hafa skoðun, mín skoðun er jafnréttmæt og hver önnur,- mín reiði gagnvart þessu háttarlagi er jafnvel enn skiljanlegri, því að ég hef ekki mörg tækifæri til að tala íslensku,- en reyni að halda henni við með að lesa blöðin á netinu, til að mynda.  Já, "nú hefur Bleikur brugðist!!!!" 

Steinunn Helga Snæland, 3.12.2008 kl. 07:03

9 identicon

Áfram Steinka, og gleðileg jól og áramót. Þú hefur alltaf getað tjáð þig á íslensku. Verð á Kanarí um hátíðirnar aðspandera rándýrum evrum og skál fyrir því!

viðar (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband