Trukkalessunni er bæði brugðið og misboðið. Undanfarin ár hefur Trukkalessan oft átt líflegar samræður við íslenska einstaklinga, sem nú eru flestir á fertigsaldri og með langa menntun á bakvið sig. Það sem hefur sett Trukkalessuna útaf laginu í mörg skipti, eru umræður um virðingu fyrir íslensku máli. Samkvæmt staðhæfingum þessa fólks, er það víst orðin tíska í dag, að ef þú segir og skrifar sömu vitleysuna nógu oft, þá er sú vitleysa orðin "samþykktur þáttur í íslensku máli". Þetta kalla einhverjir "snillingar" þróun á tungumálinu.
Trukkalessan myndi skilja ef það væri um nýyrði að ræða, það er algjörlega samþykkjanlegt að mál þróist með nýyrðum sér í lagi nú á tækniöld þar sem nýjar græjur bætast næstum daglega við eðlilegt heimilishald og hversdagsamstur.
Trukkalessan getur hinsvegar ekki kyngt því að fólk sem nennir ekki að læra stafsetningu og málfræði, geti með því reynt að sannfæra þá sem hafa haft fyrir því,- að illa skrifuð íslenska verði rétt,- ef þú bara skrifar hana (eða segir) nógu oft.
Trukkalessan skrifar oft vitlaust og Guð veit að hún er farin að verða blæst á máli, vegna langrar veru erlendis,- en það hefur í engu breytt ást hennar og virðingu fyrir íslensku tungumáli. Skömmun er alltaf jafnmikil þegar hún stendur sig að mistökum. Það er virðingu blandin skömm, afþví að ástin á þessu fallega og sterka tungumáli sem svo fáir jarðarbúar tala, er gríðarlega sterk hjá Trukkalessunni.
Þá komum við að ástæðu þessarra skrifa.
Fyrir tveimur dögum deildi vinkona/ættingi Trukkalessunnar á Fjésbókinni frægu, hlekk sem hét "Könnun um íslensku".....
Trukkalessan hélt fyrst að þetta væri eitthvað spaug og opnaði hlekkinn, en nei...Þetta var semsagt grafalvarleg könnun á íslenskum málskilningi. Þegar spurt var að, hver sendi þetta út, var svarið "Doktorsnemi í íslensku".
Trukkalessan veit ekki betur en að til að vera Doktorsnemi, hljóti það að þýða að viðkomandi sé í Háskólanámi.
Semsagt, viðkomandi einstaklingur hefur verið samþykktur inn í Háskóla Íslands í Doktorsnám í íslensku og er ekki betur áttaður en það að setja upp "Könnun UM íslensku".....
Gott og vel, Trukkalessan var forvitin og tók þátt í könnuninni sem var mest eins og krossapróf um að velja það sem var mest og minnst ásættanleg aðferð í að setja saman setningar af ýmsum toga. Langvinsælast var að nota setningar sem byrjuðu á "það var" - en þetta er hræðileg nauðgun á íslensku máli, sem varð áberandi í kringum 1987 og versnaði síðan stöðugt eftir það.... "það var ekki sækt okkur í skólann" - "það var ekki leikt við okkur" - "það var strítt mér" - "það var keyrt okkur" o.s.frv.....
Þetta var rangt þá og þetta er rangt nú.
Trukkalessan fékk svolítið á tilfinninguna í "könnuninni" að framtíðar "doktorinn" í íslensku, væri að reyna að þröngva þátttakendum til að komast að þeirri niðurstöðu að þessi nauðgun á íslenskri tungu, væru orðin svo útbreidd, að nú væri kominn tími til að samþykkja hana sem "rétt og gott mál".
En, rúsínan í pylsuendanum er eftir.....
Doktorsefnið setti upp ólíkar setningar og loks kom krossaspurningin sem gerði Trukkalessunni næstum óglatt....
"Við hjálpuðumst við og settum niður rófur,kartöflur og gulrætur á sunnudaginn"....????
Virkilega???!!!!
Doktorsnemi í íslensku heldur semsagt að gulrætur og rófur séu "settar niður" eins og kartöflur....
Maður kemst semsagt í doktorsnám á Íslandi, án þess að hafa lágmarksskilning á einfaldri náttúrufræði.
Misskiljið ekki Trukkalessuna, ef viðkomandi hefði verið að skrifa um apa, ljón og gíraffa,- hefði verið eðlilegt að ætla að lágmarksþekkingu væri ábótavant,- en þetta er ótrúlega kjánalegt,- viðkomandi er semsagt ekki með lágmarkskunnáttu í íslensku (sést á fyrirsögninni "könnun um íslensku") og ekki hefur viðkomandi lágmarksþekkingu á því sem hann notar til að ganga út frá í "könnuninni"....
Trukkalessan fékk samt svolitla samúð með malbikssleikjunni, sem afhjúpaði sig á síðustu síðu "könnunarinnar" með einni af spurningunum þar.
"Veldu landshluta þar sem þú ólst upp eða hefur búið meirihluta ævinnar:
Höfuðborgarsvæðið
Suðurland
Austurland
Norðurland
Vesturland
Vestfirðir"
Já, það er nefnilega það.....Bara barn sem varla hefur farið útfyrir 101 Reykjavík, heldur að Suðvesturhornið/Reykjanes, sé hluti af "höfuðborgarsvæðinu". Þannig að, nú höfum við séð það að til að vera doktorsnemi í íslensku, þarf maður ekki að kunna málfræði, hafa lágmarkskunnáttu í náttúrufræði eða hvað þá íslenskri landafræði!
Trukkalessan segir það enn og aftur, henni er brugðið og misboðið. Þetta er ekki ásaættanlegt fyrir litla þjóð sem leggur metnað sinn í að viðhalda sínu eigin tungumáli, og hefur tekist það ótrúlega vel þrátt fyrir landsetu Dana og hersetu Breta og Bandaríkjamanna.
Þess ber að geta að "snillingurinn" sem að könnuninni stóð, gaf þáttakendum ekki kost á athugasemdum.
Svona er svo hrokinn í fólki sem er í doktorsnámi, sem greinilega er ekki meira virði en eitthver "diploma" sem maður dregur uppúr morgunkorninu.....
Dægurmál | 14.1.2020 | 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gleðilega Hátíð kæru landar, hvar sem þið eruð!
Nú er jólasteikin með öllu meðlæti og ábætisréttum og sælgæti, uppétin og tími til að setja svolítið alvarlegri pælingar á blað.
Trukkalessan hefur verið svolítið hugsi á þessu ári, þegar kemur að hvaða augum fólk virðist líta persónulega ábyrgð á eigin lífi, heilsu og eignum.
Og ábyrgð svona almennt.....
Samkvæmt lagabókstafnum erum við fjárráða og sjálfráða frá 18 ára aldri, og eigum þar af leiðandi að taka ábyrgð á eigin ákvörðunum og þeim afleiðingum sem þær kynnu að hafa.
Það virðist vera mjög pottur brotinn þegar kemur að því að kenna fólki hvað það þýðir að verða sjálf og fjárráða. Fólk virðist vera með það á hreinu að það getur kosið, keyrt, tekið lán, keypt sér bíl og hús og ferðast á eigin vegabréfi án annarra afskipta.
Mjög flott.
Sama fólk virðist ekki vera með það á hreinu að þegar maður kýs, tekur maður ábyrgð á stjórn landsins (líka þegar maður kýs ekki, er mér sagt).
Margir eru ekki alveg með öryggi bak stýrið á hreinu, keyra alltof hratt, nota símann í akstri, aka fullir, dópaðir eða annars óhæfir til aksturs,- þrátt fyrir mörg hundruð þúsundum sé spreðað í að kenna öruggan akstur.
Fólk virðist ekki alveg vera með það á hreinu að ef maður tekur lán, þarf það að borgast. Venjulega borgar þú meira en þú fékkst að láni (vextir og annar kostnaður) og þú þarft að hafa vinnu áður en þú tekur lán, og vita að þú sért borgunarmanneskja fyrir láninu. Ef þú tekur lán þá áttu líka alltaf að taka lánstryggingu, sem skerst í leikinn ef þú veikist alvarlega og getur ekki staðið við afborganir.
Þessi trygging kostar smávegis, en skapar öryggi fyrir þig, þann sem lánar þér og ekki minnst fyrir þína nánustu, sem annars geta þurft að bera ábyrgð á láninu þínu.
Ef þú kaupir bíl, skaltu vera viss um að þú þarft að eiga fyrir bílaláninu, tryggingum, skoðun, eldsneyti, viðgerðum og öðru viðhaldi og hugsanlegum skemmdum sem þú veldur á eigum annarra ef þú tímir ekki að tryggja almennilega.
Ef þú kaupir hús áttu líka að eiga fyrir tryggingum, bæði innbústryggingu og brunatryggingu. Þú þarft að eiga fyrir afborgunum sama hvað gæti gerst (afborgunartrygging!!), þú þarft að eiga fyrir viðhaldi,sköttum og opinberum gjöldum. Annars átt þú að leigja og sleppa með innbústryggingu.
Ef þú ferðast, áttu að eiga fyrir og kaupa með miðanum,- slysa og ferðatryggingu sem hjálpar þér ef þú værir svo óheppin(n) að slasat eða látast í útlandinu, og fríar fjölskyldu þína þeim áhyggjum og byrði að þurfa að taka lán fyrir sjúkrakostnaði, eða Guð forði þér frá því,- að þurfa að borga heim fyrir kistu. Allar þessar tryggingar er einfalt að nálgast.
Ef þú átt gæludýr, áttu að ganga fyrst frá tryggingu sem borgast ef dýrið þitt eyðileggur fyrir öðrum, skaðar aðra (eða önnur dýr) eða verður sjálft sjúkt eða slasast. Tryggingin greiðir líka hlut í aflífun, skyldi koma til þeirrar sorglegu niðurstöðu.
Ef þér finnst að þú sért orðin(n) nógu þroskaður einstaklingur til að eignast börn, áttu að tryggja börnin þín. Þú átt að hafa fjölskyldutryggingu, sem hjálpar þegar litli engillinn gengur með grjót á bíl nágrannans eða setur skósvertu á hvíta teppið hjá ömmu. Þú átt líka að hafa barnið með heilsu/frístundar- og ferðatryggingu, sem sparar þér mörg áhyggjuefni þegar hlutirnir fara ekki eftir áætlun.
Og.....Hlutirnir fara mjög oft ekki eftir þínum áætlunum.
Íslendingar og líka norðmenn hafa síðustu ár ákveðið að lifa frekar hátt. Þeir eignast mikið, ferðast oft, og hlaða niður gæludýrum og/eða börnum á meðan þeir vinna hörðum höndum fyrir allri dásemdinni.
En í báðum löndum skilja þeir mikilvægt verkefni eftir.
Þeir tryggja sig illa og/eða ekki.
Og þegar kötturinn fær hóstakast, krakkinn dregur grjótið eftir bílhliðinni hjá nágrannanum,makinn handleggsbrotnar á Spáni,eða maður sjálfur deyr í Malasíu......
Þá er öskrað á "SÖFNUN" á Facebook, Twitter, Fréttablaðinu, Stöð", Visi.is og fleiri miðlum.
Þetta heitir ábyrgðarleysi. Og þeir sem ákvða að borga brúsann í slíkum tilfellum, ýta undir áframhaldandi ábyrgðarleysi og kæruleysi og frekju.
Hvernig er það í lagi að einhver sem passar vel upp á að tryggja allar sínar veraldlegu eigur og síðan líf og heilsu sinnar fjölskyldu, og tryggir til og með afborgunargetu sína, skyldi heilsan gefa sig.....- eiga LÍKA að fara að borga brúsann fyrir slóðana sem lifa hátt en nenna ekki og tíma ekki að tryggja sig, og vaða áfram með "þetta reddast allt" hugsunina að leiðarljósi?
Ég heyri afsakanir eins og "Æi, þau eru svo ung"....Ef þau voru nógu gömul til að hafa eigið fé til að missa eigið húsnæði, bíl,gæludýr, barn eða heilsuna í útlöndum....Þá voru þau nógu gömul til að vita að þau þyrftu að tryggja sig.
Það er siðferðileg skylda allra gagnvart sjálfum sér og sínum nánustu.
Það er dýrt að tryggja, en þvílíkt sem það er dásamlegt og peningum vel eytt, daginn sem óhappið knýr dyra.
Ég heyri líka "Æi, iðnaðarmenn sem eru að vinna fyrir sjálfa sig eiga ekki fyrir tryggingum"....?? HA??
Ef maður á ekki fyrir því að tryggja sig þegar maður vinnur hjá sjálfum sér, þá er það kannski merki um að maður ætti að lækka rostann og vinna bara hjá öðrum, þangað til maður hefur efni á öðru. Maður er allavega tryggður í vinnu hjá öðrum, annað er ólöglegt.
Ég á þrjú gæludýr, öll tryggð. Sá sex ára er blendingur, ekkert dýr/hreinræktaður hundur, en mér þykir afar vænt um hann. Hann fékk liðavandamál núna í vor, og verður að ganga á verkjalyfjum það sem eftir er. Vegna gæludýratryggingar, borgaði ég 1000NKR í sjálfsábyrgð við myndatökuna sem uppgötvaði skaðann (myndatakan kostaði 3500NKR) en allt annað borgaði tryggingarfélagið og þeir borga lyfin hans hvern mánuð síðan. Ég reikna með að þurfa að borga sjálfsábyrgð fyrsta mánuðinn á nýju ári, áður en tryggingarfélagið tekur aftur við. Hér erum við að tala um 900NKR annanhvern mánuð......
Mér verður óglatt þegar ég sé fólk koma með veika eða slasaða hunda og ketti, sem hafa kostað ógrynni fjár (hreinræktuð) og grenja svo á netmiðlunum afþví að dýrir vektist eða slasaðist. Afhverju er verið að biðja okkur sem borgum tryggingar fyrir okkar dýr, að borga fyrir slóðana sem eiga ekki fyrir því að eiga dýr?
Hvar er ábyrgðarkenndin?
Hvar er skömmin?
Fólk á nefnilega stundum að skammast sín, og ef að maður ætlar að "leika fullorðinn" og getur ekki hugsað sér að taka allan pakkan, með ábyrgðinni líka, þá á maður að skammast sín og hætta að láta eins og að maður sé svaka "kall/kjella" sem eigi/geti hitt eða annað, ef það er svo bara spilaborg án tryggingar.
Síðast en ekki síst.
Ég er ákafur talsmaður þess að björgunarsveitirnar séu einu félagasamtökin sem hafi leyfi til að selja flugelda á Íslandi fyrir áramót. Fréttir kvöldsins, urðu til þess að ég missti þá ákefð útum gluggann.
Ef maður fær ábyrgð eins og að selja sprengiefni og handla með sprengiefni,- þá á maður fjandakornið að vakta það eftir atvikum!!
Að skilja flugelda eftir í óvöktuðu húsnæði, án vaktmanns og myndavéla,- er það allra bjánalegasta sem ég hef heyrt lengi. Og þetta frá félagsskap sem hvetur landsmenn til að sýna ábyrgð yfir óveður og aðrar náttúruhamfarir!!!
Hvað eru menn að hugsa!!!??
Mér finnst ennþá að engir aðrir en björgunarsveitirnar eigi að fá að selja flugelda, en Björgunarsveit Kópavogs hefur fyrirgert rétti sínum til að vera treystandi fyrir vörslu sprengiefna og ætti að fara í nokkurra ára sölubann fyrir ábyrgðarleysi í meðferð sprengiefna. Þetta er sorglegt, en staðreynd engu að síður.
Ég óska ykkur öllum farsældar á komandi ári, og vona að þið farið að beina ykkar uppkomnu börnum (og ykkur sjálfum) inná brautina "í upphafi skyldi endinn skoða" og láta fólk taka ábyrgð á sér og sínum gjörðum.
Góðar stundir
Trukkalessa með Tryggingu fyrir öllum sem hægt er að tryggja.
Dægurmál | 26.12.2019 | 23:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Trukkalessan hefur um hríð fylgst náið með aðgerðum og athugasemdum svokallaðra "grænkera" eða nefndra vegana í flestum löndum og hinsvegar svokallaðra Dýraverndunarsinna.....
Misskilið ekki Trukkalessuna,- hún étur sitt grænfóður, tekur "bara-græna" daga og stundum vikur með viðeigandi fínum hægðum og ilmandi kúaprumpi, hún tekur líka ávaxta tímabil og lætur þá flest annað en ávexti eiga sig,- en ekkert af þessu er af nokkrum trúarbragðaorsökum, meira til að vinna með ólíkt fæði fyrir "alætuna" sem er sú dýrategund sem Trukkalessan á kyn til.
Trukkalessan er líka Dýraverndunarsinni, hún er fylgin allri dýravelferð og mjög annt um að fólk sé neytt til að fara vel og RÉTT með dýr.
Blessuð (?) börnin sem reka grænkera áróðurinn og dýraverndunarmisskilninginn, eru full af tvískinnungi og erfitt að skilja hvað þau meina eða hversvegna þau eru það sem þau eru. Kannski erfið æska? Kannski einelti? Kannski eru þau bara leið á að standa ekki uppúr með eitthvað "annað" en hinir? Mjög oft virðast þeirra hegðun einkennast af athyglissýki sem er öskruð út í ólíkum miðlum, með hatursáróðri gegn hinum og þessum, sem eru ekki sammála uppfundnum og skálduðum vísindum grænkeranna og dýramisskiljaranna. Hér í þessari færslu eru Grænkerar settir undir einn hatt með Dýraverndunarmisskiljurunum, í ljósi frétta af þessum kjánaprikum á Íslandi og erlendis.
Trukkalessan vill hafa það á hreinu að hún þekkir margar grænmetisætur sem eru ekki kjánar eða ofstopafólk og ætlast alls ekki til að allir verði eins og þær. Þetta fólk hefur valið sér mat eftir eigin smekk, ekki afþví að þau eru uppfull af rugli um misbeitingu á dýrum eða óhollustu dýraafurða,- þeim bara líkar sitt val og reyna nánast ekki að troða því uppá neinn,- éta bara sínar hrákökur og tofu og hafa það fínt
Fyrsta Rangfærsla Grænkera/Dýraverndurarmisskiljara: Ég er að forðast að leggja of mikil "spor" eftir mig.....
- Hmmmmmm.....Skoðum þessa fullyrðingu betur. Ferðu semsé allra þinna ferða gangandi og borðar bara það sem vex í bakgarðinum hjá þér? Afþví að ef þú ferð á reiðhjóli þá var mikil mengun bak allri frakt í varahluti og dreifingu reiðshjólsins, svo við tölum ekki um mengunina af dekkjunum á gripnum. Grænmetið sem þú staflar í þig úr versluninni er mest allt innflutt með skipum og flugi, keyrt út með dísiltrukkum og það er einnig oft sprayað með öllu því sem þú ekki vilt meina að þú látir ofaní þig. Og sporin? Þú munt eftir nokkurra ára grænmetisát setja meiri óþverra útí andrúmsloftið, en þú meinar að vesalings kýrnar geri. Ef þú ferð erlendis (já allar Facebook, Instagram, Twitter og Snapchat færslurnar afhjúpa þig!!!) þá ert þú EKKI að reyna að hamla því að leggja "spor eftir þig" heldur ert þú að HAMAST við að leggja spor eftir þig, menga eins og enginn sé morgundagurinn og kenna síðan öllum öðrum um....Afþví að þeir elda, borða, selja kjöt og fisk afurðir.....Kjáninn þinn litli.
Önnur Rangfærsla Grænkera/Dýraverndunarmisskiljara: Mannslíkaminn á ekki að nota og þarfnast ekki kjöt og fiskafurða eða annarra dýraafurða.
- Aaaaalllllt í lagi....Mannkynið hefur þá barist fyrir afkomu sinni og komist yfir ótrúlegar neyðar af eintómum misgáningi? Það er semsé bara bull að nú séu að fæðast börn grænkera sem læknar þurfa strax að pumpa full af vítamínum, steinefnum og járnum sem þau skortir afþví að hýsillinn hefur neitað þeim um efnin sem þau þurfa til að lifa af? Afþví að mannslíkaminn ÞARF þessi efni?....Og veistu litla grey, það er hollara að taka efnin inn sem mat en pillu eða sprautu, það er líkamanum eðlilegra. Og leitt að sprengja sápukúluna þína, mjólk ER góð, egg ERU frábær og þessar afurðir eru stór þáttur í að þú hafðir möguleika á heilbrigðri æsku og hefur möguleika á frekar heilbrigðri elli. Þú gætir komist hjá beinkröm, kalkeyðingu og fleiri kvillum með að nota mjólk og mjólkurafurðir, með eggjum annað slagið.
Þriðja Rangfærsla Grænkera/Dýraverndunarmisskiljara: Dýr sem ekki eru nýtt hafa það betra....
- Jæja litla kjánaprik, sem sennilega hefur aldrei verið í sveit eða höndlað fisk nema útúr búð... Heldur þú að húsdýrastofninn myndi hafa það svo gott að ganga "villtur"? Hversvegna erum við þá að bjarga kindum og hestum af fjalli á hverju ári? Afhverju þurfum við að hafa heitt í húsi svína og hænsna? Hversvegna þurfa kýr hlýja og notalega bása(stíur) og hreint fjós, og mikið hreinlæti sem þær fá ekki til sjálfar, við mjaltir? .....Og hvað á að gera við öll dýrin ef við hættum öll að borða kjöt, nota ull, borða mjólkurafurðir og egg? Hvað verður mikið æti fyrir dýrin sem lifa af og hlaupa villt í hrauninu á Íslandi, eða skóglendinu í Noregi? Hvað eiga dýrin að gera í óeðlilega vatnslitlum eða miklum árum? Óeðlilega snjóþungum eða harðfrosta árum? Ætlar þú að fara út og leggja fleece teppi yfir öll dýrin, elsku kjáni? Og þegar kindurnar sligast undan gömlu og skítugu ullinni sem ekki mátti rýja af henni? Og fá sjúkdóma, lús og aðrar óværur í gömlu ullina og kroppinn? Rotna innanfrá?...ÞÁ áttu að vera stolt elsku grey kjánaprik að þú "reddaðir" þeim frá bændum sem rúðu þær. En það verður æðislega gaman að geta gengið um landið og fundið sjálfdauð, sjúk og hungurmorða svín, geitur, hross, kjúklinga og beljur í hverju spori....Allavega eru bændur ekki að drepa þau að gamni sínu, eða fóðra þau með illviljanaum einum saman,- eða helvítin alætufólkið að njóta afurðanna, mikið betra að þau liggi steindauð og sjúk útum allt.
....Ó, ætlaðru ekki að sleppa þeim öllum lausum? Hvað ætlaðru þá að gera? Drepa þau kannski? Hvernig ætlarðu að drepa þau? Ætlaðru að gera það sjálf/ur? Þú sem hatar blóðsútehllingar, þegar það ekki þóknast þér... Er betra að drepa þau til að þau verði engum til góðs, er það "mannúðlegra"? Kjánaprikið litla, þú ert ekki alveg búin að hugsa þetta til enda, er það?
Hvað ætlarðu svo að gera við öll "frjálsu" húsdýrin þegar þau veikjast? Heldur þú að dýralæknar ætli að elta hálfvillt fárveik dýr inn að jökulrönd ef þú biður þá um það? Og allir smitsjúkdómarnir sem loga um allt starx og húsdýr ganga utan eftirsjár, ætlar þú að bera ábyrgð á sóttvernd? Ætlarðu að fanga dýrin sem þú loksins fékkst frelsuð frá helvítis bændunum sem voru bara vondir við þau, misnotuðu og drápu sér til gamans,- ætlar þú svo að fara að fanga þau að nýju til að bjarga lífum þeirra? Og þegar þú hefur gert það, illa upplýsta lambið,- hvernig ætlar þú að fóðra flokkinn á veturna,- þú ert jú búin að gera alla bændur atvnnulausa, þeir fara ekki að heyja ofaní dýr sem eru "villt".....
Og á meðan þú gælir við afleiðingar gjörða þinna, getur þú bara hoppað uppí flugvél með vasahundinn þinn í veskinu. Hann er sennilega af kyni sem hefur verið margkreist gegnum aðrar hundategundir til að þú "býtúttan" fengir kyn sem fer vel í vasa, helst ekki úr hárum og þú getur þvingað í föt og gert að fífli við öll tækifæri. ÞAÐ er misbeiting. Hundur er hundur ekki barn, ef þig langaði í barn, hættu þá að láta þá löngun ganga yfir hundinn þinn eða köttinn með óeðlilegum fatnaði eða öðrum ósóma sem hæfir kannski barni en þetta dýr hefur ekki til saka unnið. Þegar þú og hundurinn eruð komin í vélina, geturðu pantað vegan fyrir ykkur bæði, krakkakjáni,- drepið hundinn þinn úr nýrnaskaða eins og þú drapst köttinn þinn úr lifrareitrun, þegar þú ert að neyða dýr að vera "grænkera" sem eru kjötætur, ert ÞÚ dýraníðingur og ættir ekki að fá leyfi til dýrahalds eða eignar. Gleymum ekki að þú ert í nýju leðurskónum sem eru örugglega "vistvænir" en hvaða dýr missti líf sitt fyrir þá? Og svo ertu með lopapeysuna frá ömmu í töskunni, ehemmmm en kindurnar ertu ekki á móti að láta þvinga þær úr fötunum? og þú ert með leðurtöskuna þína afþví að plast er ógeð....LEÐUR....Við förum yfir þetta seinna... En um síðir, færð þú veganbakkan frá flugþjóni sem er ægilega skilingssrík/ur alveg með á nótunum. En þið bæði leiðið það hjá ykkur hve mikið CO2 útslipp fór í að flytja allt sem er á PLASTBAKKANUM í flugeldhúsið, til að það yrði nú hægt að fljúga því út aftur með farþegavél.....
TVÍSKINNUNGUR.....Flettu orðinu upp litla grey.
Þegar þú ert og dæmir og reynir að skíta út bændur, sjómenn eða aðra sem lifa eðlilegu lífi alætunnar,- þá skaltu fletta orðinu upp, lesa það hratt fimmtíu sinnum afturábak og áfram,- og leggja þig síðan lengi á eftir.
Trukkalessan er stolt alæta,- og yfirlýstur stuðningsmaður sjómanna, bænda og allra annarra dýravina sem bera virðingu fyrir dýrum og heilbrigðri nýtingu afurða þeirra til framfærslu lífs manna og annarra dýra.
Dægurmál | 15.2.2019 | 18:49 (breytt kl. 23:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrir nokkuð mörgum árum var Trukkalessan kynnt fyrir þeirri reynslu að verða einstæð móðir. Þetta var ákvörðun að eigin vali og Trukkalessan var sannfærð um að hún myndi spjara sig með því að vinna mikið og fara vel með. Trukkalessan sá fullt af öðrum mæðrum spjara sig á sama tíma, og ákvað að hún skyldi sko ekki vola sér leið "á bæinn" eins og magar aðrar í sömu sporum.
Í raunveruleikanum fór Trukkalessan illa með peninga, tók lán fyrir bíl sem hún hafði ekki efni á að reka þrátt fyrir góðar tekjur, var úti á lífinu og með öðrum offjárfestingum, stórreykingum og þreksundi í arma Bakkusar, náði Trukkalessan sínum fjárhagslega botni að lokum.
Upphaf endurbatans varð þegar Trukkalessan varð að játa sig sigraða og leita á náðir bæjarfélagsins. Þar var henni vel tekið af natni og skiningi og allir gerðu sitt besta til að létta róðurinn, svo Trukkalessan gæti haldið höfðinu fyrir ofan vatnsborð skuldafensins.
Og Trukkalessan segir héðan í frá - í fyrstu persónu:
Einu sinni á hnén, létti leiðina til að fara í annað sinn á hnén,- í þetta sinn biðja um hjálp í baráttunni við Bakkus.
Í meðferð lærði ég aftur það sem langamma kenndi mér á fyrstu árum ævinnar,- ég skyldi ekki ljúga að sjálfri mér eða öðrum og ég skyldi ekki stela, hvorki beint eða óbeint,- það er ekkert sem heitir "hvít lygi" lygi er bara lygi,- það er ekkert sem afsakar þjófnað, ekki heldur þjófnaður á almannafé.....
Komin tilbaka til nýs lífs, varð aðalmarkmiðið að verða aftur fjárhagslega sjálfstæð, borga mínar skuldir og vera ekki á framlögum hins opinbera. Því að málið var, ég vissi að ég hvorki þurfti eða varð að vera á opinberum styrkjum,- ég þurfti bara að læra að lifa af því sem ég hafði, og fara sæmilega með. Að lækka kröfurnar, skilja að lítil íbúð var hugsanlega jafngóð og stór, utanlandsferðir voru fyrir þá sem höfðu meira á milli handanna, bíleign var fyrir þá sem áttu peninga til að ekki bara kaupa heldur reka bíl o.s.frv....Og ég lærði og lærði, og smá sleppti tökunum af opinberri líflínu,- og stóð á eigin fótum á lægri launum en ég hafði nokkru sinni haft.
Við vorum þó nokkuð margar einstæðar mæður sem kynntumst og umgengust um þetta leyti, og vorum í svipuðum sporum.
Ein af þessum konum kenndi mér lexíu sem varð mér afar dýrmæt,- hún keyrði inn á bílastæðið við félagsmálaskrifstofuna á stóra sex strokka, ameríska bílnum sínum,- sem var nýrri en nokkur bíll sem ég hafði átt,- setti sig niður með okkur hinum,- og stundi "Guð, ég vona að þeir hafi peninga og skeri ekki niður, maður á ekki einu sinni fyrir nææærbuxum"....Það eru eflaust margar konur frá þessum tíma sem muna eftir henni, því þetta var hennar frasi,- að eiga ekki fyrir nærbuxum....En,- hún átti fyrir næturlífi, rekstri á rándýrum bíl, feðralögum erlendis, nýtísku fatnaði og tíðum ferðum á hársnyrtistofum bæjarfélagsins,- bara ekki nærbuxum, víst...... Þessi kona var skráð sem einstæð móðir í fjöldamörg ár, fékk bætur, styrki og endurgreiðslur í samræmi við það, meðan nánast allir vissu að hún var í sambúð með manni sem þénaði ágætlega,- en þau skráðu sig ekki saman afþví að þá myndi hún missa allan opinbera stuðninginn...
Eins og fyrr sagði fékk ég góða hjálp og stuðning hjá hinu opinbera, þann stutta tíma sem ég bað um hjálp,- en margar vinkonur mínar, sem höfðu það mjög erfitt, sögðu ekki sömu sögu. Þær máttu nánast leggjast á hnén til að fá hjálp til að eiga til næstu mánaðarleigu,dagvistunar barna o.s.frv....
Á sama tíma og "nærbuxnadrottningin" gekk með fulla vasa af almannafé, afþví að hún hafði "lært á kerfið".....
Ég lofaði mér þá að ég skyldi aldrei misnota kerfið því að það er þjófnaður. Almenningur greiðir skatta til að halda fríum skólakostnaði, lágu gjaldi á heilbrigðisþjónustu, og eins sæmilegu félagslegu kerfi og þjónustu og möguleiki er til.
Þess fleiri sem misnota þetta kerfi, þess minni peningar eru afgangs fyrir þá sem verulega þurfa á hjálp og stuðningi að halda. Þeir sem ljúga sig einhleypa og einstæða foreldra, stela hundruðum þúsundum króna á ári úr vasa skattgreiðenda og mat frá munni þeirra sem eru undir fátæktarmörkum.
En það eru ennþá nærbuxnadrottningar í hinu opinbera kerfi, sem leika leikritið til fulls og fá samúð frá ótrúlegasta fólki,- sem með litlum vasareikni getur lagt saman innkomu viðkomandi, skoðað ákvarðanatökur í daglegu lífi og og horft á eyðsluna,- og skilið að þarna er ekkert að - nema ofneysla. Viðkomandi fólk þarf kannski andlegan stuðning til að komast undan raunveruleikafirringu, læra að segja satt og hætta að stela frá þeim sem eru fátækir,- en ekki meiri peninga,- og að halelúja yfir kjánaskapinn er bara að styðja við ofneyslu og misnotkun.
Þorðu að benda á þá sem stela og ljúga og nota þínar skattgreislur til að leika sér, meðan aðrir svelta......
Megi allir fara saddir að sofa í kvöld.....
Dægurmál | 20.3.2017 | 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Trukkalessan sá sorglega frétt á netmiðlunum í dag.
Í fréttinni var fjallað um fimm hunda sem hafa gengið lausir á sauðfé á Suðurlandi, og drepið á hrottalegan hátt.
Talað er um í fréttinni, að tveir Labrador hundar hafi verið drepnir, en leitað sé þriggja annarra hunda.
Labrador hundar sem drepa sauðfé??
Í alvöru?
Mín reynsla af Labradorhundum er að þeir ráðast ekki á neitt dýr eða fólk, ef þeim hefur ekki verið kennt það eða þeir misnotaðir/kvaldir á annan hátt.
Í kommentakerfi fréttar var kvenmaður sem skyldi ekki í að fólk vildi kenna eigendum um, að hún hefði "misst hundinn sinn" þar eð honum var lógað, eftir drápin. Búhúhú....
Nú,- þá er spurningin, ef eigendum hundanna er ekki um að kenna, hverjum þá?
Kannski að kenna sauðfjárbændum fyrir að vera að þessu sauðfjárbrölti sem allir vita að hefur ekki borgað sig í mörg ár?
Kenna rollunum um að vera að þessu jarmi og hlaupum, og egna þar með hundana?
Kenna hundunum um, fyrir að slíta sig lausa (ALLIR fimm hundarnir!!??) og þar með koma sér í þessa aðstöðu?
Fyrirgefið,- fyrir Trukkalessunni er málið nauðaeinfalt. Hundaeigandi ER ÁBYRGUR fyrir hundi sínum, jafnt/(meira en) og foreldrar fyrir börnum sínum.
Munurinn er að það eru lög um lausagöngu hunda og fyrsta augljósa brotið í þessu máli, er lausaganga.
En lausaganga hefði kannski ekki verið stórmál ef hundaskarinn hefði ekki verið svo herskár og morðóður sem raun ber vitni. Það bendir til að það sé farið illa með einhverja - ef ekki alla, þessa hunda.
Venjulegir hundar ráðast ekki á fé, þeir elta, stríða og velta fyrir sér,- en fara ekki í flokkum og slíta innyflin útúr hlaupandi kindum......
Ef þessir hundaeigendur hefðu verið í Noregi, væru hundarnir kannski á lífi og reynt yrði að finna útúr hverjir þeirra væru hættulegir og hverjir bara illa vandir af að búa hjá fólki sem ekki nennti að annast þá.
Eigendurnir hinsvegar YRÐU dregnir til ÁBYRGÐAR og myndu aldrei fá að eiga dýra aftur, auk þess að borga sektir og skaðabætur.....
Trukkalessan telur að í þessu máli sé ekki spurning um að nota þann kostinn,- byrja á ábyrgðaraðilunum og láta hundgreyin mæta afgangi, þeirra er ekki sökin nema að mjög litlu leyti.
Góðar stundir og pössum málleysingjana okkar vel <3
Dægurmál | 29.6.2016 | 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Einu sinni voru hjón með tvö börn.
Til að engin finni "kynbundnar árásir" í staðinn fyrir kjarna málsins, köllum við þau A & B.
A & B áttu tvö börn, C & D.
A sá um fjármál heimilisins að mestu, og fjölskyldan lifði í sæluvímu. Tveir bílar, sumarbústaður, þrjár utanlandsferðir, C í menntaskóla og D á síðasta ári í leikskóla, bæði klædd merkjafatnaði, og voru í fimleikum, fórbolta og ballett. Fjölskyldan hafði tölvur og sjónvörp í hverju herbergi í fallega húsinu sem þau höfðu keypt í meðaldýru hverfi í einum af stærri bæjarfélögum landsins.
Og alls þessa fengu þau notið á verkamannalaunum A og kennaralaunum B!
Í nokkur ár að minnsta kosti.
Svo fór að draga ský fyrir sólu, B byrjaði að taka eftir bréfum sem bárust heim til litlu hamingjusömu fjölskyldunnar,- og voru haus-merkt hinum ýmsu lögfræðiskrifstofum, Sýslumanni, Bæjarfógeta o.s.frv.
Og svo allt í einu sló sannleikanum niður,- A hafði fjárfest um efni fram, fjölskyldan hafði verið á peningafylleríi í áravís,- og nú var komið að skuldadögum. Nágrannarnir í fína hverfinu vissu skyndilega allir hvernig stóð á, og það sveið auðvitað fjölskyldunni verst. Hér skyldi enginn vita að nokkuð væri að.
A hafði leikið sér aðeins á peningamarkaðinum. A hafði keypt bílana á körfulánum, útborgun í húsið fékkst á erlendum lánum og svo með að leika sér á hlutabréfamarkaðinum, höfðu utanlandsferðir fjölskyldunnar verið farnar fyrir eftirlaunasjóði útlendinga.
Löng saga stutt,- fjölskyldan litla varð öskureið við A,- heimtaði að A segði af sér rekstri fjölskyldunnar og yrði aðeins ábyrgt fyrir að mæta í sína vinnu, ef A héldi henni þá áfram.
B tók við fjármálunum og byrjaði að reyna að koma heimilinu á réttan kjöl. Fjölskyldan missti húsið og B ákvað að þau gætu leigt litla íbúð og selt báða bílana, því að almenningssamgöngur voru alveg ágætar. B seldi sumarbústaðinn og afgangnum af fjölskyldunni til mikillar gremju, borgaði B skuldir með innkomunni. B tilkynnti fjölskyldunni að hér yrði ekki farið í neinar utanlandsferðir, sem ekki væri til peningur fyrir,- en þau gætu hugsanlega farið í tjald-útilegu, ef þau ættu fyrir að taka sér sumarfrí. Ekki þetta árið samt. B sett stólinn fyrir dyrnar hvað varðaði öll merkja-fatakaup, og í stað merkja-leður-skólataskna,- komu einfaldar strigatöskur,- eða börnin skyldu bara erfa notaðar töskur sem voru í góðu standi.
Einasta sem B vildi ekki gera upp,- var að borga erlendum eftirlaunasjóðum tilbaka, og öll fjölskyldan studdi B heilshugar í því,- enda ekki þeirra afar og ömmur, sem myndu líða skort á ævikvöldinu af þessum sökum, bara einhverjir útlendingar. Verst var að öll fjölskyldan miklaði sig af þessar lágkúruákvörðun.
Svo leið smátími, og meðan B hélt að allir væru á einu máli um að verða aftur heiðarlegt, harðduglegt fólk,- sem stæði í skilum, hefði þak yfir höfuðið, rafmagn, hita, fatnað og mat á borðið og misnotaði hvorki eigið fé né annarra,- var afgangurinn af fjölskyldunni með allt önnur plön.
A var öskureitt yfir að hafa verið staðið að verki, og yfir eigin vanmætti að fá ekki að kenna börnum sínum hvernig maður leikur Keisara, þótt engin séu fötin.
Börnin voru öskureið, þar sem þau voru bæði í margviðurkenndu eineltis-umhverfi,- og þau sem höfðu rigsað um með merkjavörur og hlegið að aulunum sem ekki höfðu slíkt,- voru nú alveg mát. Þau höfðu allt í einu ekki efni á keppnisferðum með íþróttafélaginu, sem merkilegt nokk kostuðu alltaf meira en margra stjörnu hótel reisur,- og þau fengu ekki nýjasta Ipadinn, Ipodinn og farsímann....Þau höfðu ekki einu sinni efni á að reka almennilegan farsímareinking með 4G!!!
Og skyndilega gerðist það!
B var tilkynnt að þessi ofurstjórn yrði ekki liðin af öðrum fjölskyldumeðlimum, og að öll vildu þau að A tæki aftur við fjármálum og daglegum rekstri fjölskyldunnar.
Þegar B reyndi að mótmæla og kallaði jafnvel á fund með fjölskylduvinum, sem höfðu séð hvernig A hafði stefnt öllu í voða, í fyrra skiptið,- þá voru þeir fjölskylduvinir kallaðir fasistar og svín og tilkynnt að þeim kæmi þetta bara ekkert við og fjölskyldan þyrfti sko ekki á þeim að halda.
B gaf sig og reyndi bara að hugga sig við að allavega héldi litla fjölskyldan áfram saman.
Tvö ár liðu, A sem hafði náttúrlega þegar sýnt að heiðaleiki í fjármálum var ekki þess sterka hlið,- sukkaði á bakvið tjöldin, en hélt fjölskyldunni í sæluvímu og blindni með 1-2 utanlandsferðum, einbýlishúsi og stórum jeppa. A talaði líka mjög mikið og oft um allt sem skyldi verða keypt aftur, til að sýna öllum að fjölskyldan hefði það sko gott...Alveg SÚPER!!
A, C og D voru öll búin að sannfæra vini og ættingja um að B hefði gert alltof mikið úr hlutunum, og að staðan hefði alls ekki verið svo slæm. Nú væri fjölskyldan komin á græna grein og allur heimurinn skyldi sjá að góðærið væri eina "ærið" sem þessi fjölskylda myndi njóta.
Það sem hvorki C eða D vissu, var að A var á sama tíma að taka alvöru peninga (ekki lánspeninga) af launareikningi A & B og úr menntasjóðum C & D (sem B hafði sett á stofn skömmu áður) og meðan þau nutu lífsins á lánum, að nýju,- stofnaði A reikninga í útlöndum undir nöfnum E & F....
A hafði þegar byrjað að halda framhjá B með F, og E var annar peningafylleríisvinur í fjölskyldunni.
Og skyndilega stóð A með pakkaðar töskur og skyldi halda til útlanda og njóta ávaxtanna af skattpeningum sem A hafði skotið undan, og svo öllum öðrum peningum sem A hafði komist yfir frá ástvinum sínum í þetta skiptið.
C & D urðu æfareið! Og SVO hissa! Þau höfðu aldrei átt von á að A gæti komið svona fram??!!
Þau lokuðu ferðatöskur og vegabréf A inni og heimtuðu að A hætti að braska með fjármál heimilisins, og skilaði aftur öllum peningunum. Þau heimtuðu líka að A myndi borga ógreidd gjöld og skatta, með peningunum í útlandinu. Þau heimtuðu til og með að B tæki aftur við fjámálunum og rekstri heimilisins. En A þvertók fyrir allt, þrátt fyrir að svikin væru þarna svört á hvítu,- innheimtubréf frá hinum ýmsum lögfræðingum og öðrum, reikningsyfirlit frá erlendu bönkunum þar sem þýfið lá,- þá bara neitaði A fyrir allt.
A neitaði að hafa ekki borgað skuldir, A neitaði að hafa svikið undan skatti, og A neitaði að það væru réttmætir peningar B, C og D,- sem nú lægju í útlöndum. Og mest af öllu, neitaði A að gefa völdin til B,- og benti C & D á að þá yrðu þau að venjast því að lifa eins og "venjulegur almúginn" aftur, og kannski spara í alvöru, kannski jafnvel að borga upp skuldirnar sem A hafði stofnað til, ÁÐUR en þau gætu farið að eyða einhverju.
A benti líka réttilega á að það hefðu nú einu sinni verið C & D sem VILDU að A tæki yfir, svo þau gætu lifað aðeins hærra.....
Þetta var það sem kallað er á vondri íslesnku "Catch 22" ástand, ef A átti að ganga af, og C & D vildu ekki lifa ímynduðu lífi á lánum, spillingu og svikum,- URÐU þau að hjálpa B að borga upp skuldirnar, og lifa af því sem þau áttu,- þau mundu jafnvel mega til með að byrja að vinna með skólanum, til að eiga vasapening...
Hvað gerist næst í þessum fjölskyldudrama?
Hver mun mótmæla hverjum og hversvegna?
Hver mun að lokum taka ábyrgð?
Hver mun benda á að Keisarinn er ekki í fötum, og að til að lifa fyrir 500þúsund á mánuði, þá þurfi maður í raun að þéna a.m.k. 700.úsund á mánuði?
Spennan vex......
Trukkalessan óskar litlu fjölskyldunni alls hins besta, en vonar að umfram allt fjölskyldan finni heiðarleikann og sannleikann að nýju
Dægurmál | 18.4.2016 | 09:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Trukkalessan er eyðilögð....Alveg í rusli.....
Útvarp Saga og þeir sem kusu í "Samkynhneigðan Forseta Á Bessastaði" hafa lagt framtíð Íslands og Trukkalessunnar í rústir.
Trukkalessunni finnst náttúrulega svakalega jákvætt og opið að flestir landsmenn sjái tilgang í að þeir gefi samþykki sitt fyrir hver kynhneigð Forseta Íslands, má vera.
Ísland var fyrsta landið í heiminum með kven Forseta, þannig að Trukkalessan komst í gegnum það nálaraugað. Trukkalessan hefur kynhneigð sem er ekki auglýst neinsstaðar, en með að skrifa undir nafninu "Trukkalessan" (mörgum vinum og ættingjum til angurs og armæðu, skilja ekki tilganginn) þá hefur nýafstaðin kosning þjóðarinnar opnað þann glugga fyrir Trukkalessuframboðinu líka.....
En, og þetta er stórt "EN",- Trukkalessan er með litað hár, líka með strípur, stundum of feit, óvirkur alki, fráskilin TVISVAR, er yfir fimmtugt, notar stóra skóstærð miðað við hæð, gengur með brjóstapúða, hefur farið í augnlaser...Og margt, margt fleira sem hefur ekki verið kosið um eða beðið um skoðun þjóðarinnar á,- svo skyndilega sá Trukkalessan að þrátt fyrir ótal áskornair,- þá kemur þetta sennilega aldrei til með að verða hennar starf....
Það er náttúrulega algjörlega lágmarkskrafa að hin íslenska þjóð viti kynhneigð frambjóðanda, kynlystir, skoðanir og lífsstíl, hvað má Forsetaframbjóðandi boðra? Er það forsvaranlegt að fá grænmetisætu á Bessastaði? HA??
Er það verjandi að fá náttúru-unnanda á Bessastaði??
Hver ætlar að styðja Forseta sem kannski finnst súkkulaði gott??
Eða Forseta sem er ekki á móti öllu og öllum fra "Útlöndum"??
Eða Forseta sem ekki vill selja Kína Ísland, fyrir slikk?
Nei, það í mörg horn að líta og hin íslenska Þjóð og Útvarp Saga verða að sitja við "kosningartakkann" í skoðanakönnun Sögu, oft á dag, fram að kosningum, eigi Íslandi að lukkast að fá frambærilega Forseta.
Trukkalessan verður sennilega að draga sig í hlé og vera áfram í útlegð :)
Ef einhverjum fannst EKKI að kosning um hvort hægt væri að "sætta sig samkynhneigt par á Bessastaði" væri smáleg og full fyrirlitningar,- því miður sýndu flestir aðrir íslenskir fjölmiðlar sig í að vera jafnpínlega auðvirðilegir, með að fjalla um þessa "könnun....Kannski tími að taka hendurnar frá ugunum og koma til ársins 2016!!!!
Góðar stundir :)
Dægurmál | 16.2.2016 | 16:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Trukkalessan er klár á að ef það finnast "fyrri líf",- þá hefur hún soltið í sínu síðasta....
Þegar Trukkalessan hleypti heimdraganum og byrjaði búskap með sínum fyrsta eiginmanni, 16 ára gömul,- var það bensín á maskínur í eigu Gróu á Leiti. Og meðan maskínan malaði, var Trukkalessan að basla við að skilja meiningu þess að vera orðin húsmóðir, útgerðar/sjó-manns-kona og stjúpmóðir þriggja barna, sem komu annað slagið inn á heimilið, og voru ekki svo mikið yngri en hún sjálf.
Útgerðin var með verbúð inni á heimili Trukkalessunar, svo að fljótlega mátti hún læra að elda ofaní 4-6 fullvaxna og matlystuga menn, baka, þrífa og þvo þvotta sem aldrei tóku enda.....
Til allrar hamingju var eiginmaðurinn helmingi eldri en Trukkalessan og hann var alls ekki ónýtur kokkur, og kenndi Trukkalessunni margt og mikið, til dæmis að búa til sósu og pönnukökur,- þarna var hann snillingur!!
Það var ekki um það að ræða að "gúggla" mataruppskriftir, eða hringja "heim" svo Trukkalessan lá í uppskriftarbókum meðan eiginmaðurinn var á sjó, prufaði, henti, brenndi, prufaði aftur og svona gekk lífið smátt og smátt fram á við.
Mannskapurinn sem bjó hjá okkur var afar skilningsríkur og þolinmóður, og Trukkalessan hefur þá grunaða um að hafa oft leikið "Monicu" (fyrir þá sem horfðu á Friends) og látið sem maturinn eða bakkelsið væri gómsætara en það í rauninni var. Trukkalessan hugsar oft hlýlega til þessara fórnarlamba sinna og þakkar þeim að hún gafst ekki upp (-og þakkar Guði sínum fyrir að hún drap þá ekki!!).
Trukkalessan var 18 ára þegar tvö stjúpbarnanna fluttu inn og urðu hluti af matar-fórnarlamba-grúppunni, og 21 árs var hún þegar tvö önnur börn voru fædd. En Trukkalessan vonar að milli 16 og 18 ára hafi hún verið búin að læra helling :)
En,- að pælingum um "fyrri líf"....
Trukkalessunni hefur aldrei skort neitt. Ekki í foreldrahúsum, ekki í neinu af sínum hjónaböndum og ekki heldur þegar hún var send í sveit. Hana hefur oft langað í margt sem hana vantaði alls ekki, en skortur á mat eða nauðsynjum hefur aldrei verið raunin. Trukkalessan hefur samt sem áður kvartað og kveinað eins og góður Íslendingur, þegar hún hefur ekki haft það eins og drottning...En það er önnur saga. Trukkalessunni hefur lengi verið það höfuðverkur, afþví hana hefur aldrei skort mat á sinni ævi,- hversvegna hún er svo matsár,- eða öllu heldur mathrædd.....
Allan sinn búskap, á Íslandi og erlendis hefur Trukkalessan lagt áherslu á að eiga mat í frysti. Á Íslandi og nú í Noregi, með volduga frystikistu þar sem lagt er til hvíldar allskyns góðgæti. Og bæði á Íslandi og í Noregi, upplifir Trukkalessan sömu tilfinningar gegnum frystikistueignina.
Svo fljótt sem Trukkalessan sér einhversstaðar í botninn á kistunni, byrjar skelfingin að naga hana að innan. Hún byrjar að leita leiða að fylla upp sem fyrst, ef ekki fiskast og ekki er slátrutíð, þá er bakað eins og andskotinn, til að fylla upp í "holurnar"....
Er þetta normalt?
Sennilega alls ekki...
En þetta er stór ástæða til að Trukkalessan hefur smá saman öðlast trú á fyrra líf, og er handviss um að hún kynntist sulti og seyru í sínu síðasta lífi....
Við höfum það svo með eindæmum gott, og erum allt of upptekin af því hvað okkur vantar ekki, til að muna að þakka fyrir hvað við eigum mikið.
Við þurfum ekki alltaf að fara í kaldhæðniræðuna um "börnin í Biafra",- heldur bara minna okkur á þá sem hafa ekki þá möguleika sem við höfum og þurfa að taka allt sem þeir fá útúr velferðarkerfinu, frá sínum nánustu eða frá góðgerðarsamtökum.
Trukkalessan er búin að baka nokkrar smákökutegundir í kistuna sína. Fyrir helgi fengum við að gjöf heilt dádýr, sem liggur nú sundurhlutað, hakkað og pakkað í kistunni,- við eigum nokkra urriða þar, nokkur box af bæði humri og leturhumri,- og í morgun kom eiginmaðurinn með tvo væna þorska heim, sem Trukkalessan hefur nú flakað, bitað og pakkað í sömu kistu. Lagakaka til jóla liggur sundurhlutuð í pokum í kistunni líka.Trukkalessan sér ekki til botns og ætti að halda ró sinni þessvegna,- en má ekki gleyma að hún þekkir ekki sult, og hefur aldrei gert.
Trukkalessan vonar að við getum lagt kaldhæðnina til hliðar í eina mínútu,- og minnt okkur á,- hvað við erum lánsöm, við sem ekki þekkjum sult....Alvöru sult.
Góðar stundir :)
Dægurmál | 2.12.2015 | 11:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Trukkalessan var spurð um daginn hvort henni væri svona illa við Íslendinga, og afhverju hún hætti þá ekki bara að tjá sig á íslensku?
Trukkalessunni fannst þetta barnaleg og sorgleg spurning útaf umræðu sem hefur ekki mikið með íslendinga-tilfinningu Trukkalessunar að gera, heldur upplognar "staðreyndir" þær sem ausið er yfir Trukkalessuna og alla aðra á veraldarvefnum síðastliðin ár og sér í lagi síðustu mánuði.
Dæmigerður einstaklingur sem býr í "siðmenntuðu landi, er sá sem sér fréttirnar og segir "Vá, svakalegt þetta stríð í Langtíburtistan" leiðnlegt með öll þessi veslaings börn,konur og aðra sakleysingja, en GOTT að þetta er ekki hér".....Og fær sé svo aðeins meira snakk meðan hann skiptir um rás.
Næst segir hann kannski "Það þarf nú að gera eitthvað í þessu, þeir ættu að senda hersveitir"...Þetta þýðir að viðkomandi finnst allt í lagi að synir og dætur einhvers ANNARS, séu send út til að berjast fyrir réttlæti og lausnum í þessu tiltekna landi.
Fréttatíminn viku seinna "Sameinuðu Þjóðirnar ættu nú að fara að senda inn hjálparstofnarir, peninga og mat" Svo lengi sem þessi einstaklingur getur bara hugsað sér að senda alla aðra til að eyða peningum allra annarra en sjálfs sín, þá er málið leyst.
Svo sér hann myndir af flóttamannastraum til Evrópu- "Það er nóg pláss í öllum hinum löndunum, bara EKKI heima hjá mér"....
Þetta er víðtæk hræsni og ómerkilegheit okkar sem höfum haft það alltof gott alltof lengi og gleymt okkar landsmönnum, sem lögðu á flótta til annnarra landa vegna hungurs og neyðar, og fannst allt í lagi að önnur lönd tækju í mót. Sama fólk og flúði skattpíninguna á Íslandi fyrir nokkrum áratugum, og fannst í fínasta að Svíþjóð og Danmörk tæki á móti þeim. Sama fólk og flýr frá íslandi undanfarin ár, síðan kreppan tók sitt kverkatak á landsmönnum, og finnst það sjálfsagt....Bara ef það eru ekki "aðrir" flóttamenn....Af öðrum uppruna....
Kynþáttahatur? JÁ.
Við höfum öll verið börn. Flest okkar ólumst upp við að læra af okkar ástvinum, kennurum og þeim sem á vegi okkar urðu,- að við ættum að auðsýna öðru samferðarfólki virðingu, skilning og ástúð.
Sér í lagi lærðum við að vera góð við þá sem minna máttu sín eða voru "öðruvísi".
Þeir einstaklingar sem ekki lærðu þessar einföldu reglur um mannúð og samskipti, hljóta að hafa átt foreldra sem var sama, eða kannski var sama um allt og alla, sem þau voru ekki sjálf eða þekktu ekki. Þessum einstaklingum er vorkunn í æsku, en Trukkalessunni finnst að þegar þeir uxu úr grasi og urðu sjálfstæðir, hugsandi einstaklingar,- þá hefðu þeir getað hugsað lengra en þeirra sorglega uppeldi bar merki um, og lært að láta af hatrinu og reyna að ala með sér mannúð og kærleik,- meira að segja gagnvart því sem þeir þekktu ekki eða voru ekki.
En þetta er ekki alltaf svona. Margir sem Trukkalessan þekkir, eru sorgleg speglun á því sem Trukkalessan VEIT að þeirra uppeldi var ekki. Þeir hafa þrátt fyrir elskulegt og kærleiksríkt uppeldi og umhverfi, mótað sig sjálfa í hatrursáróðri gegn öllu sem þeir hræðast. Þeir trúa frekar pólitískum áróðursvélum frá mannhatarasamfélögum í útlöndum (sér í lagi ef þau eru amerísk) og setja mikla orku og eyða gríðalegum tíma, í að reyna að fá alla aðra í hatrið og ofstækið með sér...Þeir reyna að hræða og hóta, til að fólk andmæli ekki hatrinu. Þeir ausa úr sér uppdiktuðum hatursupplýsingum, sem eru gerðar til þess að hræða fólk til að trúa að þeir sem þeir hata, séu að "taka yfir heiminn"....Og þetta er allt saman meira og minna skáldað, en geysilega sársaukafullt fyrir þá sem fyrir þessum árásum verða, og öllum þeirra vinum og vandamönnum.
Það er tvískinnungur að segja við börnin sín "Vertu góður við þá sem eru með downs,eru of feitir, eru með gleraugu og þá sem eru fátækir, þá sem eru svartir, þá sem eru minnihluti,- en HATAÐU ALLA múslima/homma/karlmenn" (sem dæmi um hatursvélina)......
Það er líka tvískinnungur þegar Íslendingar í útlandinu eru að hella skít sínum yfir pólitíska flóttamenn, og segja þá koma inn í landið til að "misnota félagslegu þjónustuna"....Og gleyma því að þeir eru SJÁLFIR "innflytjendur" og hafa til og með oft notað sér félagslegu þjónustuna í viðkomandi landi, og ekki þótt neitt athugavert við það.....
Hvenær vaknaðir þú upp við að það var verið að draga maka þinn fram úr rúminu, öðru ykkar var nauðgað, dætrum ykkar var nauðgað, synir ykkar voru myrtir fyrir framan ykkur,- þið voruð pínd, húsið brennt og ykkur stökkt á flótta,- af ykkar eigin landsmönnum,- afþví að þið vilduð EKKI vera öfgvafólk??
Er þá ekki frábært að þeir sem þið snéruð ykkur til höfðu ákveðið að ALLIR frá ykkar landssvæði og af ykkar trú, væru öfgvafólk, og sögðu ykkur bara að koma ykkur heim???
Við Evrópubúar og íslendingar meðtaldir, erum ofdekruð og spillt. Við erum full af réttlátri reiði þegar einhver svíkur okkur um laun, eða þegar félagslega kerfið virkar ekki fyrir okkur eða einhvern sem við þekkjum. Á sama tíma þekkjum við konuna sem hefur svikið út bætur í mörg ár, skráð sig einstæða en er í sambúð,- og við segjum ekki frá....Við pössum okkur á að hugsa ekki um aumingja konuna í hjólastólnum sem fær ekki bílastyrk, útaf hinni sem stelur úr sjóðunum.
Við veigrum okkur við að taka afstöðu gegn spillingu, nema að það séu ofsaríkir og "frægir" einstaklingar...
Við segjum ekki frá falsspámönnunum/konunum,eða "miðlunum" sem taka tugþúsundir á tímann, og gefa ekkert upp,- og eru oft LÍKA á Tryggingarbótum afþví að þau eru "öryrkjar"...Greyin...Svo taka þau frí frá að vera öryrkjar þegar þau skreppa í fótbolta, eða þakviðgerðir.....
Við segjum ekki frá öllum sem við þekkjum í svartri vinnu, afþví að "greyin eru að reyna að hafa það aðeins betra"
Og á sama tíma og við sitjum á svona upplýsingum, er vinnandi fólk að borga skattana fyrir þessar blóðsugur.
Og á sama tíma er hægt að hatast útí þá sem koma frá stríði og úr hungursneyð, og neita þeim um hjálp og skjól.
Er þetta uppeldið sem þú fékkst?
Þá gæti ég fundið til með þér, en ég geri það ekki,- því svo fljótt sem þú ert fullorðinn einstaklingur, þá mótar þú þínar skoðanir og þitt hatur sjálf/ur.
Þrátt fyrir uppdiktaðar "staðreyndir" ýmissa hatursáróðursfélaga/einstaklinga,- þá hafa sem betur fer nokkrir komið með ekta staðreyndir, til dæmis mannréttindasamtök Sameinuðu Þjóðanna. Staðreynd númer eitt, og sú mikilvægatsta: Þótt hálf milljón flóttafólks með Islam sem sína trú, komi inn í Evrópu, mun þeirra fjöldi ekki vera meira en 5% af öllum Evrópubúum.....Hrikalega skelfilegt, ekki satt?
Svo eru dagsdaglegu staðreyndirnar, sem fæstir virðast skilja eða reyna að lesa sér til um...
1. Múslimi er EKKI öfgvasinnaður eða IS-meðlimur frekar en kristinn er EKKI Jehóvi.
2. Venjulegir Múslimar lifa samkvæmt eftirfarandi reglum: "auðsýndu náunga þínum kærleik og virðingu, burtséð frá trú og uppruna. Ef náungi þinn er þyrstur eða svangur þá ber þér að deila drykk og mat með honum". Þetta sá Trukkalessan að Múslimar sem hún vann með, lifðu samkvæmt í þriðja heims ríki,- en ekki svo oft þeir sem ekki eru múslimar.
3. Venjulegir múslimar umgangast konur og börn af ást og virðingu. Hafi konur þeirra sömu trú, ákveða þær SJÁLFAR ef þær vilja bera slæður eða önnur höfuðföt, til að hylja hár sitt eða andlit.
4.Venjulegir múslimar vilja fá að fræðast um hvernig aðrir lifa, stunda sína trú ef þeir hafa nokkra,- hversvegna þeir gera svona og svona, hvernig það virkar fyrir þá o.s.frv....venjulegir múslimar dæma EKKI aðra fyrir eitthvað sem þeir lesa í áróðursplöggum ofstækistrúaðra.
Trukkalessunni hefur verið hótað með ýmsum aðgerðum til að koma í veg fyrir að hún segi sitt álit á hatrinu. Trukkalessunni finnst mikilvægara að breiða út ást en hatur. Sér í lagi hatur gegn þeim sem minna mega sín, eru í neyð og hafa ekkert gert okkur. Þegar við getur gefið af okkur, erum við best.
Góða stundir, munið að elska náungann eins og sjálf ykkur.
Dægurmál | 14.10.2015 | 11:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fósturlandsins Freyja
fagra Vanadís,
móðir, kona meyja,
meðtak lof og prís.
Blessað sé þitt blíða bros og gullið tár.
Þú ert lands og lýða ljós í þúsund ár.
Höf.MJ
Í dag, þann 19.júní er 50 ára afmæli Trukkalessunnar og 100 ár síðan íslenskar konur fengu kosningarrétt.
Til Hamingju með daginn, allir Íslendingar!!!
Til hamingju ég
Trukkalessan tekur sér bessaleyfi, þar sem þessi dagur er HENNAR,- að tala opinskátt um sínar skoðanir á (ís)lenskununni að Elska að Hata, misréttindabaráttu svokallaðra femínista, og lögleysustefnu nokkurra sem lýsa sér sem fórnarlömbum kynferðislegs áreitis/nauðgana og hafa þar með lítilsvirt "sjálfshjálp" þeirra sem upphaflega stóð til.....
Hvort sem þú ert svokallaður femínisti, eða kannski "atvinnuhatari" - þá er mín skoðun mín eigin, og þér ber alls ekki skylda að lesa þessi skrif eða vera sammála þeim. Hinsvegar er þér frjálst að dreifa útum allt, ef þér finnst nóg komið Þessi pistill er EKKI höfundarréttar-verndaður.
Að Elska að Hata
Það hefur orðið sorgleg þróun síðustu ár í þeirri "lensku" að Elska að Hata.
Stjórnmálamenn er einn sá hópur sem allir hafa "skotveiðileyfi" á. Rétt nokk að þeir opna eigið "veiðitímabil" svo fljótt sem þeir taka að sér að bjóðast til að axla ábyrgðir landsmanna. Hinsvegar er siðleysið og dónaskapurinn í hatri fólks á stjórnmálamönnum oft svo svakalegt, að manni svíður í augu og eyru. Niðurstaða þessa uppáhaldshatursmáls hlýtur að vera "afhverju kaus hin íslenska þjóð, þennan veraldarvitleysing, til opinberra starfa í sína þágu"? Hvern á að hatast útí? Þá sem réðu manneskjuna, eða manneskjuna sjálfa? Ef stjórnmálamaðurinn væri t.d. dóni á kassa hjá Kaupfélaginu, þá myndi enginn eyða tíma í að segja honum hvað vitlaus hann er,- heldur agnúast útí Kaupfélagið og klaga, fyrir að hafa bjánann í vinnu....Vert umhugsunar?
Lögreglumenn ein skelfilegasta þróun síðustu ára, þegar kemur að hatursáróðri og múgæsingu,- er hatur fólks á lögreglunni. Þetta fólk (lögreglan) kemur til vinnu á hverjum degi, stimplar sig inn,- og vinnur svo vinnuna sína,- rétt eins og geðhjúkrunarfræðingurinn, fangavörðurinn, kennarinn, verkamaðurinn, meindýraeyðirinn o.s.frv.... Lögreglan má því miður oft finna sig í að taka á óvinsælum málum, jafnvel málum sem einstaklingar innan Lögreglunnar eru algjörlega mótfallnir að gera. En þeir vinna sína vinnu, því að það er krafan til að hafa vinnu. Innan Lögreglunnar eru því miður af og til skemmd epli eins og annarsstaðar, fólk sem heldur að það hafi leyfi til að gera eitt og annað í krafti embættisins,- en skemmd epli mun maður finna í öllum stéttum, og það ætti ekki að vera ástæða til að HATA alla stéttina. Trukkalessunni finnst að maður skuldi börnum og barnabörnum sínum og annarra að tala jákvætt um laganna verði, því Trukkalessan óskar sínum ástvinum að hafa það traust á laganna vörðum, að þau sæki hjálp til þeirra þegar þörf er á....Sorglegast er að þeir sem spýja út hvað mestu hatri gegn lögreglunni, eru oft þeir sem hringja svo í lögregluna og fá hjálp við það sem margir aðrir myndu telja smámuni eina...Svo eru líka týpurnar sem ekki hafa fengið vinnu í lögreglunni, það eru frægar haturstýpur, litlu lúser-súperhetjurnar....Vinnukraftar Lögreglunnar eru venjulegt láglaunafólk, sem eiga þakkir skilið fyrir sín störf í þágu almennings. Þegar hatursliðið er tilbúið að taka á málum þeirra sem berja maka sinn og/eða börn, standa úti á vegi í allskonar veðri með dáið og slasað fólk allt í kringum sig, leita að týndum börnum, mönnum, konum,- sem þau þekkja ekki,- koma á staði þar sem hroðaleg vinnuslys, morð, sjálfsmorð eða barsmíðar hafa átt sér stað og skríða um allt til að rannsaka og skásetja, láta æla yfir sig, hrækja á sig, sparka í sig, toga í hárið á sér, öskra á sig ókvæðisorð og hótanir sem ætlaðar eru viðkomandi eða ástvinum (hér er bara smáræði af vinnuálagi lögreglunnar talið) í sínum vinnutíma, þá kannski hefur þetta lið "efni á eða leyfi til" að hata lögregluna.
Samkynhneigðir Það er mikið ritað og rætt um hvað samkynhneigðir hafi það gott á Íslandi, best í heimi öfugra,- segir sagan. En staðreyndin er, að enn er stór hópur fólks, sem elskar að hata samkynhneigða. Verst er, að margt af þessu fólki eru svokallaðir "skáphatarar",- semsé látast vera frjálslyndir og finnast samkynhneigð allt í lagi, en hatast við hvert tækifæri við samkynhneigða og gera lítið úr þeim einstaklingum sem hafa haft kjark og þor til að vera "þeir sjálfir".... Trukkalessan upplifði þetta sterkt fyrir nokkrum árum,- á Þorrablóti í höfuðstað Austurlands tók sig til ein menntaskólakennslukona og öskraði á Trukkalessuna "Hvernig vogar þú þér að koma hingað, þú ert helvítis lessutussa, helvítis lessan þín,- ekki nema von að aumingja sonur þinn er hommi"
Jamm....Þarna fór semsagt kennari sem starfar með framtíðar-íslendingum á Austurlandi, og viðraði sínar innri hugmyndir á samkynhneigð. "Dagsdaglega er hún rosalega frjálslynd og hress" tautaði skömmustulega einn sjokkeraður áheyrandi....
Þessi kennslukona er dæmigerður skápahatari- segir Trukkalessan - einn af mörgum skápahöturum... Aðrir eru meira opnir í sínu hatri á samkynhneigðum, og lýsir það vissulega sorglegri tímaskekkju og í raun bara takmörkuðum þroska viðkomandi,- en við vitum þá allavega hvar við höfum þá. Best væri auðvitað ef fólk gæti bara ákveðið að fólk er fólk, burtséð frá kynhneigð,- og málið er dautt.
Allir sem trúa á æðri máttarvöld Að hata trúarbrögð er enn ein tískan. Hatur margra íslendinga á öðrum trúarbrögðum, er mjög líkt hatri margra íslendinga á samkynhneigð. Þetta er speglað sem hatur, en er í raun nagandi, æpandi, hræðsla og firring á hinu óþekkta og stundum hrokinn gegn því, að nokkuð finnist æðra þeim sjálfum. Þeir sem hatast útí samkynhneigða láta oft eins og fyrrnefnd kennslukona, sem greinilega hélt að samkynhneigð gengi í ættir,- trúlega heldur hún líka að samkynhneigð sé smitandi....Þeir sem hata trúarbrögð annarra en sín eigin eru á okkar tímum oft sérstaklega á móti múslimum. Þeir hella yfir fólki allskonar "vísindum" sem þeir hafa sankað að sér frá öðrum hatursmönnum(þjóðum) oft þvílíka bullinu og uppsöfnuðu þvaðri, sem er sett fram sem "sannanir, vísindi og saga".....Múslimahatrið er sorglegast, hjá þeim sem hafa fermst í hinni íslensku kirkju og telja sig þar með "kristna". Samkvæmt þeirri skilgreiningu elska þeir náungann meira en sjálfan sig og umbera allt....
Ha?? Ummmm,- nei...
Þetta fólk reynir ekki einu sinni að lesa sér til um staðreyndir annarra trúarbragða, heldur gleypir hrátt öllum hatursáróðri sem lagður er fyrir það. Svo upptekið er það af því að elska að hata. Islam er ekki neitt grimmari trú en kristni. Múslimar eru EKKI íslamistar, neitt frekar en að kristnir eru ekki allir í Krossinum eða Jehóvar....Svo einfalt er það....
Útlendingar Trukkalessunni finnst hræðilega dapurt að lesa og heyra eilíft níð um útlendinga sem vinna á Íslandi og í Noregi. Og það sem er ótrúlegast er þegar maður heyrir íslendinga í Noregi skíta yfir "útlendinga" og hafa greinilega alveg gleymt að þeir eru sjálfir útlendingar. Aðaltískan er að hata alla sem koma frá austantjaldslöndunum. Það eru allt skattaglæpamenn, nauðgarar, fyllikuntur og þjófar. Staðreyndin er að þeir sem flýja eymd austantjaldslandanna, til að koma til starfa á norðurlöndunum er flest sómakært og harðduglegt fólk. Að sjálfsögðu slæðast með "skemmd epli" eins og í öllum slíkum hópflutningum. En það eru ekki fleiri austantjaldsglæpamenn sem standa fyrir árlegum samfélagsbrotum, heldur en heimamenn eða aðrir innflytjendur í norðurlöndunum. Og ef að það er staðreynd að þeir séu í meirihluta í íslenskum fangelsum, þá komum við enn og aftur að "hótel Hrauni" sem er jú miklu betri verustaður, en sú auma fátækt sem bíður þessa fólks heima. Önnur staðreynd er að þetta fólk kemur oft og vinnur þau störf sem heimamenn telja sig hafna yfir að sinna. Það er ekki oft minnst á það í öllu atvinnuleysinu og eiífðarvæli,- þá er fólk of hrokafullt til að vinna hin ýmsu störf,- en finnst allt í lagi að útlendingar sinni þeim, fyrir skrap af launum.....
Efnafólk Minnimáttartískan er að hata alla sem eru efnaðri en meðalmaðurinn, og helst að hatast og agnúast útí þá á þeim nótum að þeir hafi komist í efni á eymd annarra og þetta séu "útrásarvíkingar, kvótagreifar" eða annað glæpahyski. Þetta er ekki svona einfalt, sumt fólk hefur verið skynsamt. Sumt fólk hefur farið vel með. Sumt fólk keypti "á réttum tíma" aðrir á röngum, því miður. Sumt fólk var að vinna að baki brotnu, lifði spart og lagði fyrir, meðan aðrir spókuðu sig á VISA tvisvar á ári í útlöndum, keyrðu um á bílalánsbíl og tóku yfirdrátt fyrir jólunum í körfulánum frá útlandinu.....Sumt fólk ....Svo það er ekki réttlætanlegt að hata alla sem hafa það betra það heitir reyndar bara öfund á góðri íslensku og er alltof útbreiddur óvani.
Ef skoða ætti fjársvikara og þjófa götunnar af alvöru,- hvernig væri þá að byrja á öllum falsmiðlunum, heilurum,spákjellingunum og öðrum kuklurum sem hafa haldið jólin síðan í hruni. Þessir glæpamenn stórþrífast á angist landsmanna. Þeir/þau rukka í kringum 10.000kr á tímann og borga engan skatt. Ef þau taka inn átta sakleysingja á dag, eru það 80.000kr í dagslaun, ÁN skatts fyrir að sitja heima hjá sér og spinna upp sögur!! Við þessu er að bæta, að ef þið rannsakið málið, munuð þið komast að því að stór hluti þessa fólks er nú þegar á grunntekjum frá skattgreiðendum, í formi örorkubóta eða annarrar opinberrar framfærslu....
Til viðbótar við ofantalið er í tísku múghatur á bankana, lífeyrissjóðina, presta og Þingheim....Getur þetta verið gott fyrir sálina?
Þá komum við að versta múghatrinu, að mati
Trukkalessunar- kynhatur, hér kallað KARLAHATRIÐ:
19. júní er EKKI "kvennAdagur" heldur kvenRÉTTINDA dagur....
Því miður hefur hópur fólks þar sem margir kalla sig femínista, leyft sér að skrumskæla flest ef ekki allt sem barátta þeirra kvenna, sem við eigum kosningaréttinn að þakka,- stóð fyrir og stendur enn fyrir flestar hugsandi konur.
Kvenréttindabarátta gengur EKKI út á að ALLIR karlmenn séu drullusokkar og ALLAR konur séu fórnarlömb.
Kvenréttindabaráttan gengur EKKI útá að konur ættu ekki aðeins að fá jafnrétti, heldur ganga lagt útfyrir öll velsæmismörk og fá "séréttindi" sem einhverskonar "hefnd" fyrir aldirnar sem réttindi kvenna voru fótum troðin.
Fræðileg skilgreining tekin af Wikipedia: (dekktur og upphleyptur texti, þar sem Trukkalessan telur sig sjá skilgreiningunum misþyrmt, af íslenskum kynsystrum sínum)
"Femínismi eða kvenfrelsisstefna er samheiti yfir ýmsar pólitískar og hugmyndafræðilegar stefnur, þar sem sóst er eftir og barist fyrir jafnrétti kynjanna í víðum skilningi. Meðal þess sem greinir á eru mismunandi skoðanir á því hvað ójafnrétti er, hvernig það lýsir sér og hvernig skuli unnið gegn því. Meðal algengra baráttumála femínista eru barátta fyrir jöfnum launum karla og kvenna, barátta gegn mansali, vændi, útlitsdýrkun og svonefndri klámvæðingu samfélagsins, barátta fyrir rétti til fóstureyðinga og rétti kvenna til menntunar, atvinnu og annarra tækifæra til jafns við karla og barátta fyrir jöfnum áhrifum kynjanna í stjórnmálum og viðskiptum."
Á heimasíðu Femínistafélagsins er skilgreining á femínista:
- Femínisti er karl eða kona sem veit að jafnrétti kynjanna hefur ekki verið náð og vill gera eitthvað í því. ????
Hvernig í ósköpunum stendur á því að Femínistafélagið getur skilgreint femínisma í öðru samhengi en hann er í raun?? Hvaða LEYFI hafa félagar þess félagsskapar til þess? Taka þessir félagar sér sama leyfi og þeir sem staðhæfa að ALLIR múslimar séu Íslamistar, ALLIR útlendingar séu óalandi pakk o.s.frv.???
Réttindi íslenskra kvenna hafa almennt EKKI verið fótum troðið í nokkra áratugi. Þær konur sem leyfa í dag að þær séu fótum troðnar hvað varðar starfsréttindi og laun, eru annaðhvort gangandi rolur sem ekki vilja eða kunna að nota trúnaðarmenn og stéttarfélögin sín. Það er ekkert í íslenskum lögum sem leyfir slíku misrétti beitt á vinnumarkaðinum og hefur ekki verið í fjöldamörg ár.
Trukkalessan hefur ekki búið á Íslandi síðan 2004, en var á vinnumarkaðinum svo lengi að EU hefði dæmt það ólöglegt hve ung hún byrjaði að vinna. Ég hef ALDREI fengið minni laun fyrir sömu vinnu og karlmenn sem ég hef unnið við hliðina á,- og hef unnið í karlmannaumhverfi mest allt mitt líf.
Þetta er ekki afþví að ég er eitthvað "spes" heldur útaf því að það gerist ekki á flestum vinnustöðum að karlar og konur séu á misjöfnum launum, fyrir sömu störf. Ef það hendir, þá er það algerlega á ábyrgð þolanda, trúnaðarmanns og tilheyrandi stéttarfélags að taka á því, SAMSTUNDIS og fá réttlætt.
Þegar konur stofnuðu sérstakan kvennaflokk 1983 (Kvennalistann síðari/yngri) í pólitík á Íslandi, var það gríðarleg þörf og barn síns tíma til að hefja aukna þátttöku kvenna í stjórnun landsmanna. Þessar sömu konur og kjósendur þeirra, sáu eftir nokkur ár (1995) að þær höfðu náð tilgangi sínum og gátu þar með horfið hver í sína áttina og inn í þann stjórnmálaflokk sem þeim, sem pólitískum einstaklingum,- geðjaðist að.
Gallinn við Kvennalistann var að þær gengu oft erinda andskotans í séréttindamálum. Ég þekkti menn sem vildu ólmir styðja flokkinn, og til að auðsýna sinn stuðning vildu þeir ganga í Kvennalistann án þess að þeir myndu nokkru sinni hafa framboðsrétt eða atkvæðisrétt....En þetta passaði ekki hinum fínu hrokafullu konum, sem í öðru orðinu röfluðu um "jafnrétti" en í tvískinnungshætti sínum og hræsni, ráku flokk "sérréttindapíka".....Bara skammarlegt, og því miður byrjaði sérréttindaboltinn að rúlla þarna af fullri alvöru og lína misréttinda var dregin í djúpt í sandinn. Gleymum ekki að þessu fylgdu konur eftir með að "troða" sér í Lions, Rotary og annan karlafélagsskap,- en fannst það í góðu lagi að karli var meinaður inngangur í kvenfélag....???? Hræsnarar.
Innan Kvennalistans voru nokkrar verulega hæfar og ærlegar pólitískar konur og Trukkalessan er enn sannfærð um, að þrátt fyrir hrokann í aðgengi að flokknum, þá hafi þessi flokkur verið nauðsynlegt barn síns tíma. Hinsvegar bentu margir á að það var smánarlegur og pínlegur blettur á Kvennalistanum, að þeim var nokkrum sinnum að taka þátt í stjórnarsamstarfi en neituðu því í áraraðir. Það virtist að það væri miklu einfaldara að sitja í andstöðunni og gagnrýna aðra, heldur en að taka í stýrið og taka þátt...Fastar í "nöldurhlutverkinu"?Þetta sýndist mörgum frekar pínlegt....
Aftökur Gróu á Leiti
Að öðru. Flestir þeir íslensku einstaklingar sem Trukkalessan þekkir, eru á móti dauðarefsingu. Flestum finnst það meira hrollvekjandi hugmynd að einn saklaus/grunaður sé drepinn, heldur en að margir sekir gangi lausir.
Trukkalessan er ekki alltaf sammála þessu, margir glæpir finnst Trukkalessunni svo alvarlegir að ekki sé afsakanlegt að fólk sitji á Hótel Hrauni (eða öðru svokölluðu "fangelsi") í alltof fá ár- í fullu fæði og húsnæði á kostnað skattborgara, fái að stunda nám, ræktina, hobbý o.s.frv.....Og á Íslandi er stórbrotafólk er oftast látið laust ALLTOF snemma...Margir hafa setið á "Hótelinu" og safnað kröftum og peningum til að koma aftur útí samfélagið og fremja fleiri og stærri glæpi. Sprækari eftir allan góða matinn, fljótari að hlaupa eftir fínu ræktina á Hótelinu , og svo náttúrulega erfiðari að "negla" eftir að hafa eytt tímanum í að lesa sér til um hvernig maður kemst hjá að vera "tekinn"......
Trukkalessunni finnst til að mynda að búseta dæmdra kynferðisbrjóta ætti alltaf að vera gerð opinber, þegar þeir eru látnir lausir,- því slíkan glæp situr enginn af sér....Aldrei....
En....Það er stór munur á hvort Trukkalessan er fylgjandi dauðarefsingu fyrir suma SANNAÐA glæpi, eða hvort Trukkalessunni finnst bara allt í lagi að dómstólar götunnar framfylgi dauðarefsingu og/eða mannorðsmorði!!
Nauðgun er glæpur, og nauðgun og önnur kynferðisbrot eru einhver þau allra ljótustu og verstu brot,- sem hægt er að fremja gagnvart nokkurri manneskju. Hér legg ég áherslu á "manneskju"- því að þrátt fyrir greinilega víðtækan misskilning (eða beina afneitun) eru karlar oft fórnarlömb kynferðisglæpa. Bæði ungir drengir og fullorðnir menn. Þeir sem hafa orðið fyrir kynferðisglæpum eiga alla samúð mína...Alltaf.
Því miður er það staðreynd að ef einhver brýtur gegn öðrum einstakling, þá er það ekki ábyrgð gerandas, heldur þolandans,- að kæra verknaðinn. Þetta er bara svona, hitt hefur verið reynt, en gerendur reynast oftast tregir að gefa sig fram.
Ef ég er þolandi, þá er það mín ábyrgð að kæra.
Ef að brotið er innbrot,- þá tek ég mér ekki nokkra daga (eða ár!) í að taka til, þrífa og kannski mála og dúkleggja- áður en ég kalla á laganna verði. Tíminn er dýrmætur, óhreyfður brotastaður er nauðsynlegur fyrir rannsóknarstarf, lífsýnatökur og sem öruggasta sakfellingu gerandans,- svo ég(þolandinn) ber ábyrgð á að kalla á rannsókn áður en ég hreyfi við neinu, og um leið og ég tel að brot hafi átt sér stað.
Nákvæmlega sama lögmál gildir í kynferðisbrotum. Það eina sem réttlætir að kæra ekki samstundis er þegar kynferðisbrotið hefur verið gagnvart barni, þá er oft búið að hræða þolanda svo svakalega að það taki nokkur ár að skilja að það þurfi að kæra, og að það verði varið fyrir hótunum um afleiðingar. Þar sem þetta er greinilega ekki nógu ljóst, enn þann dag í dag,- þrátt fyrir opna umræðu í fjöldamörg ár,- þá ætti krafan að vera að taka þessa fræðslu af krafti inn í grunnskólana. Skólasálfræðingar gætu til dæmis sinnt slíkri fræðslu.
Aftur að kynferðisbrotinu, nú upphefst rannsókn, sem samkvæmt eðli brotsins er hræðilega niðurlægjandi og særandi fyrir þolandann- en hjálpar þrátt fyrir allt að hafa hendur í hári geranda, með lífsýnatökum o.s.frv......
Eftir þetta er farið í alltof löng málaferli, þar sem meintur gerandi er undir grun um eitt skelfilegasta brot gegn mannkyni alltof lengi,- og þolandi þarf að sjá meintan níðing ganga lausann alltof lengi,- sem stundum endar með dómi, sem þá er fáránlega stuttur, hafi níðingurinn reynst sekur. Og ÞARNA liggur vandinn!! Dómskerfið á íslandi er grátlega máttlaust og alltof hægfara í sínum dómum, gegn kynferðisbrjótum.
En svona eru íslensk LANDSLÖG og ENGINN á að geta leyft sér að taka upp dómstól götunnar, í þessum málum. Framkvæmdarvakdið þarf hinsvegar að "taka puttana útúr enadanum á sér" og setja lög um mikið hraðvirkari meðferð og harðari refsingar í sönnuðum glæpum af þessum toga.
"Stoppum Þöggunina" nefnir sig rúmlega 700 manna FB hópur, sem í byrjun átti að vera sjálfshjálpargrúppa fyrir þolendur kynferðisofbeldis.Þar völdu þolendur kynferðisglæpamanna að deila reynslu sinni. Snillingarnir sem opnuðu síðuna hugsuðu ekki málið til enda, hefðu getað "síað" reynslusögurnar fyrir birtingu,- en þetta var svo spennandi að þær bara máttu ekki vera að því,- svo aðrar konur og stúlkur gátu tekið sig til og hefnt sín á gömlum kærustum,(sínum eða vinkonunnar) og nefnt þá til sögunnar sem nauðgara og kynferðisafbrotamenn....Að fara fínt í kringum hlutina og nefna ekki nafn, heldur hvar hann vinnur, fyrir hvað hann er þekktur og hvernig hann lítur út, í íslensku samfélagi, er nánast nafnbirting! Þetta er löglaus gerningur og þessum sjúku einstaklingum til skammar, svo vægt sé til orða tekið.
Með þessu kjaftæði, hafa þær ekki bara tekið þátt í að strá fræi efasemda um annars saklausa menn, heldur kostað takmarkalusan sársauka hjá öllum þeirra ástvinum, foreldrum, börnum og mökum.....
Innanum skítinn var örugglega mikið af sönnum reynslusögum,- en þær munu ALDREI afsaka EINA lygasögu, frekar en að ein aftaka sakleysingja mun ekki afsaka aðrar.....
Snillingarnir fóru svo að dæmi annars huglauss glæpahyskis um allan heim (sbr, Ku Klux Klan grímur,- Al Quaida, Boko Harem og IS með finnlandshettur o.s.frv.) og "földu sig" bak gulum bros/blöðru-kalli(já, KARLI!).....Og gáfu svo alþjóðlegum fjölmiðlum einhverja spuna-/eigin útgáfu af meiningu "merkisins"....
Maður er saklaus þar til sekt er sönnuð. Þetta er svo einfalt. Og að annars hugsandi fólki, finnist það í lagi að aflífa fólk svona á dómstóli götunnar, lýsir ekki bara barnaskap heldur ofsafengnu hatri á öllu fólki. Þetta hatur kemur niður á heilum fjölskyldum manna sem ENGINN hefur SANNAÐ að hafi framið glæp!
Maður er saklaus þar til sekt er sönnuð....
EF það ganga svo margir kynferðisbrjótar lausir á Íslandi, þá ER víða pottur brotinn. Nokkrar konur sem hafa "skotið upp á stjörnuhimininn þolenda", á síðu Þöggunnar,- tala um að þær hafi "ekki þorað" að kæra. En þetta er þín ábyrgð. Þín ábyrgð og ákvörðun, ef þú þorðir ekki að kæra, þá áttu að kæra til þar til gerðra yfirvalda núna, en ekki viðra söguna gegnum Gróu á Leiti. Ein skrifaði að hún "gæti svosem kært núna, en fyrir hana var það hvort sem er of seint. Eina sem það gæti breytt væri að "hann" myndi ekki gera öðrum þetta"...En það fannst henni greinilega ekki skipta miklu máli...?? Í alvöru??!!
Fyrirgefið, ekki bara má henda allskonar skít og óhróðri yfir annars saklaust fólk, heldur er bara allt í lagi að meintir nauðgarar haldi áfram verkum sínum??
Svona eigingjarnt og sjálfhverft hugsar ENGIN kona, sem hefur orðið fyrir nauðgun, það staðhæfi ég!! Og þar með undirstrikaði það fullvissu mína um að á þessari Þöggunarsíðu, gengu allskonar konur lausar, á menn í hefndarskyni...Vegna brotinna sambanda (sinna eða annarra), höfnunar eða annarra óskilgreindra hvata......
Er það bara ég eða finnst öðrum það einkennilegt hvað það virðist loða við þjóðþekkta íslenska karlmenn að vera nauðgarar, samkvæmt síðu Þöggunnar? Svo eru náttúrlega þær sem fara "fínt í sakirnar"....
Ýja að þessum "þjóðþekkta íslendingi, sem er vel þekktur útvarpsmaður, sem söng útgefið jólalag"....
Gróa á Leiti....
HALLÓ!!!!????
Og til að bæta gráu ofaná svart, komu tvær vitsmunabrekkur frá Starfsgreinasambandinu, og fullyrða að ÖNNUR HVER KONA sé beitt kynferðislegu áreiti á vinnustað!!! Hvernig stendur á að Trukkalessan þekkir ENGA af þessum konum? Hvernig stendur á að fæstar minna vinkvenna þekkja þessar konur? Við deilum okkar sorgum og sárum, og höfum ekki upplifað neitt sem okkur finnst af þessu tagi.... Þeim peningum var illa varið, sem fóru í menntun þessara kvenna frá starfsgreinasambandinu, það er mín skoðun. annað eins endemis bull og "heimalagaða könnun" hef ég aldrei á minni ævi séð...
Og ég HEF séð falskar kannananiðurstöður í hinum þriðja heimi...
Þetta virðist mér vera akkúrat sama taktík....
Kannski að ein leið til að forðast þessa upplifun "annarrar hverrar konu" ætti að vera að viðkomandi myndi skrá skilmerkilega niður fyrir atvinnurekanda og vinnufélögum,- hvernig má horfa á viðkomandi,- hvernig aðrir mega klæða sig,- hvað má grínast með, hvað er "ófínt" og hvað er "Í lagi" og hlýtur blessun viðkomandi.....Þá væri ekki alltaf að gerast það sem ég vil meina að sé í flestum tilfellum árekstrar tveggja heima fólks....Þá á ég við: Ég hef orðið fyrir ýmsum uppákomum sem sumar(ir) myndu upplifa sem "kynferðislegt áreiti"....
Ég kalla það A)klaufalega tilraun manns með lágt sjálfsálit, til að komast nær kvenmanni
B) klaufalegt orðaval
C)Grín (sem margir gætu tekið illa, en mér er alveg sama, hef samt skilning fyrir þeim sem hafa "öðruvísi" smekk fyrir gríni)...
Við sem sjáum hlutina svona, og höfum lifað af á vinnumarkaði í áratugi,- við eigum líka RÉTT til að á okkur sé hlustað!
Og meðal annarra orða, ef önnur hver kona verður fyrir kynferðislegu áreiti á vinnustað þá þarf ansi marga menn í verkið. Ég á þrjá syni og fullyrði að enginn þeirra fremur kynferðisbrot.Það hlýtur þá að vera sonur þinn, eða maðurinn þinn, eða pabbi þinn, bróðir, kannski? Nágranni þinn?? Hvurslags fræjum er verið að sá í samfélaginu til að höggva enn dýpri skörð milli kvanna og karla??
Aftaka á almannafæri.
Önnur aftökuaðferð er þegar "þjóðþekkt" kona, tekur sig til og ásakar sinn fyrrverandi um barsmíðar, í íslenskum fjölmiðlum og á netinu. Er það svona rugl sem fólk vill? Svona lögleysa og að dómstólar götunnar bara ákveði hver lítur sakleysislegar út? Eða hver er fyrstur að kasta steininum?
Það skrýtna er að í liði svokallaðra femínista og annarra sem hældu þessarri manneskju fyrir "að vera svooo dugleg"....eru til og með konur sem eru lögfræðingar, sem maður myndi vilja óska að þekktu mun á réttu og röngu,- muninn á ásökun og sönnun....
Afhverju var hún dugleg? Að draga fyrrverandi manninn sinn og barnið þeirra í gegnum fjölmiðla og net-skítinn, með ósannað einkamál/skilnaðarmál?
Hvað hefðu þær sagt ef maðurinn hefði komið með slíkar ásakanir?
Hvað myndu þær segja ef ÉG segði að þessi "þjóðþekkta" kona, hefði misnotað bláfátæka Afríska listamenn, afþví að þeir voru ódýrara vinnuafl en listamenn í hennar heimalandi, til að myndskreyta barnasögur sem hún skrifar? Hvað ef Ég segi að hún sé undir rannsókn fyrir rangan málflutning, misnotkun starfsfólks og tækjabúnaðar Veraldarsamtaka og fyrir að hafa komið starfsfólki sömu samtaka í óþarfa áhættu með sitt líf og limi, svo að hún gæti orðið fræg í 15 mínútur á Íslandi? Hvað þá?? Er það í lagi afþví að hún er kona? Er ég að segja satt afþví að ÉG er kona, eða er ég að spinna??
Er það í lagi?.......
MAÐUR.....
Þar kemur að enn einni vitleysunni sem þessar vænisjúkir svokölluðu femínistar,- væla yfir, lon og don.....
Trukkalessan ER maður!
Mamma trukkalessunnar ER maður!!
Ömmur Trukkalessunnar voru MENN!!
Ég er maður, ekki dýr....Ég er kvenmaður!
Ég hef verið fiskverkandi, bílstjóri, öryggisvörður, verslunarstjóri, leiðsögumaður o.s.frv...
Ég hef líka verið móðir, eiginkona, dóttir og systir...
En er samt MAÐUR og er stolt af því :)
Ég hvet alla Íslendinga að leyfa ekki múgæsingu úr athyglisþurfandi vælufrekjum þessa lands, að breyta málfræðinni,- bara "afvþví að þeim finnst að allt sé með karlkynsheitum"....Búhú!!!
Þetta er tungumálið okkar og það mun ekki breyta neinu um neitt að afbaka það að þörfum grátkórsins.
Trukkalessan dáist af hugrökku fólki. Hugrakkir eru þeir sem standa upp fyrir sín sjálfsögðu mannréttindi. Þar með talið, jafnrétti kynjanna, jöfn réttindi fyrir samkynhneigða, sömu laun fyrir sama starf, jafnrétti allra trúarbragða, jafnrétti burtséð frá uppruna, litarhætti o.s.frv.
Þeir sem EKKI falla undir þennan hóp jafnréttissinna og geta í best falli talist til kjána, standa fyrir einhverju eins og "lágmarksprósentu kvenna á þing, ef í vafa ber að ráða konu til starfsins og sérréttindi kvenna eru sjálfsögð réttindi"
Þeir/þær sem svona hugsa, eru ekki talpípur flestra kvenna og alls ekki talpípur kvenna með sjálfsvirðingu. Við viljum ekki troða á réttindum annarra til að koma okkur þar sem aðrir eru fyrir. Við viljum að hæfasta manneskjan sé valin í starfið, ekki konan "afþví að hún er kona"....Það er lítilsvirðandi og við erum ekki aumingjar sem geta ekki fengið starf á eigin verðleikum. Sama gildir um kynjahlutfall á Alþingi íslendinga, kosnir einstaklingar eða flokkar, ekki kynjahlutföll. Einfalt mál.
Konur með sjálfsvirðingu vilja JAFNRÉTTI, ekki sérréttindi kvenna!
Þetta sérréttindarugl er svo löngu komið útfyrir allan þjófabálk, og nú VERÐA heilsteyptar konur og hugsandi karlar, að fara að spyrna við fótum og stöðva þetta rugl. Jafnrétti er málið og það ættu allir að geta verið sammála um.
Nýlega leyfði kvensnift ein leyfði sér að skíta yfir sjómenn og þeirra fjölskyldur á opnum netmiðli, á Sjómannadaginn s.l.- þá fannst Trukkalessunni nóg komið. Þegar Trukkalessan sá annars væntumþykjanlegar og hámenntaðar konur, skrifa mærðarlega um fyrrnefnda skítafærslu, að "fólk væri svo vont og hún á svo bágt" þegar það skrifaði hatrammlega gegn þessari færslu á sama miðli,- þá varð Trukkalessan vægast sagt undrandi.
Þessi færsla, skrifuð af stórskemmdum einstaklingi,- var til þess gerð að rífa niður mannorð heillar stéttar og fjölskyldna þeirra. Og þegar meirihluti hinnar íslensku þjóðar sagði henni til syndanna, þá breytti hún meiningu alls sem hún hafði skrifað....Ekki í fyrsta sinn sem þessi einstaklingur drullar yfir Íslendinga og skiptir svo um skoðun (eða biðst afsökunar-EINU SINNI)... Er það bara allt í lagi afþví að hún er kona og á bágt? Þarf hún ekki að leita sér klínískrar hjálpar frekar en að taka út sín "bágindi" á Pétri og Páli?
Þessi alhyglissjúka kvensnift leyfði sér að skrifa að það hefði verið(væri) "menning" sjómanna að lemja konurnar sínar??!!!! Er svona fullyrðing um heila stétt manna OG fjölskyldna þeirra, bara allt í lagi?
Trukkalessan var í átta ár sjómannskona, og var ALDREI verið lamin af sjómanni, ALDREI!!!! Trukkalessan var í samfélagi sjómanna og kvenna í Sandgerði, Garði og Keflavík í nokkur ár, og þekkti ENGA sjómannskonu sem bjó við barsmíðar af hálfu manns síns. ENGA..... Þetta er nú "menningin" sem stelpubjálfinn leyfði sér að bera uppá sjómenn. Og þessi karlahatari hefur verið kosin til að sinna sérstöku verkefni til að fagna 19.júní....Ojbarasta....
Hei!! Trukkalessan þekkti einu sinni kennara sem lamdi einu sinni konuna sína,- það hlýtur þá að vera "menning þeirrar stéttar" að lemja makana sína.....
Þessu karlmannahatri verður að linna. Trukkalessunni er það um megn að skilja þessar konur (og stöku karlmenn) sem hafa sogast inní þessa umræðu þar sem allir (eða allflestir) karlar eru vondir, gráðugir, nauðgarar og ofbeldismenn.....
Á ekki þetta fólk feður, bræður, syni, frændur,- sem eru ágætisfólk og afsanna þessa brjáluðu alhæfingu um karlmenn?
Karlmenn eru ágætisfólk það eru flestir kvenmenn líka. En þær konur sem EKKI styðja ofstækishreyfinguna, verða eiginlega að fara að láta meira frá sér heyra, því lengur sem þær sitja hljóðar, því betur gengur hópum eins svokölluðum femínistum, að þagga niður í öllum rökum sem styðja jafnrétti og einföld landslög.
Og það sem loks fékk Trukkalessuna til að brosa að bullinu á Netmiðlum Íslands: visir.is "Konur verða Geðveikar og kvíðnar vegna svefnleysis"..Án gríns, hverjir útskrifa eða ráða til starfa þessa blaðamenn??? Fyrirsögnin er í litlu sem engu samhengi við greinina...Og langvarandi svefnleysi/raskanir valda að sjálfsögðu allskonar taugastreitu, hjá ÖLLU fólki....ÖLLU... Og Trukkalessan brosti,- því hún hefur barist við svefnleysi í marga mánuði núna...Kannski eru þessi skrif bara afleiðing þess
Eins og ein góð vinkona Trukkalessunnar segir "Er ekki kominn tími til að við hlúum að karlmönnum Íslands, gerum þeim dálítið hærra undir höfði og reynum að styrkja þá og efla"...Já, er ekki akkúrat sá tími kominn, verum góð við hvort annað og sérstaklega karlmennina okkar - segir Trukkalessan
Elskum hvort annað, ef ekki væri fyrir bæði kynin þá værum við ekki hér og nú...Áfram KVENMENN OG AÐRIR MENN sem vilja JAFNRÉTTI, þið eruð málið!!! Og til Hamingju með 19.júní
Dægurmál | 18.6.2015 | 22:29 (breytt kl. 22:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar