Fagra Ísland, einstaka Ísland,-klikkar ekki!!

Jákvæð frétt, um jákvæða umfjöllun! 

Þessi frétt er jafnfrábær og lyktin af fyrsta degi vors, á Íslandi!!

Eftir allan neikvæða fréttaflutninginn, innanlands, sem og utan,- þá vekur þessi frétt með manni vonarneista um að menn sjái enn það sem gerir Ísland svo einstakt, og engu landi við að jafna.

G-strengurinn, lýsir auðvitað bara sérstæðum húmor landsmanna,- en mér finnst að umsagnir um náttúrufegurð landsins, sé það sem skiptir svo miklu máli,- ekki síst þegar þjóðin þarf aukinn ferðamannastraum, og ekki síður jákvæða erlenda umfjöllun, eftir allt skítkastið,- undanfarið hálft ár.

Og ég get bara talað fyrir mig, þótt ég komist ekki á Vestfirðina í sumar, eins og planið var (fresta því um eitt ár), þá vakti lestur fréttarinnar enn meiri tilhlökkun í brjósti mér, að koma til landsins í sumar, í sumarfrí. 

Ég þrái hinar löngu, hljóðlátu sumarnætur.....Helst á öðrum endanum á veiðistöng, við fallegt vatn.  Að heyra ekki í neinni bifreið, bara einstöku fugli,- lóu, spóa, önd.......Og kannski kind og lamb að jarmast á......

Það er fátt dásamlegra í heimi hér. Það er uppáhaldsstaðurinn minn, og uppáhaldstíminn minn, á árinu!!!

Ég vona sannarlega að þessi umfjöllun nái augum og athygli sem flestra, og verði til þess að enn fleiri ferðamenn hugsi sér til hreyfings til Íslands!!

Góðar stundir

Steinunn


mbl.is Fyrsti G-strengur heims á Vestfjörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Ó hvað ég er innilega sammála þér Steinunn mín,verst að þú komist ekki vestur,þar er sko mjög fallegt,gleðilegt sumar.

Jóhannes Guðnason, 6.5.2009 kl. 18:04

2 Smámynd: Steinunn Helga Snæland

Ég veit, takk fyrir fallega kveðju, gleðilegt sumar!! Vestfirðirnir VERÐA að ganga upp næsta sumar!! Ég er búin ad lofa drengjunum mínum því, og Snæfellsnesinu lika,- leitt ad það gekk ekki upp í ár.....En eins og Jökuldælingar segja gjarnan "Það koma alltaf nógir dagar"....Hahahaha  Þetta gat ég nú lært af þeim... :)

Steinunn Helga Snæland, 6.5.2009 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband